Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Síða 15
N. Kv.
ÓLAFUR í GRÓÐRARSTÖÐINNI
53
er ekki að öllu eins slæm eins oar söamrnar
o o
um hana tjá. Skáldið lætur hana segja:
„Ula segja ýtar mig.
Eg skal liata þá.
Aðeins bömin ómálga
elska Jóka má..
Þeim varð aldrei heift í hug,
hrein er þeiiTa sál,
þekkir ekki þessa heims
þyngsta vandamál.
Ungabörnin eru vís,
eklri verða flón.“
Það er hatur mannanna, sfem gerir J óku
slæma, en hún er ekki verri en það, að hún
elskar ómálga börnin. Hún, afturgangan, á
því í hugskoti sínu fræ kærleikans, er mun
leysa hana úr álagahjúpi afturgöngunnar.
Slik er lffsskoðun Olafs Jónssonar. Hann
trúir á mátt fræsins, mátt kærleikans, er
alls staðar sé að verki, jaifnvel í innstu
fylgsnum íorynja mannlífsins. í ljóðum
Olafs er mikið mannvit og heilbrigðar lífs-
skoðanir, og eg tel, að hann eigi sæti
allinnarlega á ljóðskáldabekk núlifandi ís-
lendinga.
Saga Ólafs, Orcefaglettur, er útilegu-
mannasaga frá fyrri tímum, og gerist uppi
á hálendi Islands. Ungur maður, sem rang-
lega hefúr verið sakaður um glæp, strýkur
og sezt að á gras-óasa norðan jökla. Hann
bvggir sér kofa í hraunjaðri, rænir fé úr
næstu afréttum sér til matar og til þess að
konia sér upp fjárstofni til þess að lifa af,
snarar fugla, grefur upp hvannarætur,
kveikir eld með stáli og tinnu og býr sér til
föt og rúmflet úr sauðargærum. Hann lifir
þar lífi liins frumstæða manns, en einveran
þjáir hann. Um haustið villist ung stiilka á
grasa.fjalli, verður á leið hans, og hann fer
með hana til kofa síns. Þegar liann verður
' ar \ ið óyndi liennar og að hún er köld og
afskiptalaus og lítur á hann sem afbrota-
mann, þá reynir hann að koma lienni aftur
01 byggða, en það mistekst, og dvelur hún
hjá honum í kofanum um veturinn. A að-
fangadagskvöld segir hann henni söguna
um orsökina til þess, að hann gerðist úti-
legumaður. Samt líður veturinn svo, að hún
er honum fráhverf, en urn vorið, þá bráðn-
ar klakahjúpurinn, og hún hverfur til hans.
Lífið verður þeim indælt ævintýri. Þau
reika um sumarið austur heiðar, njóta.hins
frjálsa l.í-fs í ríkum mæli og komast um
haustið í liollenzt skip, er þau sigla með til
útlanda. Inn í söguna tvinnar höfundurinn
náttúrulýsingum. Og er ekki tilgangur liöf-
undarins með sögu þessari, að kynna lesend-
um sínum landið norðan og norðaustan
Vatnajökuls? Hinn ungi útilegumaður og
unga stúlkan eru andar öræfanna. Astir
þeirra eru ást höfundarins á liinum óbyggðu
auðnum íslands. Þessi skáldsaga heyrir ekki
til nútíðartízku-bókmenntum. Hún er ó-
snortin af erlendum straumum, sem flætt
hafa inn yfir landið á seinustu tímum. Hún
er ósnortin á sama liátt og öræfi Islands eru
enn ósnortin af áhrifum erlendrar tækni-
menningar. Hún ber þess engin merki, að
liöfundurinn hafi lifað tvö veraldarstríð, lif-
að eina spilltustu öld mannkynsins. Sagan
tilheyrir ómenguðum rómantískum bók-
menntum. Hún er eins og hreint og ómeng-
að lindarvatn. En þær bókmenntir lifa
lengst, sem ekki eru tízkubókmenntir, en
geyma sígildan skilning á mannMfinu og til-
verunni og ttdka sígilda fegurð. Eg vil
hvetja sem flesta til þess að lesa bækur Ólafs
Jónssonar. í þeim er lieilnæmt andrúmsloft
og sólarbirta, enda kemst hann svo að orði
í einu kvæði sínu:
„Sál mína baða eg í ljóssins öldum."
Það mun og hann vilja, að allir lesendur
sínir geri.
Þ. M. J.