Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 17
N. Kv. UTANFERÐ FYRIR 45 ÁRUM 15 í helztu fyrirmenn bæjarins um borð, þeirra á meðal Jóhannes sýslumaður, Jón í Múla, sem þá var búsettur þar, og ritstjórarnir, Skapti Jósefsson og Þorsteinn Gíslason. Eg hafði náð í danskt blað í Skotlandi, þar sem í var konungsboðskapur til íslendinga um heirnastjórn, skrifaði hann upp og hafðr meðferðis. Þetta vitnaðist og varð uppi Æótur og fit að ná í hann. Skapti varð hlut- skarpastur og borgaði mér 2 kr. fyrir. Hann birti síðan „boðskaþinn“ í blaði sínu. Hafís var sagður fyrir Norðausturlandi, og því talið vafasamt að Egill færi norður. Úr þessu rættist þó. Eftir fárra daga töf á Seyðisfirði lagði skipið á stað. Þaðan tók sér far Benedikt Þórarinsson. Hann sagði mér hroðalega drauma sína og réði þá þannig, að við mundum komast í hann krappann í hafís. En þeir draumar reyndust markleysa. Að vísu var hafíshroði fyrir Melrakkasléttu, en ekki þéttari en svo, að vel var siglandi í gegnum hann. o o Við komum til Akureyrar á sunnudag, réttunr tveim vikum eftir að ég lagði af stað í lieimförina. Eiríkur Siqurðsson: Bátshöfn bjargað. Undanfarin ár hefur verið skrásett margt úr .íslenzku þjóðlífi og bjargað frá gleymsku. Þessi fróðleikur er ýmist um atvinnuhætti, þrekraunir eða svaðilfarir á sjó og landi, þjóðtrú og dularfull fyrirbrigði eða annað úr reynslu þjóðarinnar. En auðvitað er þetta misjafnt að gæðum og áreiðanleik. Þó er gott eitt um þetta að segja. Því meir, sem þjóðin metur sína eigin reynslu, því styrk- ari fótum stendur hún í íslenzkri mold. Segja má, að þessi aukni áhugi á þjóðlegum fræðum komi eins og heilbrlgð mótspyrna gegn þeirn erlendu áhrifum, sem flætt hafa yfir þjóðlíf Íslendinga á styrjaldarárunum. Ríkisútvarpið hefur léð þessu máli lið, með því að flytja mikið af hvers konar þjóð- legum fróðleik á síðustu árum.#) Það hefur nteð því sýnt, að það vill ekki bregðast þeirri skyldu að hlúa að heilbrigðri þjóð- rækni. Og enn eru orð Gríms Thomsen í fullu gildi: „SA er beztur sálargróður, sem að vex í skauti móður, en rótarslitinn visnar vísir, þó vökvist hlýrri morgundögg." Hér er einn slíkur þáttur. Hann er af at- burði, sem skeði austur í Fáskrúðsfirði fyrir rúmlega tveim tugum ára. Hann rifjaðist upp ifyrir mér, er eg frétti lát Siggeirs Jóns- sonar, fyrrverandi skipstjóra frá Fáskrúðs- firði, en hann lézt í Reykjavík árið 1944. Á öðrum tug þessarar aldar komu fyrstu vélbátarnir til Fáskrúðsfjarðar. Flestir voru þeir 7—14 smálestir að stærð. En svo mikill munur þótti á vélbátunum og opnu árabát- unum, að menn sóttu svo djarflega á þeim einkum á vetrum, að í því var oft lítil fyrir- hyggja. Menn álitu fyrst, að þessum bátum væri allt bjóðandi, af því að þeir voru vél- knúnir, þar til menn ráku sig á. Var sótt á *) Erindi þetta var flutt í Ríkisútvarpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.