Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Qupperneq 50

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Qupperneq 50
144 BÓKMENNTIR N. Kv, ungum aldri, og ber bókin þess minjar. Annars sýnir hún, hversu menn geta stund- að bóklegar iðnir sér til liugarhægðar. — Eg vitja þín æska, endurminningar og stök- ur eftir Ólínu Jónasdóttur. Verður hennar nánar getið hér á öðrum stað. Valdemar Steffensen læknir hefir frum- samið og þýtt ritkorn um gríska lækninn Hippokrates, sem talinn er faðir iæknislist- arinnar. Er þar fyrst stutt saga Hippokrates- ar og síðan allmargar þýðingar á köflum og greinum úr ritum hans. Er næsta fróðlegt að kynna sér skoðanir þessa forna spekings, og má af þessu sjá, hversu langt hinir fornu spekingar voru komnir í fræðum þessum. Er því meiri fengur í riti þessu, sem íslenzk- ar bókmenntir eru furðusnauðar að ritum, er fjalla um sögu og þróun vísindanna, eink- um allra raunvísinda. Ásgeir Jónsson frá Gottorp hefir samið mikið rit, er hann nefnir Horfnir góðhestar, en Norðri gefur út. Lýsir höf. þar mörgurn gæðingum úr Húnaþingi og Skagafirði frá síðari hluta 19. aldar og frarn undir þenna tírna. Enginn vafi er á því, að þetta rit mun síðar verða talið merkileg heimild um þátt hestsins í menningarsögu vorri. Höf. er ágætur frásagnarmaður, ann viðfangsefni sínu hugástum. Þess vegna verða margar sögurnar mjög hugnæmur lestur, ekki ein- ungis hestamönnunum, heldur einnig hin- um, sem aldrei hafa kunnað að meta kosti gæðinganna, né skilið, að menn gætu haft hesta sér til skemmtunar. En jafnframt því, sem bókin er ánægjuleg aflestrar hygg eg að hún verði einnig nokkurs virði málfræðing- unum, því að Ásgeir kann margt orða og kann einnig að beita orðaforða sínum í lýs- ingum á skapnaði og eiginleikum góðhest- anna. — En eitt þykir ntér þó að. Höf. nefn- ir of marga hesta, sem hann kann fátt að segja frá annað en heiti þeirra og eigandans', og að hesturinn hafi verið kostagripur. Fyr- ir Itragðið verður bókin leiðinlegri, en ef einungis hefði verið getið þeirra gæðinga, sem sögur fara af. En eg hygg ,að lesandinn gleymi seint frásögninni af hestum Jóns á Þingeyrum, Blesa Ásgeirs og Stíganda Jóns Péturssonar. Nokkrar myndir eru í bókinni, en hefðu vel mátt vera fleiri. Síðasta bókin frá Norðra er Miðillinn Hafsteinn Björnsson eftir Elinborgu Lár- usdóttur. Hafsteinn Björnsson virðist gædd- ur óvanalegum dularhæfileikum, einkum- skyggnigáfu. Hefir frú Elinborg safnað sam- an lýsingum af sýnum og skýrslum frá mið- ilsfundum. Er það gert af hinni mestu vand- virkni og samvizkusemi. Eg get vænzt þess, að skiftar verðiskoðanirumfyrirbrigðiþessi. Það eru ætíð nógu margir, sem efast og rengja. Og satt að segja, hefði eg kosið, að sams staðar hefði verið betur um hnúta bú- ið, svo að sannanirnar væru óvefengjanleg- ar. Því að eitt er víst, hér er um að ræða merkileg fyrirbrigði, sem eiga það skilið, að þeim sé gaumur gefinn, hvort sem menn að- liyllast skýringu spiritista eða eigi. Og gott er til þess að vita, að bók þessi er komin fram, hún er vel fallin til að eyða lileypi- dómum, og vekja menn til umltugsunar, og hvetja þá til að afla sér nánari kynna af þess- um hlutum. Steindór Steindórsson frá Hlöðurn. Ólína Jónasdóttir: Eg vitja þin æska. — Minningar og stökur. — Bókaútgáfan Norðri h.f. Akureyri 1946. Fyrri hluti bókar þessarar eru æskiminningar höfundarins. Lýsir hún skagfirzku sveitaheimili, þar sem hún ólst upp, fyrir nálægt hélfri öld. —- Forneskja hefur verið meiri á þessu heimili en þekkzt mun hafa víðast annars staðar á landinu a síðasta tug 19. aldar. Frásögn Olínu er létt og lát- laus. — Síðari hluti bókarinnar eru stökur, allt fer- skeytlur. Er Olína ágætur hagyrðingur. Bókin end- ar á þessari stöku: „Hæstur Drottinn himnum á heyr þú bæn og virtu: Lofaðu mér að leggja frá landi í sólarbirtu".

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.