Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Page 45

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Page 45
N. Kv. ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR 119 Hvernig skyldi mér verða tekið heima: Ætli foreldrar mínir og systkin verði ekki hrædd nm, að ég færi þeim taugaveikina? Ég var ekki nema tæpan klukkutíma á leiðinni frá Hólum og í Hjalla. Fólkið var að klæða sig, þegar ég kom heim. Var mér vel fagnað heima. Hafði ekki verið búizt við mér, því að enginn heima vissi um áform mín og ætlanir. Ekki hræddist fólk mitt mig neitt sökum veikinnar, enda sagði ég strax frá sótthreinsuninni. En ég varðþess var að tók að hnjóta í mótbýlisfólkinu. Kom ég því lítið í baðstofu fyrstu dagana og svaf frammi í skemmu á nóttunni. Marga daga var svo mögnuð brennisteinslykt af fötum mínum, að það lagði af mér fýluna, hvar sem ég kom. Nokkrum dögum síðar fór ég með hest og sótti koffort mitt. IX. í sjálfsmennsku. Þegar ég sagði foreldrum mínum um ákvörðun mína að fara að læra smíðar, voru þau mér sammála og hvöttu mig frekar en löttu. Þá var næsta skrefið að útvega mér kaupavinnu. Ég vildi helzt ráða mig austur á Hólsfjöll, því að þar vissi ég, að greitt var hærra kaup en annars staðar. Ég hugsaði mér því að biðja Kristján póst Jóhanncsson á Jódísarstöðum að reyna að útvega mér kaupavinnu þar. Fór Kristján þá póstferð einu sinni í mánuði frá Akureyri að Gríms- stöðum á Fjöllum. Og nú stóð þannig á, að hann átti að vera á austurleið tveim dögum eftir að ég kom lreim. Ég fór því út í Ein- arsstaði til að hitta hann þar. Ég þekkti Kristján vel. Leið lians lá hjá Hólum, er hann var í póstferð, og þaðan lagði hann upp á Hólasand. Kom liann þá æfinlega við til að fá heytuggu handa hestunum og hress- ingu handa sjálfum sér. Þennan vetur kom hann þó aldrei heim í bæinn, en hélt þó vana sínum eins og áður að koma þar við. Gaf ég þá hestum hans, sem venjulega voru 5---7, en sjálfur borðaði liann nesti sitt í fjárhúsinu hjá mér á meðan. Ég hitti Kristján á Einarsstöðum. Þegar ég bar upp erindi mitt, sagði hann, að nú bæri vel í veiði, því að hann hefði verið beð- inn að útvega kaupamann, en nú væri hann búinn að reyna það bæði á Akureyri og í Eyjafirði, en hvergi getað fengið mann. Það var því afráðið, er við skildum, að ég var ráðinn í kaupavinnu að Möðrudal á Fjöll- um og átti að verða Kristjáni samferða. er hann færi næst austur. Nú fór ég glaður og ánægður heim aftur. Leit út fyrir, að sjálfsmennskan ætlaði að ganga vel. Ekki nran ég, hve mikið kaup ég átti að fá, en það mun hafa verið 15—18 krónur á viku, og allt útborgað í peningum. Nú kveið ég ekki fyrir, að ég mundi ekki hafa nóga peninga um haustið til að kaupa fyrir föt og annað, sem ég þurfti með, þótt ég réði mig til þriggja ára náms sem mat- vinnungur. Þegar ég kom heim, bað ég pabba að lána mér hest inn á Akureyri, og var það auðvitað sjálfsagt. Vildi ég þegar fara inn eftir og ráða mig, svo að ég væri ekki í neinum vafa, þegar ég væri laus úr kaupavinnunni. Á Akureyri þekkti ég aðeins einn bygg- ingameistara. Það var Davíð Sigurðsson. Þekkti ég hann, síðan ég sótti Þorbjörgu, og einu sinni hafði hann komið í Hóla til að heimsækja hana. Það var skömmu eftir að hún giftist Helga. Nú reið ég sem hver annar sjálfstæður maður, í eigin erindum, og var ekki laust við, að ég væri dálítið upp með mér af því að vera nú engum háður. Enda byggði ég nú Itverja skýjaborgina á eftir annarri. Hestinn skildi ég eftir á Veigastöðum og fékk mig ferjaðan yfir Pollinn. Var orðið svo áliðið dags, er ég kom í Veigastaði, að ég bað þar um gistingu, og fékk ég þar góðar viðtökur. Fátt manna var þar heima, og var mér sagt, að þar hefði verið smalað um daginn til að marka lömbin, og væri fólkið ekki komið heirn ennþá. Mér var strax vísað á rúm í baðstofu, og háttaði ég strax og sofnaði.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.