Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Side 45

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Side 45
N. Kv. DYVEKE 83 bárust Bernhardin Monk tii eyrna; liann varð bálreiður og liét konungi því að sann- færa iiann tun ailt annað; hann varaði hans náð mjög við að fara að ráðum Sigbritar og lét sér svo niðrandi orð um munn fara í Ivennar garðj að enginn liefði dirfzt að segja önnur eins. En konungur lét svo vera. Hann kannaðist \ið, að doktorinn væri lærðasti stjörnuspámaður heimsins, og jós í hann fé. Sigbritu bað liann að gera ekki gys að sþá- manninum. „Yðar náð er ekki annað en barn,“ svaraði hún einarðlega og sneri sér frá honum. Konungur sat á reiði sinni eins og hann hafði gert áður, og skömmu síðar náði hann sér vel niðri á heniii. Eli-efta dag marzmánaðar skall yfir slíkt ofsavéður, aðenginn rnundi annað eins. Það byrjaði að morgni og stóð í sólarhring sam- fleytt. Skipin á höfninni brotnuðu, stór tré rifnuðu upp með rótiun og lieil itús fuku um. Turnkúlan á Frúarkirkju fauk niður og varð bakara nokkrum að bana, og margir aðrir menn týndu lífi eða slösuðust. ,,Nú sér yðar náð það,“ sagði doktor Bern- hardin og hældist um. „Fyrirboðinn sagði satt, og þetta fárviðri er sannarlega nýr og afskaplega vondur fyrirf>oði. Guð varðveiti oss allá og frelsi okkur í náð sinni!" ,,Amen,“ mælti konungur í fullri hrein- skilni. Hann lét iesa messur og ganga helgigöng- ur til að biðjast undan ósköpunum, sem í vændum voru; sömuléiðis setti hánn harð- lega ofan í við Sigbritu, þegar hún gerði gys að iiýja fyrirboðanum. „Eg á ekki von á neinu góðu,“ mælti kon- ungur, „og sjálf niegum við ekki skopast að skaðanum." Einh dag sat hann á tali við hirðmann sinn, Kristófer Ravensberg, sem var lærður maður og konungi hollur. Hann sagði hon- um í trúnaði, að hann óttaðist þessa fyrir- boða. enda vissi hann, að almenningur vænti hins versta. Meistari Kristófer þagði um stund og ská- skaut augunum til konungs. „Þér er mikið niðri fyrir, Kristófer,“ mælti iliann. „Segðu mér, bvað það er, því að oft hef eg haft gagn af lærdómi þínum." „Það skal eg gera, ef yðar náð reiðist mér ekki,“ mælti meistari Kristófer. „Nei, eg skal segja það, þótt þér reiðist af því, því að það er sannleikur, og konungi má ekki vera varnað að lieyra iiann.“ „Rétt er það,“ svaraði konungur. „Eg kann vel einurð þi-nni og sérstaklega af því að eg veit að þú ferð ekki að skaprauna mér með því máli, sem svo margir m’enn mínir eru að róta í, og þó kemur það mér einum við og ekki þeim.“ Hann hugsaði til Dyveke, og' meistari Kristófer vissi það vel. „Nei," svaraði hann, „eg er ekki að hugsa um það. Eg hugsa um Birgittu helgu; í op- inberunum sínum talar hún um sjötta kon- unginn, sem á að verða rekinn frá ríkjum sínum, völdum og vegsemd ef hann gerir ekki yfirbót." „Og heldur þú, að átt sé við mig?“ spurði konungur. „Það held ég áreiðanlega,“ svaraði meist- ari Kristófer. „Fjandinn fjarri mér!“ ínælti konungur. Hann hugsaði sig.um, svo sveiflaði hann hendinni til og brosti. ,.Sú guðhrædda heiðurskona skrifaði það á daginn, sem hana dreymdi á nóttunni," mælti hann. „Þetta lield eg, og þú skalt halda það sama.“ — Svo var ekki farið lengra út í þá sálma. Það voraði, og konungur hafði annríki mikið við að búa út flota þann, er átti að sækja Elísabetu af Búrgund. í þetta sinn voru þeir sendir Eiríkur Walkendorf Þránd- heimsbiskup, Hinrik, bróðir Mogens Gjöe, og tveir aðrir tignir herrar, ásamt miklu og skrautbúnu fylgdarliði. Þeir lögðu upp

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.