Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 27
N. Kv. DYVEKE 161 biðja hana að 'lofa Dyveke að fara í skóginn með Edle og Vibeke. „Þannig er farið að, að tveim eikarspýtum er nuddað saman, þang- að til í þeim kviknar; svo er kveikt í tveim- ur bálköstum, veiku gripirnir eru reknir á milli þeirra og þá batnar þeim.“ „Sín er nú hver vitleysan,“ sagði Sigbrit. „Hver veit, hvað er vitleysa og hvað ekki?“ svaraði Jörgen Hansen, „þetta hefur okkur verði kennt frá aldaöðli, og þetta er gert í Noregi, Danmörku og víða í Þýzka- landi. — Má Dyveke fara með þeim?“ „Eg held henni sé óhætt að fara,“ sagði Sigbrit, „það sem þín dóttir má fara, má mín líka fara.“ „Svo skuluð þér sjálf fara upp eftir,“ sagði Jörgen. „Frá fjallstindinum er fagurt að sjá bálin langt inni í landi, og glatt er á hjalla við bálin. Menn hafa borið öl og mjöð þangað upp eftir, og þangað flykkjast allir, sem vettlingi geta valdið." „Þá fer eg ekki,“ sagði Sigbrit. „Jú, það ættuð þér einmitt að gera, því að í nótt er ekki hollt að vera heima,“ mælti Jörgen Hansen. „Nú hlæið þér auðvitað að mér, en það vita þó allir, að á Jónsmessunótt fara galdranornirnar á kreik, og þá er hvergi öruggt nema við bálin.“ Sigbrit horfði þegjandi á hann. „Það væri líka skynsamlegra af yður að slást með í förina," hélt hann áfram; „sumir gruna yður um fjölkynngi, og ef þér verðið ekki með okkur í nótt, þá getur sá grunur fengið byr undir báða vængi.“ „Það má hver halda hvað hann vill,“ svar- aði Sigbrit; „ekki fer eg að klöngrast upp á fjall, eins þuing á mér og eg er orðin.“ „Eg skal senda yður söðlaðan hest,“ sagði Jörgen Hansen. En Sigbrit sat við sinn keip, og Jörgen varð að fara, þó að honum líkaði rniður. Skömmu fyrir sólarlag sótti einn af svein- um fógetans Dyveke. Hún var himinlifandi af tilhlökkun; það var í fyrsta skipti, sem hún fékk að fara til þessara hátíðahalda, og vinstúlkur lrennar höfðu lýst fyrir henni gieðskapnum þar upp frá, sem stóð alla nóttina og var eins'takur í sinni röð. „Gættu heiðurs þíns,“ sagði Sigbrit, þegar hún var að fara „glatist hann, þá er fegurð- in einskis virði úr því.“ Dyveke skildi ekki, við hvað hún ætti, og hugsaði ekkert út í það. Hún stökk á undan, svo að sveinninn gat varla fylgt henni eftir, en Sigbrit sat og horfði á eftir þeim. Smátt og srnátt blossuðu (bálin meir og meir, og þá fór hún að hugsa um næturnar í Hollandi, sem alltaf voru dimmar, en hér norður fr.á var lítill munur dags og nætur urn þetta leyti árs. Hún sá tvö stór bál og vissi, að aninað þeirra höfðu bæjarbúar kynt, en Garparnir hitt, því að Jaeir voru út af fyr- ir sig. Það var snertuspölur á mill i þeirra, en það var engin hætta á, að þeir herskáu í báðum flokkum fyndust ekki áður en morgnaði og skildu aftur með blá augu og brotin nef — eða svo var það vant að vera. Sigbrit horfði ofan götuna; þar var eng- inn maður á ferð, en hundur og köttur voru að lámast þar lúphlegir, rétt eins og þeim leiddist fásinnið. Eins var um að litast hin- urn megin hafnarinnar. Þýzka bryggjan var alauð, og svo var fátt manna á konungsgarð- inum, að lítið hefði orðið um varnir, ef á hann hefði verið ráðizt. Sigbrit stóð upp og gekk með stafinn að nágrannahúsinu, þar sem gömul og lirum kona bjó. Hún barði að dyrum og kallaði, en enginn anzaði. Konan hafði farið með hinu fólkinu upp á fjall og vafalaust ekki þorað annað að ótta við galdranornirnar. Sigbrit hló að fávizku fólksins, gekk að fleiri liúsum, barði þar og kallaði, en var hvergi anzað. Svo fór hún aftur lieim að búð sinni og settist þar í blíðviðrimu. Ofan af fjallinu heyrðust óp og söngur og byssuskot við og við. Þegar hún var setzt, kom Þorsteinn skó- smiður aðvífandi, ljótur og bæklaður ná-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.