Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Side 22
60
OLDUKAST
N. Kv.
eftir því sem verkast vill. Hún verður alltaf
við baðið. °n við höldum okkur lieima eins
og vant er.“
„Þarna skutust þau nú inn í laufskálann,"
mælti Margrét.
„Og þar inni cr blómanganir alit of mikil
og óholl," anzaði frúin. „Hlauptu niður til
þeirra
„Æ, nei, góða mamma, lofum þeim að
vera sjálfráðum! Eg er líka svo þreytt í
kvöld og ekki með sjálfri mér.“
„Þú ert: að gráta?" mælti frúin og brá
nokkuð.
„Nei, eg er ekki að gráta, en mér er svo
ómótt af hita og svo. ... Eg á eftir að læra
svo rnikið."
„Þú ferð snemma á fætur í fyrramálið."
„Þarna koma þau!“ — Margrét leit út og
sá Jrau koma upp riðið.
„Berðu þá inn kryddbrauð og vín og láttu
Jjað vera af góða portvíninu."
„Portvíninu, sem Jrú átt að drekka þér til
heilsubótar?"
„ Já, eg get fengið meira af því hvenær
sem eg bið um það.“
„En þú biður aldrei um meira af því,
elsku, hjartans mamma mín!“
„Vertu nú hlýðin og góð dóttir!" mælti
frúin blíðlega og klappaði alúðlega á kinn-
ina á dóttur sinni.
„Þú ert sú einasta manneskja, sem eg
verulega ann í allri veröldinni!" svaraði
Margrét í ákafri geðshræringu.
„Þetta máttu ómögulega láta þér um
munn fara, elsku Magga mín,“ anzaði frúin
og mátti sjá að henni þótti talsvert.
„En hvað guðdómlega fagurt er þarna
niðri í garðinum!" hrópaði ungfrú Kruse,
„og hvíiík unun má Jiað vera yður, ungfrú
Bloch, að mega sitja Jiar og sökkva yður nið-
ur í ýmis konar draumóra."
„Eg kann nú samt betur við míg fyrir ut-
an grindurnar, t. d. niður við ströndina og
horfa á öldurnar skella og springa á klett-
unum; það er svo miklu stórfelldara og til-
komumeira," svaraði Magga.
„Þú ert nú svoddan fjörkálfur! tók
Holgeir fram í og lagði hendurnar á axlir
fóstursystur sinnar.
„En annars ver eg öllum stundum til lest-
urs í seinni tíð,“ hélt hún áfram.
„Vesalings Magga, þú ert auðvitað að búa
Jiig undir prófið," svaraði Holgeir brosandi.
„Annars á mikill lestur víst fremur illa við
Þi g-“
„Af hverju dregur þú það, góði Holgeir?-'
spurði frá Bloch. „Margrét er þó vanalega
með Jieim efstu í sínum bekk.“
„Já, eg veit það ,en það á hún iðni sinni
og ástundun að þakka, og víst er hún
hneigðari fyrir hússtörfin."
„Já, eg Jiarf svo oft á henni að halda mér
til hjálpar og þess vegna á hún það hjá sér
að geta einnig verið umsýslusöm innan-
húss,“ svaraði frúin alvörugefin.
„Hitn er þá svona fjölhæf; Jiað er munur
eða eg, sem er svo löt og klaufaleg við öll
innanhússstörf og vil helzt á engu snerta
nema hljóðfæraslætti.“ tók nti ungfrú
Kruse fram í.
,,Já, en um yður er nokkuð öðru máli að
gegna; þér eruð þeirri listagáfu gædd, að
fást við söng og hljóðfæraslátt,” mælti Hol-
geir og horfði með óblandinni undrun og
aðdáun á ungfrúna.
Margrét setti bakkann á borðið og heyrði
um leið fagurmælin um listgáfuna; hún
fann vel, að hér var henni stungin sneið, því
að hún var ekkert fyrir söng og hljóðfæra-
slátt gefin.
„Viltu gera svo vel og skenkja á glösin,
Holgeir?" mælti hún þurrlega.
„Svo bjóðum við yðttr velkomna, ungfrú
Kruse,“ sagði frúin. „Það færi betur að þér
nii fengjuð bót meina yðar hér hjá okkur.'
„Þakka yður kærlega fyrir óskina; eg vona
fastlega að svo verði." Og hin unga mær
brosti svo, að markaði fyrir spékoppunum í