Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Qupperneq 41

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Qupperneq 41
N. Kv. DYVEKE 79 hið skjótasta til Hvíteyrar, til þess að lenda ekki í troðningnum eða verða fyrir óskunda. .,Svo megið þér ekki segja hans náð, að eg hafi hjálpað yður hingað, frú Dyveke,“ mælti ritarinn, „honum mundi ef til vill þykja jrað miður.“ hegar þær voru komnar út á konungs- garðinn, fór Dyveke inn í herbergi sitt. Hún hafði gleymt því, sem sagt hafði verið um hana og hugsaði eingöngu um konunginn. Henni þótti vænt um að hafa séð hann í dýrð sinni, en fyrir sjálfa sig krafðist hún einskis. Masið í Edle gat hún ekki af borið, en það gat Sigbrit Willums. Hún þaul- spurði Edle um allt, sem hún hafði séð, og hún æsti upp í henni gremjuna y.fir því, að hún hafði ekki fengið að vera í hópnum, og var vel skemmt, þegar hún fór að brynna músum og slá höndum saman í öngum sín- um. Hún skeit út aðaismennina, sem Edle var að segja henni frá, gerði gabb að konum þeirra og hæddist að vegsemd þeirra og sið- gæði. Þetta kvöld sagði hún Edle margar ljótar sögur. Það var rétt eins og hún væri að hefna sín fyrir það. að hún hafði ekki verið þarna meðal stórmenna ríkisins, þar sem hún hei'ði bezt kunnað \ið sig. Hún talaði líka svo hvatskeytlega í garð konungs, að Edle fór ekki að verða um sel; en morg- uninn eftir var hún eins og hún átti að sér, og þegar Edle fór að ympra aftur á því, sem þær höfðu verið að masa um kvöldið áður, lézt Sigbrit ekkert skiija, við hvað hún ætti, húðskammaði liana og rak hana í vefstólinn. Þrem vikurn síðar komu boð og bréf frá Diðrik Slaghök, sem Sigbrit hafði komið með í brúðarfylgdina. Það hafði gengið treglega, því að sendiherrunum þremur fannst lítið stáss að konungsritaranum; en hans náð hafði fengið því framgengt, og Diðrik gerði sitt til að koma sér vel, og þó sérstaklega við Mogens Gjöe. Hann skrifaði nú. að þeir hefðu hitt keisarann í Lier og lokið samningum, þótt nokkurrar misklíðar hafi gætt. Lá við að allt strandaði á ráðherr- um keisarans, sem áttu að fá fimm þúsund gyllini fyrir milligöngu sína. Mogens Gjöe hafði að vísu ekkert við það að athuga, en ráðherrarnir kröfðust peninganna út í hönd, og herra Mogens vildi greiða þá á gjalddaga, þegar samningar hefðu tekizt með góðum lyktum. Sigbrit hló, þegar hún las þetta, og hún hló enn meir að frásögn systursonar síns um hátíðahöldin í Brússel, enda var hún bæði fyndin og illkvittin. „Ohætt er að segja, kæra frænka, að dönsku aðalsmennirnir urðu aðængu í sam- anburði við þá búrgunzku," skrifaði hann. „Auminginn eg, sem hef eigrað um þarna í Kaupmannahöfn og talið herra Mogens Gjöe vera einn hinn fegursta og bezt dubb- aða herramann hér á jörðu — og svo verð eg, ríki og löndum lians náðar til háðungar, að viðurkenna, að hann komst ekki hálfkvisti \ ið Horn greifa, sem reið í skrúðfylgdinni hjá herra Albert Ravensborg og glitraði eins og paradísarfugl við hliðina á aumri og vesalli kráku. Annars var herra Mogens, sem átti að leika brúð°rumann, í broddi hersino-- arinnar og hafði Jóhann Saxlandshertoga við hlið sér; hann er vitur og voldugur höfð- ingi, þótt hann beri það engan veginn með sér. Næstur var Slésvíkur-biskupinn, sem hafði mælt svo fagurlega á latínu við keis- arann í Lier, að enginn okkar gat vatni hald- ið. Hann reið með markgreifanum af Brandenburg. Og á eftir þeim var slíkur grtii aðalsmanna, að eg hef aldrei séð annan eins. Eg verð að játa, að eg tékk svo rnikla glýju í augun af öllu skrautinu, að eg tók ekki eftir surnu af því, sem þér báðuð mig að gefa gætur að. En af því að þér vitið, að mér þykir mikið varið í falleg föt og þér haf- ið gert gys að mér fyrir það, þá fyrirgefið þér mér það. Eg tók líka vel eftir nýjasta sniði á buxum og kápum, sem nú tíðkast hér á Flandri, og þér megið bölva yður upp á. að eg skal gera fólk hissa í Kaupmanna-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.