Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Síða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Síða 45
N. Kv. SORGARLEIKUR í KVIKMYND 139 niynd, sem sýndi ást, afbrýðissemi, morð o. s. frv. — Hannibal svitnaði. Hann gerði nppkast að persónum ig braut heilann um xsandi nafn. Að minnsta kosti 20 sinnum byrjaði hann á sjálfu efninu, en strax og það fór að verða margbrotnara, sat hann fastur. Hann bölvaði. — Þetta var ekki eins auðvelt og hann hafði haldið. Eins og herfangi æddi hann fram og aftur um gólfið, þreif svo pennann og skrifaði, svo að blekið bullaði um fingurna á honum, — braut svo heilann, svo að augun ætluðu að springa út úr höfðinu og hárin risu á höfði - — nei, þetta dugði ekki. Hann strik- aði það út, sem hann liafði skrifað síðast. — Gefast upp? Aldrei. — Hann varð að fara út — út og fá sér lrískt lolt. — Úti mundi honum detta eitthvað gott í hug og þar starfaði heili hans betur. Glas af víni mundi Kka örfa hugsunina. Hann stakk nokkrum örkum af pappír í vasa sinn, gekk fram í anddyrið og tók þar hatt sinn og frakka. „Ætlarðu út?“ spurði kona hans. „Já, já,“ hrópaði Hannibal utan við sig, þegar hann var hálfur kominn út úr dyrun- utn. ,,En lieyrðu! Nú hefi eg það! Eg sé það allt í huganum — aðeins endirinn vantar — allra síðast. Vertu sæl, elskan mín! Vertu sæl!“ Frúin ltorfði undrandi á eftir lionum. Endirinn vantar? Allra síðast? Hvað gat gengið að Hannilxd — honum Hannibal, sem alltaf var svo hæglátur? Hann leit út eins og maður, sem er í knattspyrnu, eða maður, sem ætlar að fremja sjálfsmorð. Frúin gekk hrygg í huga inn í stofuna til að sækja kaffibolla manns síns. En sú óregla á skrifborðinu! — Hvað hafði hann haft fy rir stafni? Hún glápti á skrifaðar og blekugar papp- írsarkir. „Framkoma hennar gerir hann brjálaðan," las hún. — „Hann vill deyja.“ — — — „Eitur! Nei, eitur er andstyggilegt--- Hann drekkir sér — þú hefir drepið sál ntína — hvers vegna ætti þá líkami minn að lifa------nei, — eg dey! Vertu sæl!“ Frúin las ekki meira. Hún rak upp óp af hræðslu og hneig niður í næsta stól. Guð al- máttugur! Nú skildi hún allt! Hannibal ætl- aði að drepa sig! Hún hafði rekið hann í dauðann með heimtufrekju sinni. Nei, nei, nei! Þetta rnátti ekki ske! Hún þaut upp af stólnum, eins og hún hefði verið snortin af rafmagni, þreif fyrsta hattinn, sem fyrir henni varð, leit ekki einu sinni í spegil, hljóp út úr húsinu og út á götuna. En hvert átti hún að fara? Hvergi gat hún komið auga á Hannibal. Hún var að hugsa um að kalla á lögregluna til hjálpar eða hjálþarsveit Falcks, þegar henni datt nokk- uð í hug. Vindlasalinn á horninu stóð í búð- ardyrunum. Máske hann hafði séð, hvert maður hennar. fór. Vindlasalinn horfði dá- lítið á frú Sörensen, senr var með eldhús- svuntuna, inniskó og með liattinn aftur á linakka. — Jú. — Herra Sörensen hafði kom- ið til hans og þaðan hafði hann farið inn á kaffihúsið „Sæljónið“. Af tilviljun hafði vindlasalinn tekið eftir því. „Hann hefir ætlað að drekka, svo að hann yrði hugrakk- ari!“ lirópaði frúin og hljóp af stað. Þegar hún hafði ldaupið nokkra faðma, sá hún mann koma út úr „Sæljóninu". Það var Hannibal! — Guð veri lofaður! Hann var þó ennþá lifandi. Hún flýtti sér á eftir honum, en Hajmibal var nokkuð á undan og lrúin gat ekki geng- ið mjög hratt á inniskónum. Hún sá að hann stikaði stórum um leið og hann öðru livoru rétti út handlegginn eins og hann væri í mikilli geðshræringu. — Nú var hann kominn að hliðinu á skemmtigarðinum og hvarf inn um það. Frúin greip um hjartað. — Skemmtigarðurinn. — Skurðuiánn. — Guð minn góður!! Nú gildir það! Elún hljóp inn til umsjónarmannsins. Hann varð að hjálpa henni. Það leið nokkur stund þar til hún gat komið öldungnum á fætur frá hálfa bjórn- 12*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.