Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Page 8
134
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
en simt með þessi flírubros og augnagjótur
og klunnalegu tilburði, sem einkenna þessi
loðnu skógarskrímsl, er jeg var að nefna. Jeg
var fullra átján ára, þegar jeg þótti fullgóð og
gild til þess að taka þátt í samkvæmislífinu —
það er að segja, að þá var jeg leidd fyrir hirð-
ina með allri þeirri heimskulegu og hjákátlegu
viðhöfn, sem alment tíðkast við þau tækifæri.
Áður var búið að segja mjer, að þessi >hirð-
ganga« væri bráðnauðsynleg og afar mikils
verð, að hún væri trygging fyrir stöðu manns
í lífinu og einkum fyrir mannorðinu, því að
drotningin liti ekki við neinum, sem ekki hefði
óspilt og flekklaust mannorð og óaðfinnanlega
hegðun. Ja, slíki og þvílíkt — slíkur hjegómi!
— Jeg hló að þessu þá og enn get jeg ekki
annað en biosað, þegar mjer verður hugsað
til þess. Hefðarfrú sú, sem leiddi mig fyrir
drotningu, átti ívo syni í lausaleik og hafði
maður hennar engan grun um það og sjálf var
hún ekkert einsdæmi við hirðina að þessu
leyti, enda voru í þetta skifti sum þau hefðar-
kvendi þarna saman komin, sem jafnvel jeg
vildi ekki líla við seinna meir — s v o magn-
að óorð fór af þeim. Að vísu ber það við
stöku sinnum, að einhver framúrskarandi fríð-
leikskona, sem allar hinar öfunda, er gerð að
»skotspæni« vegna einhverrar smáhrösunar og
verður þá hirðræk, en Iagsystur hennar, þær
sem ekki hafa fegurðinni fyrir að fara og eru
sjö og sjötíu sinnum syndugri gagnvart siðgæði
og velsæmi, folla samt við hirðina — en að
öðru leyti er næsta lítið tillit tekið til hugsun-
arháttar og álits kvenna þeirra, sem leiddar eru
fyrir drotningu. Það var gerður góður rómur
að framkomu minni þennan dag og jeg »gerði
mikla lukku*, sem menn segja. Sumar kynsyst-
ur mínar gláptu á mig og slógu mjer gull-
hamra, einkum þær, sem vegna aldurs og
ófríðleika voru vaxnar upp úr allri afbrýði og
mjer var sýnd megn fyrirlitning af þeim, sem
fyrir afdurs sakir gátu kept við mig. Troðn-
ingur var mikill fyrir framan hásætissalinn og
sumt kvennfólkið var ekki sem orðprúðast.
Beint fyrir framan mig var þertogafrú og sagði
hún við vinkonu sína: »Sparkaðu — eins og
jeg geri! Sparkaðu í sköflunginn á þeim eins
fast og þú getur til þess að við komumst
áfram!« Rað var »regluleg tignarkona*, sem
þetta sagði og ekki ein af þessum »innfluttu«
frá Ameríku og sams konar orðbragð heyrði
jeg til margra í kringum mig. Loksins kom
að þvi, að jeg gat hneigt mig frammi fyrir
hásætinu og sá þá að drotningin var vingjarn-
leg kona, hnigin að aldri og afar þreytuleg.
Jeg kysti á hönd henni, er var jökulköld og
sárvorkendi henni, þrátt fyrir hátignina. Eða
hver skyldi óska sjer í hennar stöðu og vera
til þess neydd, að veita án afláts viðtöku hverj-
um skýjaglópahópnum á fætur öðrum? Jeg
flýtti mjer að afljúka erindinu og fór svo heim
til mín með hálfgerðri óbeit á þessari athöfn.
Daginn eftir las jeg það í blöðunum, að þessi
»byrjunarframganga« mín hafði gert mig að
»fegurðardrotningu þessa tímabls*, eða með
öðrum orðum, að nú væri jeg áreiðanlega til
sölu. Varði jeg svo tímanum upp frá þessu til
þess að skrautbúa mig, lála taka af mjer ljós-
myndir og »sitja fyrir« nafnkendum málurum
til þess að ganga í augun á giftingarólmum
karlmönnum. Annars var öllum það kunnugt
meðal heldra fólksins, að jeg mundi ekki föl
nema fyrir ákveðna árlega upphæð — og sú
upphæð var ofvaxin flestum þessum »spekú-
löntum«. En ekki var það nein skemtivinna
að vera altaf til sýnis á þessum giftingamark-
aði! Jeg fyltist nú hatri og fyrirlitningu á
þessari auðvirðilegu hræsni og fordild stjettar
okkar og komst brátt að þeirri niðurstöðu, að
peningarnir væru aðalhreyfiaflið í öllum við-
gangi þegnfjelagsins, að heimsins drembnustu
og nafnkendustu menn geta ofurvel unað sjer
í húsi almúgamannsins, ef hann aðeins á nóga
peninga til þess að veita þeim mat og skemt-
anir. Jeg skal nefna til dæmis gamla og Ijóta
kerlingarskrukku, sem jeg þekki. Meðan faðir
hennar lifði, fjekk hún fimtíu aura á viku í
vasapeninga, en svo dó faðir hennar og ljet
henni eftir helming auðæfa sinna. Hinn helm-
ingurinn gekk til lausaleikskrakka, sem hún