Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
133
mínu, eða var mannleg náttúra í raun og veru
svona auðvirðileg og afskapleg eins og þessi
maður lýsti henni? Var þá enginn annar guð-
dómur ti) en holdfýsnir? Voru menn og
konur enn viðbjóðslegri og auðvirðilegri í
girndum sínum en skynlausar skepnur? Jeg
braut heilann um þetta og mig dreymdi um
það. Jeg sökti mjer niður í *Laus Veneris*,
»Faustinur og »Anactoria*, alt þangað til að
jeg var koniin á þeirra skoðun og fanst hún
sæmandi. Jeg drakk í mig hina óttalegu guðs-
afneitun skáldsins og jeg las oft og mörgum
smiium kvæðið: »Fyrir framan krossmarkið*
þangað til jeg kunni það utan að — þangað
til það hljómaði óaflátanlega fyrir eyrum mín-
um og olli mjer jafndjúprar fyrirlitningar á
Kristi og kenningum hans eins og vantrúaðir
Gyðingar hafa til að bera. Nú er þetta einkis
virði í mínum augnm — nú, þegar jeg er að
steypa mjer út í eilífðarsortann og eilífðarþögn-
ina, trúlaus, vonlaus og kærleikslaus, en mjer
er spurn — vegna þeirra, sem finna hugsvöl-
un í trúarbrögðunum — hvers vegna að jafn
hræðilegt guðlast eins og »Fyrir framan kross-
markið« skuli fá að breiðast út meðal svo-
nefndra kristinna manna, án þess að nokkurt
hnjóðsyrði heyrist frá þeim, sem þykjast hafa
vit á að dæma um bókmentir. Jeg hefi vitað
margan góðan rithöfund úthrópaðan að ósekju,
margan ásakaðan um guðlast, þó verk hans
hafi miðað í gagnstæða átt. En þessu kvæði
er leyft að vinna tjón ámælislaust og höfundur
þess hafinn upp til skýjanna, rjett eins og hann
væri einhver velgerðamaður mannkynsins!
Upp frá því, að jeg las þetta, var jeg vön
að hugsa mjer Krist eins og »krossfest hræ*i
ef jeg á annað borð hugsaði um hann. Jeg
sá, að enginn hafði nokkru sinni ámælt Swin-
burne fyrir þetta orðatilfæki og að það spihi
alls ekki fyrir honum, er hann var gerður að
»1 árviðarskáfdi« — að kirkjunnar þjónar höfðu
ekki einu sinni haft djörfung í sjer eða látið
sjer vera svo hughaldið um guðs dýrð, að þeir
mótmseltu opinberlega þessari vanhelgun á hon-
»m. Loksins komst jeg að þeirri niðurstöðu^
að Svvinburne hefði rjetta skoðun á þessu og
jeg fylgdi fjöldanum og varði tímanum til að
lesa slík og þvílík rit, sem fræddu mio um alt»
er ilt og ósiðlegt var. Jeg glataði sál minni
og sinnisró mín hvarf. — Swinburne hafði
meðal annara stuðlað tii þess að gera sálarlíf
mitt svo lastafult — þótt ekki væri það bein-
línis í verkinu, að hugarfar mitt varð aleitrað
og gersp:lt. Jeg hefi heyrt, að einhver lög sjeu
til, sem mæli svo fyrir, að bækur, skaðlegs og
ósiðlegs efnis, skuli gerðar upptækar, en ef
þau lög eru til, þá hefir þeim verið slælega
beitt gegn höfundi »Anactoria«. Honum er
hleypt inn á mörg heimili, vegna þess að hann
er skáld og spillir þar hugarfari margra, er
áður voru hreinir og saklausir. Hvað sjálfa
mig snertir, þá var mjer ekkert heilagt eftir
það, að jeg hafði kynt mjer kvæði hans —
jeg skoðaði karlmennina sem skepnur og fanst
kvenfólkið ekki stórum betra — jeg trúði
hvorki á æru, dygð nje sannleika og mjer stóð
á sama um alt nema eitt, og það var sá fasti
ásetningur minn, að gera hvað rnjer sjálfri
sýndist í ástamálefnum. Rað gat hugsast, að
jeg neyddist til að giftast einhvérjum, þvert á
móti vilja mínum — svo nefnt hyggindagjaf-
orð — en þrátt fyrir það ætlaði jeg þó ekki
að afsala mjer ástinni — það er að segja, að
jeg átti ekki við »hina hreinu« ást, heldur átti
jeg við það, sem Swinburne og nokkrir aðrir
frægir rithöfundar höfðu kent mjer að kalla ást.
Jeg fór að brjóta heilann um það, hvar og
hvenær jeg mundi hitta elskhuga minn og
annars voru hugrenningar mínar slíkar um
þetta Ieyti, að þær mundu hafa ofboðið öllum
umvöndurum og vandlæturum og fengið hárin
til að rísa á höfðum þeirra, en samt var jeg
í heimsins augum fyrirmynd annara kvenna að
siðlæti og kvenlegri háttprýði. Karlmeunirnir
litu mig girndaraugum, en höfðu þó jafnframt
beyg af mjer, því að jeg gaf þeim aldrei undir
fótinn og hafði heldur aldrei hitt neinn þann
þeirra á meðal, sem verður væri slíkrar ástar,
sem jeg gat í tje Iátið. Peir líktust flestir tömd-
um apaköttum, voru vel búnir og vel rakaðir,