Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Blaðsíða 21
N. Kv. OLDUKAST 59 eyru. En yður er óhætt að trúa því að eg er alvarlega \eik. Eg má eigi á hljóðfæri snerta og á á liættu að allir nemendur mínir fari frá mér, fái eg ekki bót meina minna." „Svo að þér getið talað um a 1 1 a nem- endur yðar?“ ,,)á, auðvitað um alla þá er hjá mér hafa tilsögn fengið, en þar með er eigi sagt að j)eir séu mjög margir, j)\ í að bærinn okkar er enn minni en ykkar.“ — Hún leit út um opnar dyrnar á svölunum út yfir bæinn, er lá í hvirfing umhverfis víkurbotninn og skein kvöldsólin á liúsaþyrpinguna. ,,En bærinn yðar er máske ekki eins fall- egur og viðfelldinn eins og bærinn okkar?“ mælti frú Bloch. ,,Nei, ekki nærri eins fallegur. Hann er kiettum luktur og útsýnið því allt annað en fagurt." Frú Bloch mátti eigi heyra hana fara held- ur niðrandi orðum um fæðingarbæinn sinn og vék því að öðru efni. „Eigið Jrér enn foreldra á Iífi?“ „Faðir minn er dáinn fyrir mörgum árunr og bræður mínir eru tvístraðir hingað og Jrangað, svo að eg er alein heima hjá móður minni. — Nú finnst mér stofan veltast til og frá, eins og eg stæði á þilfarinu á gufuskip- inu. Hún stóð skjótlega upp frá borðinu. „Máske þér viljið halla yður út af í legu- bekkinn?" mælti frúin. „Það er enga stund verið að búa um yður í honum og svo höfum við lágt um okkur, svo að þér getið notið \ærðar.“ „Þakka yður fyrir — en eg held að eg hafi betra af að fara út og rétta mig dálítið upp.“ , „Já. eg skal fara með yður niður í garð- inn,“ greip nú Holgeir ákafur 'fram í. „Hafið Jrið ótakmarkaðan aðgang að jress- um ljómandi fagra garði?“ spurði ungfrú Kruse. ,.já, konan. sem leigir okkur og garðinn, er svo frjálslynd og greiðvikin, að hún hefur heimilað okkur aðgang að honum eftir vild; en þið megið ekki snerta við neinu í hon- um, né spora liann mikið." „Og finnst þér, góða íöðursystir, svona bann bera mjög vott um frjálslyndi?" spurði Holgeir hlæjandi. „Ætlið jrér ekki að koma með okkur, ung- frú Margrét?" spurði ungfrú Kruse. „Nei, eg ætla að vera inni hjá mömmu.“ „Nei, Magga mín, farðu með þeirn, Jrú hefur gaman af Jwí.“ „Eg er ekki nærri Jrví búin að lesa undir morgundaginn/ ‘hélt Margrét áfram. Hún hélt að enn yrði máske að henni lagt með að fara með Jreim niður í garðinn, en af því varð þó eigi. Þau ungfrú Kruse og Holgeir fóru þegar út og hún var ein eltir hjá móður sinni. Margrét flýtti sér að taka af borðinu. — „Heldurðu að hún verði liér lengi, mamma?" spurði hin unga mær allt í einu. „Það fer sennilega nokkuð eftir Jdví, hvort eða hve fljótt henni batnar. Geðjast þér ekki að henni, Magga mín?“ „Svona rétt í meðallagi! Hún hefur nokk- uð svipuð áhrif á mig eins og þessi mikil- fenglegi hljóðfærasláttur, sem við heyrðum á leikhúsinu í Kristjaníu. Hann hálfærði mig og eg naut hans Jrví ekki.“ „Mér finnst eg þegar skilja hana ofur vel,“ svaraði frúin; „hún er ungog fögur og. skoðar lífið máske heldur mikið frá þess bjartari hliðufn; hefur líklega verið dekrað nógu mikið við hana í uppvextinum — auð- vitað vanin á að koma kurteislega fram, en gæti verið, eða mætti vera nokkuð hæversk- ari og stil'ltari í framgöngu. En Jrað er ekki okkar að rannsaka hjörtun og nýrun, og skeð getur að hún eigi sé öll Jrar sem hún er séð.“ „Hún verður hér sennilega að minnsta kosti í sex vikur, og þá er komið fram í ágústmánuð og uppskeran byrjuð.“ „En góða Magga mín, við skulurn ekkert láta hana trufla okkar daglega líf og sýslan- ir, en njóta Jress með henni eða án hennar, 8*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.