Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Side 24

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Side 24
62 OLDUKAST N. Kv. ,,Já, en enginn skyldi vera svo auðtrúa, að láta aðra fara svona með sig í gönur,“ tók nú ungfrú Kruse til máls, og var þó nokkur hrokahreimur í röddinni. „Það getur nú vel verið satt, en von- brigðin svíða engu minna fyrir það. Annars er það um Janne að segja, að hún er he/.ta og vandaðasta st.úlka.“ ,.Þú liælir nú æfinlega öllum, góða frænka. Allir hinr betri eiginleikar og kostir geta aldrei verið svo djúpt grafnir í sálu eða lijarta nokkurs manns, karls eða konu, að þú eigi hafir lag á og góðan vilja til að draga þá fram í dagsbirtuna, svo að þú getir heldur lofað en lastað. — F.n hvað varð af Möggu?“ op „Hún er farin að lesa undir morgundag- inn.“ „Vi'ltu að eg lesi með þér, Magga?“ kall- aði Holgeir inn urn dyrnar til hennar. „Nei, þakka þér fyrir, um það er eg ein- fær.“ ,,Þú veizt að mér er ánægja að hjálpa þér.“ Margrét skellti dyrunum í lás. — „Það fer bezt á því að hann sitji þarna inni hjá ,Iist- gáfu-gæddu ungfrúnni‘,“ tautaði hún við sjálfa sig og las nú frakknesku málfræðina sína í látlausri skorpu. Hún bókstaflega barði óreglulegu sagnirnar inn í höfuðið á sér. Hún skyldi sannarlega ryðja sér braut, 'koma ár sinni þannig fyrir borð, að henni áskotnaðist nægilegt fé til jress, að geta hjálpað og stutt elskulegu, trúföstu mömmu sína — þessa einustu veru á jarðríki, sem henni þótti vænt um og sem þótti vænt um hana. — Nú var farið að hátta, og öll fundu þau hvert í sínu lagi, að einhver breyting var að verða á fyrri lifnaðarháttum þeirra. II. Ungfrú Kruse var nú búin að vera þarna við baðið tvær vikur, og því töluvert farin að kynnast lífinu joar og öðrum gestum, er jrar sölnuðust saman. Og enginn sá, karl eða kona, settist. þar að borðum í hinum rúm- góða borðsal, að hún eigi væri búin að kom- ast eftir aldri hans, stöðu og ætt fyrir löngu og kom jtað j)ó eigi til af því, að hún gæfi sig svo mjög við jreim eða gerði sér neitt far um að kynnast þeim nánar, því henni fannst þeir flestir í sannleika hálf leiðinlegir. Ekki jók |)að heldur ;i ánægju hennar, að miklu fleiri voru eldri konur ])ar saman komnar en henni geðjaðist að, og margar þeirra, sem og hinna eldri karlmanna, voru svo veikar, eða })jáðust af ýmsum kvillum, að })að dró úr því fjöri og margbreytni í lífi og lifnaðarháttum, sem hún hafði gert sér s\ro glæsilegar vonir um. Skjótt þótti hún bera langt af öllum öðrum konum við baðið að fegurð og yndisþokka, og dekruðu J)ví flestir við hana og báru á höndum sér, en af þessu varð hún svo upp með sér, að hún kunni sér ekkert hóf. Hvað skyldi hún svo sem gefa sig að öðrum eins mönnum eins og feita vínbjóðnum, senr alltaif stóð á öndinni af hósta og brjóstþyngslum, eða hinum föla, l)lóðlitla tímakennara, eða úttaugaða stjórn- ardeildarritaranum, eða hinum taugaveikl- aða vísindagrúskara? Nei, hún hafði nú meiri óbeit en svo á langvarandi lungna- kvefi, lungnatæringu, taugaveiki, hjartveiki og liðagigt, að hún færi að gefa sig að þeim brjóstumkennanlegu vesalingum, er þjáð- ust af svo viðbjóðslegum kvillum. Hennar mesta unun var að glensa og gálast í ofsa- kæti við tvo unga stúdenta, félaga og kunn- ingja Holgeirs Smitbs, er nutu sumarleyfis- ins þarna við baðið. Hún sat nú allan fyrri hluta dagsins hjá })eim úti á veröndinni og voru þau í félagi að taka ráð sín saman um, hvernig þau verja skyldu síðari hluta dags- ins, hvort })au ættu að meta meira, að bregða sér út á skemmtisiglingu, eða fara eitthvað á landi. Líklega tækju þó fleiri J)átt í ferðinni, ef um ferð á landi væri að ræða, því að jæssi örkumlalýður og uppgjafadátar væru víst ekki mjög hneigðir fyrir sjóferðir. „En hvernig stendur á ])ví, að þér leggið ekkert til þessa máls, ungfrú Kruse, en stein- þegið?“ spurði annar stúdentinn um leið og

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.