Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Síða 28
G6
i
OLDUKAST
N. Kv.
Hann gekk. liratt lieim á leið og veifaði
stafnum sínum í kringum sig, eins og til að
fullvissa sig um að hann væri vakandi. Hatt-
inn tók hann ofan og gekk lengi með liann í
hendinni. Svo lokaði hann augunum, til
J>ess að reyna að losna \ ið ofsjónir þær og
hillingar, sem svifu fyrir sálarsjónum hans.
Ungfrú Kruse lét ökumanninn aka hring-
inn í kringum landareignina, fram hjá
skemmtigarðinum, er alskipaður var eld-
gömlum, risavöxnum trjám meðfram skugg-
sælum gangstígum, og fram hjá aldingarðin-
um, alsettum vermireitum, laufskálum, gos-
hrunnum, iðgrænum grassléttum, rósarunn-
um og gróðurhúsum. Svo var ekið í gegnum
og meðfram blómlegum ökrum og angandi
smárabreiðum. Allt bar þetta, er þarna
mætti auganu, vot t um, að iðnar og atorku-
samar hendur höfðu fjallað þar um kynslóð
eftir kynslóð og ekkert til sparað, að gera
þessa jarðnesku paradís sem allra yndisleg-
asta.
„Hér er útsýnið bezt og víðsýnið mest,“
sagði ökumaður og nam staðar.
Það \ar líka orð að sönnu. Það var fögur
sjón og tilkomumikil að horfa heim á höf-
uðbóíið; sólin skein á framhlið hinnar risa-
vöxnu byggingar, sem til var að sjá sem dýr-
legasta konungshöll. Eða þá útsýnið út yfir
hið víðáttumikla haf, vfir öli nes og odda.
í fjarska hyllti undir eyjar, hólma og sker.
„Bíðið dálítið lengur við!“ sagði ungfrú
Kruse, ef ökumaðurinn tók í taumana og
bjóst að halda áfram. Hún ætlaði aldrei að
fá nóg af að horfa á allt þetta, er l'yrir augun
bar. Hana langaði til bókstaflega að múra
þá fögru, mikilfenglegu sjón inn í sálu sína,
til jress aldrei, aldrei að sleppa henni þaðan
af.tur.
I.oftið titraði í sólskininu, býflugan suð-
aði, fiðrildin flögruðu í loftinu og settust á
stráin; lausaskýin sxifu um bláan himin-
geiminn og öldurnar brotnuðu við þver-
hnípta klettana meðfram ströndinni.
III.
„Þau Jjreyta þig þessi daglegu böð, Karle-
bas; heldurðu ekki að nóg væri að sækja J>au
annan hvorn dag?“
o
„Lorentze Gran, systir Karls Grans,
beindi þessari spurningu að bróður sínum
einu sinni, er hún sat með prjóna sína fyrir
framan garðherbergisdyrnar á Karlsro.
Hann stóð skyndilega upp úr legubekkn-
um, sem hann hafði legið hálf dreymandi í
og horft tit yfir héraðið frá og svaraði: „Eg
hlýt að fara eftir fyrirskipunum læknisins,
góða Rentze, „og eg l'inn einnig að eg er orð-
inn að allt öðrum manni.“
„Já, Jrað er satt, þii verður með degi hverj-
um fámálli og meira utan við þig en áður.
T. d. hefur þti í dag alveg gleymt að ganga
]>ér eitthxað til hressingar. Komdu nú, við
skulum rétta okkur upp og ganga út á túnið
til siáttumannanna."
„Eg var einmitt að hugsa um að bregða
mér til Itennar frú Bloch og vita hvernig
henni líður; hún er nú svo lasin með degi
hverjum."
„Já, J>að ættirðu að gera! Eg hef ekki held-
ur heyrt neitt: um hvernig Margréti gekk við
prófið. Holgeir er víst heirna um Jtessar
mundir — viltu ekki bjóða Jreim að borða
með okkur á sunnudaginn kemur?“
„Þau hafa baðgest í sumar," svaiaði
Gran, um leið og hann sneri sér úndan.
„Já, en við förum ekki að bjóða honurn
alveg ókunnugum."
„Það er ung stúlka, og frú Bloch þætti
sennilega vænt um, ef \ ið biðum henni tneð
þeim mæðgum."
„Jæja, þá |>að; en annars er æfinlega eitt-
hvað jrvingandi við Jrað, að hafa alókunn-
uga í boði sínu með gömlum og reyndum
kunningju,m.“
„Vertm sæl, Rentze!" — Hann leiddi hjá
sér að svara og fór.
Rentze lagði prjónana í kjöltu sína, lét
brýr síga og hristi höfuðið. — Hvað gengur
að honum? Hann er ekki með sjálfum sér?