Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Síða 36
N. Kv
Garl Ewald:
Dyveke.
Saga frá byrjun 16. aldar.
jónas J. Rafnar þýddi.
Framhald.
21. kap. Stjörnuspámaðurinn.
Esge Bilde íékk Hagenskógariiöll og lén
á Fjóni, og Torben Oxe varð hallarstjóri og
Iénsmaður yfir Kaupmannahafnar-léni.
Hann byrjaði á því að víkja Hans Faaborg
frá, en ritarinn fór til konungs og bar sig
svo illa, að hans náð kom honum aftur í
stöðuna.
„Hann er skálkur," sagði Torben Oxe;
„yðar náð mun sjá eftir góðseminni við
hann.“
„Standið hann þá að skálkapörunum,"
svaraði konungur, „hann er yður undirgef-
inn. Hann bar sig svo aumlega, að mér rann
það til rifja.“
Kristján konungur hafði líka aðra á-
stæðu, sem hann sagði ekki hallarstjóran-
um, og hún var sú, að Hans Faaborg hafði
tekizt að koma sér í mjúkinn lijá þeim
mæðgum, Sigbritu og Dyveke.
I>ótt honum væri svona illa tekið í fyrstu,
kom hann aftur daginn e.ftir og oft síðan
02 serði mæðg'unum margs konar greiða.
O O O e> 1 ’
Brátt liafði hann fengið þef ai því, hve
mikils Sigbrit mátti sín hjá konungi, og
hann bar lienni fljótt og greinilega allar
þær fregnir, sem hún spurði hann um. Hún
fann, að hann var nothæfur, og' sagði kon-
ungi það.
„]á,“ mælti konungur, „eg lief oft haft
ganran af masinu í honum, en þér skuluð
varast að treysta því um of, því að þrír
fjórðuhlutar af því er lygi og óhróður."
„Nú.“ svaraði hún, „eg veit ekki betur
en að slíkur maður eigi heima við konungs-
hirð, og liann er ekki verri en aðrir.“
Hans Faaborg hjáipaði Dvveke í epla-
garðinum. Hana iangaði til að eiga rósareit
eins og í Osló, og hann útvegaði henni fail-
ega runna, setti þá niður á sólríku svæði og
lézt hafa allan hug á verkinu. Hann útveg-
aði henni líka stórt búr lianda dúfunum,
sem hún hafði ekki þorað að sleppa lausum,
því að hún var hrædd um, að þær hyrfu út í
buskann. Hann gat staðið hjá henni og gert
gælur við dúfurnar og þótzt vera eins barns-
legur í sál og Dyveke sjálf, og þegar þau fóru
að \erða málkunnug, kvartaði liann unr
þungbært hlutskipti sitt í lífinu; hann væri
af lágum stigum og því lágt settur, svo að
hann gæti aldrei verið í l'lokki með hinuin
dramlátu ogþóttafullu aðalsmönnum. Lang
nrest kvartaði hann undan Torben Oxe. Þar
bárust orð hans í rétt eyru, því að Dyveke
gat aldrei fyrirgelið þessum unga aðals-
manni, hve dónalega hann hafði hegðað
sér fyrsta daginn á nýja lreimilinu hennar.
Torben kom þangað seint og snemma,
stundum í fylgd með konungi, stundum
einn. Hann hneigði sig djúpt fyrir Sigbritu
og snoturlega fyrir Dyveke, horfði ;i hana
ástþrungnum augttm og andvarpaði við.
Oft hafði hann lút sinn með sér og stytti
þeim stundirna rmeð stuttum frönskum
sönglögum, sem hann flutti framúrskar-
andi vel. Honum tókst líka að heilla Edle