Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Qupperneq 31
N. Kv.
OLDUKAST
69
lmga soriar síns á öllu slíku, þá var hinn
ungi maður eins „\iðutan“ og' hjárænuleg-
ur eins og áður. Til að skoða söfn, fara á
samsöngva eða í leikhúsin, vanst gamla
manninum aldrei tími á þessum ferðum
sínum.
hegar Karl var fullra 24 ára að aldri dó
faðir lians og \ar þá s\ro sem sjálfsagt að
hinn ungi maður tæki við óðalseigninni.
Hans fyrsta verk til umbóta, er hann var tek-
inn \ið stjórninni, var að létta ýmsum á-
lögum og skyldukvöðum á landsetum sín-
um. U.m það, að hrúgasaman auðæfum, eins
og móðir hans sál. hafði látið sér svo annt
um, ogfaðir hans einnig liafði reynt að inn-
ræta honum, hugsaði hann ekkert. Hann
fann til þess, að á honum hvíldi þung á-
byrgð og honum l’annst liann vera siðferð-
islega skyldugur til að verja auði sínurn
þannig, að aðrir nytu góðs af; það eina eftir-
sóknarverða við auðinn væri það að liann
gerði mannnn færan um að bæta kjör ann-
ara. Þessi göfuglynda skoðun var hinum
unga manni svo meðfædd, að segja mátti að
hann hefði þegið hana í vöggugjöf. Hið
einasta sem hann sjálfur hafði gaman af að
evða fé í, var að auka bókasafn sitt að fræsr-
um og dýrum verkum og skreyta salina
heima hjá sér með ýmiskonar innlendum
og útlendum, frægum málverkum, er kost-
uðu ofifjár. En þrátt lyrir, eða öllu heldur
vegna þessarar viturlegu tilslökunarsemi og
mannúðlegu mildi \ ið lanclsetana, tók óðal-
ið miklum og góðum framförum undir
stjórn hins unga stóreignamanns, enda var
síður en svo, að hann sýndi tómlæti eða af-
skiptaleysi í stjórn sinni og framkomu allri,
þvert á móti. Hann var röggsamur, ötull
og ráðsnjall, er á þurfti að halda og Jdví \’ar
að skipta.
Þeim systkinum jaótti innilega vænt
hvoru um annað; en Jrað \ ar svo einkenni-
legt við sambúðina, að allt sýndist miklu
fremur benda á, að Lorentze væri móðir
hans, en systir og virtist Iiann una því full-
vel, og enginn sonur getur reynst móður
sinni hlýðnari og þjálli, en ungi Gran þess-
ari heittelskuðu eldri systur sinni. Stund-
um tók nit Lórentze að verða alvarlega
hugsandi um það, að bróðir hennar eigi
skyldi fara að hyggja á kvonfang. Hann
var þó kominn á þann aldur, og það var ó-
sjaldan, að hún vék að því tali við bróður
sinn. Hún var þá vön að þylja upp nafna-
skrá allra helztu gjafvaxta meyja bæjarins,
því ekki átti nú að velja honum konu af
lakari endanum, og var hún þá fyrst í ess-
inu sínu, er hún fór að lýsa fyrir honum
kostum þeirra og fágætu eiginleikum.
„Það má una við vitnisburðinn, sem þú
gefur þeim, Rentze,“ svaraði Gran bros-
andi, „og víst máttu vera farin að kynnast
þeim vel til þess að geta tileinkað þeim alla
þessa frábæru kosti og miklu eiginleika."
„En það virðist eigi ætla að hafa nein
uppörvandi áhrif á hjarta joitt.“
„Nei, jaað lætur ekki leiðast af neinum
fortölum, Rentze-mamma."
„En þú verður’þó að hugsa dálítið um
óðalssetrið þitt, Karlebar."
„Við erum tvö ein fær um að stjórna því
fyrst um sinn. Hvers vegna langar þig svo
mjög til að láta bola þér frá, Rentze-
mamma?"
„En hver á svo að taka við, er við erum
bæði frá?“
„Nýjar hendur — nýr kraftur. Hér þarf
á því að halda, eigi eigninni vel að vera
haldið við.“
„Þér þykir þó \ íst vænt um óðalssetrið
þitt, Karl?“
„fá, en ekki þó svo, að jrað l jötri mig við
þetta Iíf.“
Hún gat ekkert við hann átt í þessu efni.
En er luín vissi sig hafa gert skyldu sína og
heldur kvatt hann en latt, þá var þó sem
þungu fargi væri af henni létt, og með sjálfri
sér j\ótti lrenni í öðru innilega vænt um,
að hann daufheyrðist við öllum uppástung-
um af jDessu tagi. — Að hugsa sér mágkonu,