Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Síða 52
DYVEKE
N. Kv.
ÖÖ
horfði út eftir veginum. Þar var allmargt ..Hafðu kápuskipti við mig, Albrekt,"
manna, sem gerðu sér glaðan dag vegna há- mælti konungur, „farðu í mína og ríddu
tíðahaldanna. aftur til hallarinnar." (Framhald).
Bókmenntir.
Gunnar M. Magnúss: Virkið i norðri.
I. bindi. — Rvík 1947. Útg.: ísafoldar-
prentsmiðja.
Undarlegt hefði það mátt heita, ef enginn
hefði orðið til þess að skrifa bók um hernám
íslands og alla þá atburði, sem því voru
tengdir, jafnmikið og Islendingar hafa skrif-
að fyrr og síðar. Enda hafa ómerkari atburð-
ir oft gefið tilefni til mikilla frásagna vor á
meðal. Og nú er hemámsbókin komin eða
réttara sagt fyrri hluti hennar. .
Þetta er mikið rit, 400 bls. í stóru broti,
prentað á góðan pappír, prýtt fjölda mynda
og ekkert til sparað, að það megi líta sem
glæsilegast út. í stuttum eftirmála gerir höf.
nokkra grein fyrir efni þess og hvernig þess
sé aflað. og mætti af því halda, að flest væri
til tínt, sem máli skiptir.
í þessu fyrsta bindi er sagt frá atburðum
fyrsta hernámsársins, auk þess sem það flyt-
ur annál allra hernámsáranna. Er þarsaman
kominn margvíslegur fróðleikur, sem gott
er að hafa á einum stað, enda þótt ýmislegt
léttvægt fljóti með. sem vel hefði mátt missa
sig, svo sem sumt af kveðskapnunr og fleira.
Einktnn er þar góður fengur í lýsingum
fyrsta hernámsdagsins, bréfum sem fóru á
milli herstjórnarinnar og ríkisstjórnar ís-
lands og viðhorfi blaðanna og almennings.
Þá eru og fróðlegar lýsingar á för Esju til
Petsamo o. fl. Frásögn höf, er létt og lipur,
svo að ritið er allt hið skemmtilegasta af-
lestrar. En eitt hnýtur lésandinn fljótt um.
Þe'gar frá er talinn annállinn, er engra hluta
getið, sem gerzt hafa utan Reykjavíkur og
nágrennis, rétt eins og ekkert hernám lieíði
verið annars staðar á landinu. Eg veit ekki,
hvort hér er um hendingu eina að ræða, eða
hvort höf. hyggst bæta úr því síðaiý en
manni gæti dottið í hug, að hér kæmi fram
sem oftar nú í seinni tíð, að þeim, sem í
Reykjavík búa, gleymist furðu oft, að land-
ið sé annað en höfuðstaðurinn og næsta ná-
grenni.
Þessi einskorðun ritsins við tiltekinn hluta
af landinu dregur úrgildi þess sem sögulegr-
ar heimildar um hernámið, þótt það sé jafn
læsilegt eftir sem áður.
Eigi skal hér dæmt urn sögulega ná-
kvæmni ritsins, en við fljótan yfirlestur hef
eg rekist á eina missögn. Á bls. 100 segir að
Sveinn Björnsson forseti, jráverandi sendi-
herra, hafi komið til Reykjavíkur 23. maí
1940, en á bls. 104 að hann hafi setið hinn
fyrsta ríkisráðsfund í Reykjavík 7. maí,-og
er birt mynd af þeim fundi.
Annars er of snemmt að birta fullnaðar-
dóm um ritið meðan einungis helmingur
þess er komínn út.
Thora Fnðriksson: Dr. Jfian Babtiste
Charcot. - Rvík 1947. Útg.: ísafoldar-
prentsmiðja.
í riti [Dessu, sem er 94 bls. að stærð, skýrir
höf. frá æfi liins merka franska vísinda-
manns og mannvinar Dr. Charcot, og per-
sónulegum minningum sínum um hann. —
Dr. Charcot verður mörgurn íslendingurn
hugstæður, bæði sakir kynna þeirra, er
menn höfðu af honum, en þó einkum í sam-