Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Síða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Síða 25
N. Kv. August Strindberg: Það nær svo skammt. Frú St. Brie selur fæði í Passy. Hún er fjörutíu og átta ára gömul ekkja. Hún á þrjá sonu. Sá elzti er tuttugu og átta ára gamall. Giftur. Annar er tuttugu og sex. Giftur. Þriðji tuttugu og fjögra. Ógiftur listamaður. Maður hennar var læknir og dó, heiðursmerki sæmdur, fyrir tveim árum. Hún fær ofurlitlar rentur, sem hún hefði getað lifað á ein, en sonur hennar, listmál- arinn, þarf að fá mót, pensla, liti, dúka og vinnustofu. Þess vegna selur hún fæði. Eldri synirnir heimsækja hana ekki leng- ur. Tengdadæturnar hafa séð um það. Allt sitt líf hefir móðirin lifað fyrir börn- in sín. Þau voru eina gleðin hennar. Og nú sér hún þau ekki framar. Nú á hún aðeins eftir þann yngsta; en hann er aldrei heima. Hún er ennþá ung, gæti lifað í tuttugu ár til eða imeir. En hún á ekkert til að lifa fyrir lengur. Henni er ekki nóg, að lifa aðeins fyrir sjálfa sig. Hún var fædd til að verða móðir, til að lifa fyrir aðra. Charles, listamaðurinn, hefir sogið út úr henni mikið fé síðasta mánuðinn. Hann ætl- ar líka að halda listasýningu í fyrsta sinni. í dag, er herra Charles kom til morgun- verðar, var hann náfölur; þreytudrættir komnir kringum augun, sem litu út eins og þau væru smurð með grænni vélolíu, og svitadropar glitruðu undan hárrótum hans. — Hvar varst þú í gær, Charles litli, spyr móðirin og leggur nokkrar ostsneiðar á ■diskinn hans. — Hvað varðar þig um það. Hann ber ostinn upp að vitum sér. — Portugalskur? Svei þessu. Kastar honum aftur á diskinn. — Og eg sem ætlaði að gæða þér á þessu, segir móðirin. — Skiptu þér ekkert af mér. Þú kvelur mig bara með þessu. Móðirin snýr sér að einum matþeganum. Það er ung frú, við hlið hennar sitja tveir litlir drengir. — Það má segja, að börnin komi fallega fram við hana móður sína. Tvö þeirra eru nú horfin fyrir fullt og allt, og svona er hið eina, sem eftir er. — Það væri synd að segja, bezta frú St. Brie, svarar matþeginn í sama tón. Hr. Charles stendur upp. Hann er rauð- ur, eins og rauður og jafnblóðlítill maður getur orðið. Hann hreytir út úr sér: — Verið þið sæl, dót mitt skal verða tekið innan stuttrar stundar, og þá ætla eg ekki að verða lengur til armæðu. Með það fer hann. Móðirin fellur í grát. Eftir morgunverðinn kemur maður eftir dótinu. Grátandi tínir móðirin saman rit- föng Cliarles. Hún tæmir hillurnar og skrif- þorðið og lætur fötin hans í poka. Hún tek- ur myndirnar af veggnum og lætur stúlk- una bursta fötin hans áður en þau fara. Svo er herbergið tómt. Allir ungarnir flognir úr hreiðrinu, heimilið yfirgefið. Fyrir hvern á hún nú að lifa? Ef til vill í tuttugu-þrjátíu löng, löng ár — — heilan mannsaldur. Fyrir hvern á henni að blæða í allan þann tíma? — Þetta er eins og hver önnur ráðstöfun forsjónarinnar St. Brie, segir einn matþeg- inn. — Okkur er ekki ætlað að ala upp börnin handa okkur sjálfum. Eins og við hlupum

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.