Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Side 48

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Side 48
142 BÓKMENNTIR N. Kv. Hallgrímur Jónasson: F rændlönd og heimahagar. Útg. ísafoldarprentsmiðja. Reykjavík 1946. í bók þessari hefir Hallgrímur Jónasson yfirkennari safnað saman nokkrum ferða- þáttum, bæði héðan að heiman og úr ná- grannalöndunum. Höfundur er prýðisvel ritfær og athugull á það, sem fyrir augun ber, bæði dautt og lifandi. Og liann kann einnig þá list að gera lesandann lduttakanda í æfintýrum ferðanna og þeim hughrifum, sem höf. hefir orðið fyrir. Má þó með sanni segja, að þarna sé lýst hinum ólíkustu stöð- um, allt neðan úr niðamyrkmm, skozkrar kolunámu upp á hið bjarta víðsýni íslenzkra háfjalla og jökla. í>að má vel vera að ýmsir hafi skrifað ferðaþætti, sem fyllri eru að þurrum staðreyndafróðleiik, eða auðugri að æfintýrum. En hins vegar hefir höf. tekizt með ágætum að segja nægilega mikið til þess að vekja áhuga lesandans, til að sjá sjálfur og kanna ókunna stigu, og margt gætiu ferðamenn lært af lestri þessarar bókar um það, hvernig þeir geta gert sér ferðalög, þótt stutt séu, andlega arðvæn. Matthías Jónasson: Lokuð sund. Útg. Isafoldarprentsmiðja. Reykjavík 1946. Allt síðan hinum mikla hildarleik heims- styrjaldarinnar lauk, hafa oss borizt fjölda margar fregnir af þrautum og þjáningum fólksins í Þýzkalandi á styrjaldarárunum. Frásagnir þessar snerta oss misjafnlega mik- ið, og sumum a. m. k. þykja þessir atburðir vera þeim svo fjarlægir, að þeir komi þeim ekki við. En í þessari bók hefir dr. Matthías Jónasson safnað saman minningum nokk- urra íslendinga og þýzkra kvenna.giftumís- lendingum, um síðustu daga þeirra í ríki Hitlers og brottför þeirra þaðan. En einmitt af því, að hér eru lándar vorir á ferð, veit- um vér atburðinum meiri athygli en ella og skiljum ef til vill betur, hvílíkar hörmung- ar hafa dunið yfir fólkið, og í hve mikilli ringulreið allt hefir verið áður en yfir lauk með fullum ósigri Þýzkalands. Langmestur hluti bókarinnar er eftir dr. Matthías, og hann hefir einnig endursagt frásagnir flestra hinna, sem þarna hafa sög- ur að segja. Af þessari sök verður bókin ein- leitari, og ekki eins lifandi, og ef hver höf. kæmi til dyranna eins og hann er klæddur. Því verður og ekki neitað, að stíll bókarinn- ar er oft íburðarmeiri en hæfir hinu lát- lausa efni. Ber hann og nokkurn blæ þess, að höf. hefir dvalið langdvölum erlendis. En allt um Jrað efast eg ekki um, að marga fýsi að lesa bókina, þótt ekki sé hún skemmtilestíur. Hún bregður upp myndum af atburðum og lætur lesandann jafnframt renna grun í hver ógnartíðindi voru að ger- ast samtímis því sem þessir íslendingar voru að bjargast frá hinu sökkvandi skipi. Samtíð og saga. Nokkrir háskólafyrir- lestrar III. Útg. Isafoldarprentsmiðja. Reykjavík 1946. Það var vel til fundið, Jregar hafin var út- gáfa á hinum ahnennu háskólafyrirlestrum fyrir nokkrum árum. Fyrirlestrar þessir eru fluttir af hinum færustu mönnum og eiga því að öllum jafnaði erindi til langtum fleiri manna en þeirra, sem orðið geta heyr- endur orðsins í hátíðasal háskólans. Þetta Jrriðja hefti ritsafnsins, Samtíð og saga, er sem hin fyrri, fjölbreytt að efni og flytur ýmsan fróðleik og nýjungar um við- fangsefni þau, er vísindamenn vorir fást við. Þar skýrir Árni Friðriksson frá hinum gegn- merku rannsóknum sínum á íslenzku síld- inni, sem eru hvort tveggja í senn merkileg- ar vísindanýjungar og harla mikilvægar ís- lenzku atvinnulífi og þjóðarhag. Jón Steff- ensen skýrir frá nokkrum niðurstöðum af mælingum beina, sem draga má af ályktanir um uppruna íslendinga, sem mörgum mun leika hugur á að kynnast. Margir fleiri leggja þar einnig orð í belg. En langlengstar eru þó ritgerðir Sigurðar Guðmundssonar

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.