Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Síða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Síða 40
78 DYVEKE N. Kv. 22. liaj). Diðrik Slaghök í Briissel. Sumarið leið, haustið og veturinn, og það voraði aftur. A liverju kvöldi reið Kristján konungur til Hvíteyrar, þegar líann var ekki á ferða- lögtim um ríki sín, og þetta ár ferðaðist hann lítið. Nóg var að starfa í Kaupmanna- höfn til undirbúnings krýningunni, sem fram átti að fara II. dag júnímánaðar á Jrrenningarhátíð, en sama dag átti Mogens Gjöe að kvænast Elfsaibetu af Burgund í Brússel, fyrir liönd konungs síns. Erlendir þjóðhöfðingjar og aðalsmenn þyrptust til borgarinnar, svo að Jrar varð næsta þröngt, þar sem líka allflestir aðals- menn ríkisins og frúr Jaeirra sóttu krýning- una. Þar voru líka sendiherrar frá Hansa- stöðunum, sem aldrei létu á sér standa, þótt þeir vissu í iiina röndina, að þeir ættu lítils góðs að vænta af konungs hálfu. Þangað fcomu og sendimenn frá Svíþjóð, þar sem Kristján konungur hafði enn eigi verið kjör- inn, en allt fór þar friðsamlega fram, þótt óeirnir aðalsmenn byggju sig til styrjaldar móti hans náð, Jregar hann réðist í að taka þetta þriðja ríki sitt herskildi. Hans Faaborg hafði stillt svo til, að Dy- veke liafði fengið sæti í Frúarkirkju á af- viknum stað, þaðan sem hún, ásamt Edle, gat séð krýningarathöfnina. Edle gat ekki á sér setið, þegar hún sá alla dýrðina. Hún bent.i á gullfjallaða rósasilkið og allt pellið og slæðurnar, sem kirkjan var tjölduð með; en Hans Faaborg gat frætt hana um, hvaða aðalsmenn og frúr það væru, sem smátt og srnátt fylltu kirkjuna. Öðru hvoru fór hún að brynna músum yfir því að vera eins og hornreka á afviknum stað, en ekki meðal fjöldans. „Ef faðir minn hefði farið með mér hing- að, þá hefði eg fengið sæti hjá hinum,“ mælti hún. „Hver veit, hvaða riddari hefði þá leitt mig út úr kirkjunni? Ef til viil hefði herra Torben gert það sjálfur. Og í kvöld, þegar dansað verður í höllinni. . . . æ, Dy- veke, þá verðum við að ríða í myrkrinu heim til Hvíteyrar, kúra í bólunum okkar og gráta dapurlegt hlutskipti okkar í líf- inú.“ Dyveke svaraði henni engu. Hún tók ekki el'tir neinu nema konunginum, sem stóð fyr- ir framan háaitarið í allri dýrð sinni. Aldrei hafði henni vim hann eins fagur og voldug- ur. Hann las hárri röddu eiðstafinn, sem hann sór stjórnskipun ríkisins. Hann beindí arnaraugum sínum víðs vegar um kirkjuna, og tvívegis virtist Dyveke hann líta til sín. Síðan hljómaði sálmurinn um kirkjuna. Erkibiskupinn smurði konung með vígðri díu milli herðanna og á hægra handlegg. Þá var skikkjan lögð yfir herðar hans. Erki- biskupinn og ríkisráðsherrarnir settu kór- ónuna á höfuð hans, gyrtu hann sverðinu og réttu honum veldissprotann og epiið.. Tár komu í augu Dyveke, og hún bað innilega fyrir heill og hamingju konungs síns. Þeir, sem náiægt henni sátu, fóru að gefa henni gætur vegna þess, hve mjög hún komst við, og hún dró slæðuna fyrir and- litið. Edle setti ofan í við hana fyrir þetta. „Hvað ert Jrú að fara í felur,“ mælti hún; „víst ertu ástmær hans náðar og í dag hefði átt að smyrja þig og krýna við hlið hans.“ Hans Faaborg þaggaði niður í henni, en menn höfðu heyrt, hvað hún sagði, og fóru að benda á þær. „Líttu á — líttu á Jaarna. . . . Jsað er hollenzka kvensan.... frillan konungsins," sögðu Jaeir og færðu sig nær þeim. Dyveke varð skelkuð, og það fór að fara um Hans Faaborg. Svo lutu þau aftur fram yfir pallstúkuna og störðu niður í kirkjuna, því að konungur var að slá sex aðalsmenn til riddara, og þegar hann fetaði fram kirkjugólfið, ásamt prúðbúnu fylgdarliðí sínu, sætti 'Hans Faaborg lagi, skaut stúlk- ur.um út um hliðardyr og bað þær að ríða

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.