Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Síða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Síða 46
140 SORGARLEIKUR í KVIKMYND N. Kv. um, sem hann var að drekka. Hann hélt fyrst að hún hefði misst eitthvað ofan í skurðinn. En þegar hróp hennar um rnorð og sjálfsmorð loksins gátu gert hoaium skiljanlegar lúnar alvarlegu kringumstæður, drakk hann ákveðið dreggjarnar, sem eftir voru, þurrkaði sér um nefið og yfirskeggið, stakk nýrri tóbakstölu upp í sig, joreif staf sinn og hraðaði sér á eftir frúnni eins mikið og staurfótur lians framast leyfði. Á meðan var Hannibal búinn að hreiðra um sig í skuggasælum stað við gamla skurð- inn. Það var heitt í veðri og hann liafði gengið hratt, drukkið nokkur glös í „Sæ- ljóninu" og heili hans erfiðaði eins og olíu- mótor við að finna endirinn á kvikmynd- inni. Puh — en sá hiti! Það voru fáir í skemmtigarðinum um þetta leyti dags. Hann fleygði hattinum sínum og treyju í grasið á skurðbarminum og settist upp við gamalt beykitré. Kringumstæðurnar og þreytan bar hann ofurliði og hann sofnaði. Á sama augnabliki kom frúin ldaupandi og nokkuð á eftir henni haltraði umsjónar- maðurinn. Gengu Joau eftir skurðbarminum og hrópaði frúin öðru hvoru með grát- klökkri röddu: „Hannibal — Hannibal — ertu dauður?“ Alveg eins og hún byggist við, að hann mundi reka höfuðið upp úr vatninu og segja: „Já.“ — Allt í einu stanz- aði hún. — Þarna — þarna lá hatturinn hans — og treyjan! Hann var þá — linan hafði þá ------og það var hún, sem liafði rekið hann í dauðann. Elsku Hannibal! — Þá vildi hún heldur ekki lifa lengur — nei — ekki eitt augabragð. Og áður en umsjónarmaðurinn gat lyft upp staurfætinum, fleygði hún sér út í skurðinn og hrópaði um leið af öllum kröft- um: „Hannibal!" Til allrar hamingju var skurðurinn ekki meira en hálfur annar meter á dýpt. Við þetta hróp hrökk Hannibal upp. Hann sér konu hverfa — að minnsta kosti að nokkru leyti — í bylgjurnar, og án minnstu umhugsunar fleygir hann af sér vestinu og lileyjtur út í á eftir henni. —■ Til allrar ham- ingju gátu bæði botnað og með því að nota staf umsjónuarmannsins gat Hannibal fljót- !ega dregið konu sína upp á mjúkan gras- svörðinn. — „Vilhelmína — Vi!helmína!“ kallaði hann um. leið og hann gerði ýmsar björgunartilraunir undir leiðsögu umsjón- armannsins, sem fyrir 30 árunr hafði verið sundkennari. Loksins lauk hún upp augun- um. — „Hanniba!,“ hvíslaði hún, „þú lifir?“ ,, já, elskan mín! Og nú hefi eg endirinn á kvikmyndinni," hrópaði Hannilral um leið og hann faðmaði hana að sér með slíkum innileik, að jrað kom umsjónarmanninum til að snýta sér og hugsa um silfurbrúðkaup sitt. — Nú fékk frúin að vita, hvernig í öllu lá, og mánuði síðar fékk Hanniba! — að vísu ekki þessar 1000 krónur, en auka-verðlaun, sem voru nokkuð lægri upphæð, fyrir sorg- arleikinn: „Kærleikurinn eða dauðinn", og frúin fékk sér nýjan kjól. En þrátt fyrir það hefir Hannibal heitið sjálfum sér því, að í náinni framtíð skuli hann ekki semja nýjan sorgarleik fyrir kvikmynd. S. O. þýddi. Bókmenntir. Einar Benediktsson: Ljóömæli I.—II. —- Pétur Sigurðsson háskólaritari bjó til prentunar. Útg. ísafoldarprentsmiðja. —• Reykjavík 1945. Það leikur ekki á tveimur tungum, að Einar Benediktsson sé eitt hið merkasta ljóðskáld vort fyrr og síðar. Annað mál er það, að kvæði hans hafa ekki verið við a!- þýðuskap. Hafa mörg þeirra þótt torskilin og allur þorri þeirra krefst meira af lesand- anum, en fjöldi kvæða annarra skálda. En svo mun þó flestum fara, sem taka að lesa kvæði Einars, að þeir meta þau því meira, sem þeir lesa þau oftar og betur. Er slíkt að-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.