Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Síða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Síða 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 131 móðursystir mín, Charlotta frænka, til þess að taka við heimilisstjórninni, en jeg fór að rann- saka samkvæmislífið upp á eigin spýtur, en gat þess þó ekki við nokkurn mann, hvað rannsóknir mínar le'ddu í Ijós. Jeg var ekki vel kynt öllum enn, en jeg kom alstað- ar þangað, sem ungar stúlkur á mínu reki voru boðnar og tók eftir öllu án þess nokkurn grunaði. Jeg gerði mjer upp kæruleysi og kaldlyndi og skifti mjer ekki af neinu, því að jeg sá, að margir töldu þetta bara vott um grunnhygni eða sljóleik, og varð það til þess, að ýmsir, þótt hygnir væru, urðu berorðari í mín eyru, án þess að taka eftir því og koma þannig upp um sjálfa sig. Rannig byrjaði samkvæmisreynsla mín fyrir alvöru. Tignar konur buðu mjer til sín, af því að jeg var »hættulaus«, sem þær kölluðu — »ósköp al- minnileg, en heimsk* — og þær leyfðu mjer að hjálpa sjer til að skemta elskhugum sínum, sem heimsóttu þær í fjarveru eiginmannanna. Jeg þekti eina hefðarfrú, sem nafnkunn var fyrir tvent: gimsteina sína og hylli drotningar- innar. Hún kysti einu sinni ljúfling sinn, nafnkendan greifa og íþróttamann, að mjer áhorfandi. Jeg heyrði, að hann fór að hvísla einhverju mjer viðkomandi, en þá svaraði hún undir eins: »Uss! Rað er bara hún Síbyl Elton — hún skilur ekkert!« Regar hann var farinn, sneri hún sjer samt að mjer og sagði: »Sástu að jeg kysti hann, Berta? Pað geri jeg oft, því að hann er mjei eins og bróðir minn.« Jeg svaraði henni engu, en brosti að- eins. Daginn eftir sendi hún mjer dýrindis demantshring, en jeg sendi hann aftur um hæl með þeim uminælum, að jeg væri henni mjög þakklát, en að faðir minn teldi mig of unga til þess að bera demanta. Rví skyldi jeg ann- ars vera að minnast á þennan hjegóma núm? Núna, þegar jeg er í þann veginn að kveðja lífið og alla þessa lýgi! — L'till fugl er að kvaka fyrir utan gluggann minn — — ósköp lítill, indæll fugl. Jeg býst við, að hann sje sæll, eða það ætti hann að vera fyrst að hann er ekki manneskja. Mjer vöknar um augu af því að hlusta á hann og dettur í hug, að hann verði á lífi í kvöld og haldi áfram að kvaka, en þá verð jeg dauð — — — — — — »Retta seinasta, sem jeg skrifaði, var ekkert annað en eitthvert tepruskapar málæði! Jeg kvíði því ekki að deyja. Ef nokkutl minsta hik væri á mjer, þá mundi jeg ekki framkvæma tilgang minn. En jeg verð að halda áfram skýrslu minni — því að það er sjálfsrannsókn, sem jeg er að reyna að gera, til þess að sjá, hvort engin afsökun finst fyrir lundarfari mínu — hvort að það er ekki uppeldið, þegar alls er gætt, sem hefir gert mig að því, sem jeg er, eða hvort jeg hefi verið vond og ill alt frá fæðingunni. Ástæður þær, sem jeg ólst upp við, voru að minsta kosti ekki vel fallnar til þess að milda og betra hugarfar mitt. Jeg var einmitt seytján ára, þegar faðir minn kallaði mig inn á skrifstofu sína einn morguninn og sagði mjer alt af Ijetta um fjárhag sinn, Jeg fjekk þá að vita, að hann var skuldunum vafinn upp yfir höfuð, að hann lifði á lánum, sem Oyðingaokrarar veittu honum og að hann fjekk þessi lán eingöngu vegna þess, að þessir okrarar hugsuðu sem svo, að jeg — einka- dóttir hans — mundi fá svo ríka giftingu, að hann gæti greitt þeim skuldirnar með gríðar- vöxtum. Hann sagðist ennfremur vona, að jeg færi skýnsamlega að ráði mínu, þegar þar að kæmi, að einhver virtist fella hug til mín og að jeg gerði sjer þá aðvart, áður en jeg gæfi þeim manni undir fótinn, svo að hann gæti kyni sjer efnahag biðilsins. Nú skildist mjer það í fyrsta sinni, að jeg vai til sölu. Jeg hlustaði þegjandi á hann þangað til að hann hafði lokið máli sínu og spurði því næst: »Jeg býst við, að ekki komi nein ást til greina?* Hann hló og fullyrti, að það væri miklu auð- veldara að elska ríkan mann en fátækan og þess mundi jeg fljótt verða áskynja. Hann sagði mjer enn fremur hikandi, að þar sem það væri ærið kostnaðarsamt að hafast við í borginni, þá hefði hann, til þess að standast þann koslnað betur, tekið sjer unga ameríska stúlku, Díönu Chesney að nafni, er gjarnan vildi 17*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.