Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Síða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Síða 3
XXI. árg. Akureyri, sept. og okt. 1926. 9.-10. hefti. Flagð undir fögru skinni Eftir Marie Corelli. XXXV. »Hin hinsta skýrsla* var svohljóðandi og var hvorki formáli nje fyrirsögn: »Jeg hefi einsett mjer að deyja. Hvorki í geðæsingu nje þrjósku, heldur eftir nána yfir- vegun og af nauðsyn, að jeg held. Sál mín er þreytt af ráðgátum og líkaminn af lífinu og er beit að koma enda á það. Hugsunin um dauðann — sem er sama og gereyðing — gleður mig. Mjer er gleðiefni að vita það, að einbeittur vilji minn getur sefað þetta titrandi hjarta, þetta ólgandi blóð, þessar sáraumu taugar. Jeg hefi enga ánægju af lífinu, enda þótt jeg sje ung — jeg sje ekkert annað en lindrandi auga elskhuga míns, hina guðdóm- legu ásjónu hans og töfrandi bros — og alt þetta hefi jeg mist. Hvernig átti jeg ein að afbera stundirnar og dagana, vikurnar, mánuð- ina og árin, sem aldrei ætla að líða? Og þó er sárara að vera alein en að vera samvistum við þennan leiðinlega, sjálfselska, kurteisa og rembiláta manngarm, sem þykist vera eigin- maður minn. Hann hefir yfirgefið mig alger- lega — eða svo segir hann í bijefi því, sem þernan færði mjer fyrir skemslu. Pað var líka það, sern jeg bjóst við af honum. Enginn slíkur maður gat fyrirgefið að eigingirni hans væri misboðið! En ef hann hefði þekt mig t'l hlítar, þekt tilfinningar mínar eða reynt að minsta kosti að leiðbeina mjer og hjálpa mjer, ef hann hefði sýnt mjer nokkurn vott einlægr- ar og innilegrar ástar, slíka sem mann dreymir um, eti sjaldnast mætir — þá held jeg, að jeg hefði vorkent honum núna, eða jafnvel beðið enn fyrirgefningar á því, að jeg gekk að eiga hann. En hann hefir farið með mig ná- kvæmlega eins og hann mundi hafa farið með hjákonu sína — það er að segja, fætt mig og klætt, fengið mjer gull og gersemar í launa- skyni fyrir það, að hann gerði mig að leikfangi girnda sinna — en hann hefir aldrei sýnt mjer neina samuð, aldrei neina sjálfsafneitun eða umburðarlyndi. Jeg stend því ekki í neinni skuld við hann. Og nú er hann og elskhugi minn, sem ekki unni mjer ástar sinnar, farnir burt saman. Jeg er því sjálfráð að gera hvað sem mjer gott þykir við þetta í mjer, sem kallað er líf — þennan þráð, sem hægast er að kippa sundur. Enginn getur varnað mjer þess eða hefl hönd mína. Það er golt, að jeg á enga vinina. það er gott, að jeg hefi leynt hræsni heimsins og hjegóma veraldariun- ar og jeg hefi lært að þekkja þau beisku sann- indi, að engin ást er til án líkamlegs losta, engin vinátta án eigingirni, engin trú án fíknar og engin svonefnd dygð án þess að henni fylgi lestir. En hver skyldi vilja búa við þessi sannindi, sem annars þekkir þau? Hjer á graf- arbakkanum lít jeg aftur yfir þau ár, 'sem liðin eru. Jeg sje sjálfa mig sem barn á þessu skógklædda Willowsmere. Jeg minnist þess, hvernig þetta iíf byrjaði, sem jeg nú ætla að 17

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.