Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 21
-N. Kv.
SVEINN SKYTTA
95
ar er þeir voru komnir hverir á sinn stað,
gekk höfuðsmaðurinn að aðaldyrum kirkj-
unnar og drap þrjú greinileg högg á dyr
með korðaskefti sínu. Engu var svarað að
innan, en dauft ljós, er áður hafði bjarmað
gegnum blýrúðurnar litlu, hvarf nú skyndi-
lega.
Manheimer drap aftur á dyr, brá síðan
munni að skráargatinu og kallaði hátt:
„Ljúkið upp í nafni Svíakonungs!“
Hann ætlaði að endurtaka kall sitt og
skipun og dró því djúpt andann, er hann
lieyrði þunglamalegt fótatak nálgast dyrnar
aðinnan.
„Hver drepur svo síðla dags á kirkjudyr?“
var spurt fyrir innan djúpum rómi og
dimmum.
„Ljúkið upp!‘ ‘öskraði Manheimer, „þá
munuð þér komast að raun um það.“
„Ég hef ekki á mér lykla að aðaldyrun-
um,“ var svarað fyrir-innan. „En ef þér vilj-
ið koma yfir að Beinahúsinu, mun ég ljúka
þar upp fyrir yður.“
Höfuðsmaðurinn tautaði eitthvað ófagurt
fyrir munni sér, um leið og hann veik lnirt
frá kirkjudyrunum. En í sama vetfangi
lagði maðurinn fyrir innan hönd sína á öxl
garnla prestsins, sem stóð fölur og skjálfandi
af ótta við hlið honum, og hvíslaði að hon-
um:
„Farið þér nú burt héðan, æruverðugi
herra! Yðar hlutverki er nú lokið. Héðan
af mun ég sjá um það, sem eftir er. Þeir hafa
ekki sett vörð við dyrnar að altarisbaki.“
Presturinn kinkaði kolli og staulaðist á
brott og studdist við stólabríkurnar. Er
hann kom inn að kórnum, sneri hann sér
við að manninum, er hafði fylgst með hon-
um og haldið á skriðbyttu í liendi sér. Gamli
presturinn lyfti hönd sinni og gerði þegj-
andi krossmark yfir liöfði lians. Því næst
sneri hann sér við og hvarf að altarisbaki,
en þar voru dyr, er vissu út að garði prests-
setursins, sem náði alveg upp að kirkju-
veggnum.
Það var þessa leið, sem Tange hafði laum-
ast inn í kirkjuna og lilerað á samtal hinna
um kvöldið.
Nú var höfuðsmaðurinn kominn að
Beinahúss-dyrunum og sendi burt her-
manninn, sem þar stóð á verði, og skipaði
honum að gæta aðaldyranna. Lykli var nú
stungið í skrána að innan, og hurðin opnað-
ist. Tange hafði lýst grafaranum þannig, að
hann væri maður hár vexti, klæddur brúnni
kápu. Á höfði bar hann þykka flókahúfu
með járnspöngum að innan til að hlífa við
höggi.
„Hvað er yður á höndum, herra? spurði
maðurinn stillilega og lét ljósbjarmann af
skriðbyttu sinni falla á andlit höfuðsmanns-
ins, en stóð sjálfur í skugganum. Manheim-
er sneri sér við og skipaði hermanni þeim,
er var í fylgd með honum, að gæta vel dyr-
anna. Siðan gekk liann að manninum og
mælti í hálfum hljóðum:
„Ert þú grafari hér við kirkjuna?“
„Grafari og meðhjálpari, náðugi herra.“
„Manheimer glotti tortryggnislega. Hann
hafði heyrt klið af vopnum undir kápu
mannsins.
„Ganga grafarar vopnaðir hér í bæ?“
„Já, stundum að næturlagi, er við eigum
erindi út í kirkju.“
„Hvert var þá erindi þitt hingað um þetta
leyti dags?“
„Ég var að raða sálmabókanúmerunum í
töblurnar fyrir altarisgönguna á morgun."
„Altarisgönguna!1 ‘endurtók Manheimer,
því að orðið minnti liann einmitt á það, sem
hann hafði áður óskað sér. „Veiztu, hvar
altariskaleikurinn og oblátudósirnar eru
geymdar?“
„Víst veit ég það.“
„Geturðu vísað mér þangað og sýnt mér
þetta?“
„Ef þér óttist ekkert að fara með mér
þangað.“
„Hvar er það þá?“
„Þegar Svíar gerðu hér innrás, fól prest-