Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Síða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Síða 20
94 SVEINN SKYTTA N. Kv. Danir hefðu í laumi sent tvo menn hingað til bæjarins, og þeir eiga nú um miðnætti að sækja skjöl nokkur mjög mikilvæg, sem geymd eru á leyndum stað í kirkjunni. Og nú eigið þér, Manheimer höfuðsmaður, að ná skjölum þessum frá mönnunum, hvað sem það kostar, og færa síðan ríkisráðinu viðstöðulaust. Með skjölum þessum fylgja þrjú hundruð silfurkrónur í peningum, bætti herra Trolle við. En þér þekkið sænsk herlög, höfuðsmaður: herfang það, sem hermaður vinnur með afli sínu, sverði og áræði, ber lionum til fullrar og óskertrar eignar. Og þér eignist því peningana. — Þetta er þá sagan öll frá upphafi til enda, að því undanskildu, að herra Trolle fyrir- skipaði algera þögn um allt það, er mál þetta snertir á nokkurn irátt." „Jæja, og hvað svo meira?“ „Jú, ég fór svo af stað viðstöðulaust til að spyrja vin minn, Nieler höfuðsmann, hvort hann vildi ekki taka þátt í ævintýri þessu.“ „Þrjú hundruð krónur, — ekki meira?“ spurði gamli hermaðurinn og hvessti aug- un. Manheimer höfuðsmaður brosti á móti og mælti: „Ef til vill dálítið meira, ef til vill nokkru minna. Ég segi aðeins það, sem mér var sagt, og ekki hef ég sjálfur talið peningana." „Auðvitað fer ég með þér,“ svaraði Niel- er, sem nú hafði áttað sig. „Við skulum þá fara.“ „Ég býst við, að vissast sé að hafa nokkra hermenn með okkur,“ mælti Manheimer. „Ég hef því afráðið, að við veljum okkur Iivor sína fjóra menn úr herdeild vorri; menn, senr við getum treyst fyllilega.“ „Jæja þá, þeir eru nú fljótfundnir.“ „Tveir þeirra eiga að taka sér sitt ljétsker- ið hvor og fela þau undir kápum sínum, svo að við getum brugðið upp 1 jósi í náttmyrkr- inu, ef þess gerist þörf.“ „Þá jrað,“ mælti Nieler, „þér hafið samið fullkomna áætlun, heyri ég. — Hvað svo meira?“ „Misminni mig ekki, þá eru þrennar dyr á kirkjunni. Við setjum varðmann fyrir ut- an hverja þeirra og skipum þeim að bregða upp ljóskerum sínum, óðar er hurð er opn- uð að innan. Og. þér, Nieler höfuðsmaður, takið stöðu framan við kirkjuna ásamt fjór- unr öðrum, albúinn að veita aðstoð þeim, sem bregður upp ljósinu. Aftur á móti fer ég inn í kirkjuna. Eruð þér samþykkur þessu?“ „O, jæja, því sem næst, að Jrví undan- skildu, að þér ætlið mér auðveldasta hlut- verkið. Skrattinn hafi jrað! Það verður svei mér alltof vandalaust fyrir mig að nálgast krónurnar þær arna!“ „Það er nét ekki gott að vita,“ svaraði Manheimer höfuðsmaður og glotti. „Aðal- atriðið er, að þér minnist orða herra Trolle og látið ekki pilta yðar fá minnsta grun um í hverju jaetta ævintýri okkar er fólgið.“ Um miðnæturleyti gekk hópur manna hljóður og varkár um bugðótta aðalgötuna, sem lá í áttina til kirkjunnar. Skrjáf og glamur bar þess vott, að menn þessir væru vopnaðir. Öðru hvoru brá fyrir ljósbliki frá þeim tveimur fremstu, er vindhviða svipti til kápum þeirra. Komu Jrau frá þess háttar Ijóskerum, sem almennt voru borin í hendi sér um göturnar í myrkri á kvöldin. Er menn þessir voru komnir all-langt áleið- is eftir götunni, varð Manheimer höfuðs- maður var nokkurra manan á ferli, en það var fremur óvenjulegt svo seint dags. Virt- ust menn þessir á rjátli í ýmsar áttir og hurfu að lokum í áttina til kirkjunnar, en virtust áður hafa skipzt á nokkrum orðunr. „Sjáið þér þessa karla?“ hvíslaði Man- heirner að gamla höfuðsmanninum. „Já, ég held nú það!“ „Ég bjóst svo sem við, að það væru fleiri en tveir einir um verkið það arna.“ „Því betra,“ sagði Nieler og kinkaði kolli ánægjulega. Hermönnunum var nú skipað á þann hátt, sem Manheimer hat'ði ákveðið, og óð-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.