Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Blaðsíða 43
N. Kv. DYVEKE 81 ósleitilega, að hann hefur legið veikur síðan og ekki getað tekið þátt í hátíðahöldunum dagana á eftir. Þegar klukkan sló tvö, var brúðurin ieidd í brúðarher.bergið og lögð í brúðhjónasængina, og skömmu síðar komu þeir furstarnir og tignustu herrarnir með herra Mogens Gjöe í eftirdragi. Þeir losL'ðu eitthvað lítið eitt. um föt hans og iögðu hanrt við hlið prinsessunnar. Að svo miklu leyti tækti hann skyldtu hans náðar, en ekki heldur meir, því að þá reis hann aft- ur á fætur, hneigði sig hæversklega og fór. Þannig lyktaði því dagsverkinu. Daginn eftir hvíldumst við, og svo var aftur skemmt sér í tvo daga. Á þriðja degi skrifa eg þetta bréf, og nú erum við í þann veginn að leggja af stað. Frænka má reiða sig á, að þótt margt hafi mér fyrir augu bor- ið, þá hef eg ekki gleymt erindinu. Eg get frætt yður á því, að hér við hirðina hef eg ekki orðið þess var, að nokkur viti neitt um Dyveke litlu. Hins vegar má reiða sig á, að þegar drottningin er komin heim, berast kveinstafir og kærur frá hirðinni hér, ef hans náð rækir ástir sínar við Dyveke fram- vegis, því að ríkisstýran er mjög siðavönd og auk þess komin spölkorn fram úr blórna- aldrinum, svo að siðavendnin skartar henni því betur; allir gera sér líka að skyldu að hræsna dátt fyrir henni. Ef þér viljið því taka ráð í tíma, þá mun það vera hollast yð- ur og Dyveke og um leið yðar bljúga og auð- mjúka systursyni Diðriki Slaghök." 23. kap. Erfiðir dagar. Kristján konungur sat hjá Dyveke á kon- ungsgarðinum á Hvíteyri. Það var að vetri til, og eldurinn skíðlogaði á arni; frost var úti og stormur, og þau heyrðu gnýinn í öld- unnm, þegar þær brutu ísskæninginn og viirpuðu ruðningnum upp í fjöruna. ..Dagarnir líða,“ mælti konungur, „og jafnskjótt sem vorar, verða skipin búin til siglingar og send til Hollands eftir Elísabetu af Búrgund. U.m Jónsmessuleyti á að halda brúðkaupið, og æðimargir konungbornir lierrar liafa boðað komu sína; en þú leikur við hvern þinn fingur eins og þetta komi þér ekkert við.“ „Því ætti eg ekki að leika við hvern minn fingur?“ svaraði Dyveke. „Og hvað kemur það mér við, að drottningin yðar kemur? Eg verð hér kyrr, og þér komið til mín eins og áður.“ „Eg er að hugsa um að flytja þig inn til Kaupmannahafnar,“ mælti konungur. „Eg átti fullt í fangi með að koma hestinum á- fram á móti storminum, og þægilegra væri, ef þú byggir nær höllinni; þá gæti eg konú/t til þín, þegar eg hefði löngun til, á livaða tíma dags sem væri.“ „ Já, já,“ sagði hún og klappaði saman lóf- unum. „Þá gæti eg aftur látið dúfurnar fljúga með morgunkveðju til herra míns.“ „Nei,“ svaraði konungur hnugginn, „það getur þú ekki inni í horginni. Þú gleymir því líka, að dúfurnar þínar eru horfnar og að þú þverneitaðir að þiggja aðrar af mér.“ „Það er líka satt,“ sagði hún og horfði í gaupnir sér. „Þær liafa sjálfsagt drukknað í sjónum.“ „Þær hafa sjálfsagt gertþað,“ svaraði kon- ungur. „Þær hefðu átt að vera kyrrar lijá Dyveke. En nú situr þú hjá mér, örugg í faðmi mínum, og þar verður þú ævinlega.“ Hann fór inn til Sigbritar og talaði við hana úm flutninginn til Kaupmannahafnar. Hún var á báðum áttum og vildi fá að hugsa sig um. „Hérna út frá er eg í næði,“ mælti hún, „og yðar náð kemur til mín, þegar þér vilj- ið hafa tal af mér, og enginn sér til okkar. Inni í borgnni gefa allir okkur auga, hvert sem við hreyfum okkur.“ „Eg liélt þér væruð ekki hugdeig, Sig- brit,“ mælti konungur. „Eg er ekki hugdeig,“ svaraði hún, „en 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.