Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Page 13
NÝJAR KVÖLDVÖKÚR.
139
það verðar að minsta kosti ný og undarleg
tilfinning! — — — —
Móðir mín er hjer stödd — hjerna í her-
berginu hjá mjer. Hún gengur um eirðarlaus
og fálmar út höndunum og er að reyna að
segja eitthvað. Hún lítur út eins og þegar
hún lá á banasænginni, en öllu líflegri og til-
finningameiri. Jeg hefi elt hana, en ekki getað
náð henni — hún forðast mig. Jeg hefi kall-
að: »Móðir mín, móðir mín!« en ekki hefir
nokkurt orð komið af vörum hennar. Andlit
hennar er svo afskræmt, að jeg kraup á knje
rjett áðan og bað hana að víkja frá mjer. Pá
hætli hún að ganga fram og aftur og brosti.
En það bros — það var hræöilegt! Jeg held,
að það hafi liðið yfir mig — því að jeg rakn-
aði við liggjandi á gólfinu. Jeg fjekk sáran
sting og hann kom mjer til að stökkva á fæt-
ur — — og jeg be:t á vörina svo að blæddi,
til þess að hljóða ekki upp yfir mig og gera
hávaða í húsinu. Móðir mín stóð rjett hjá
mjer, þegar þetta kast leið frá. Hún horfði á
mig og virtist kenna í brjósti um mig, en
ekki sagði hún nokkurt orð. Jeg skjögraði
fram hjá henni og settist á þennan stól, sem
jeg nú sit á — nú er jeg rólegri og get skil-
ið, að þetta hefir ekki verið annað en heila-
spuni — að jeg ímynda mjer bara, að hún
sje hjer, enda þótt jeg viti, að hún er dauð-
Seinustu mínúturnar hefi jeg óumræðilegar
kvalir og verið dæmalaus vesalingur. Pessi
inntaka var sannarlega banvæn. Kvalirnar eru
óþolandi — hræðilegar! Jeg skelf og nötra
og hver taug mín titrar. Þegar jeg lít á and-
lit mitt í speglinum, sje jeg, að það er þegar
breytt orðið. Pað er tekið og fölt — roðinn
er horfinn af vörununi og augun óeðlilega
stór. Bláir blettir eru kringum munninn og á
gagnaugunum, og jeg finn, að blóðið streymir
óvenjulega hratt um æðarnar. Nú mega kval-
irnar verða svo heiftugar, sem verða vill —
björg er engin framar og jeg hefi ásett mjer,
að sitja hjer og aðgæta andlit mitt a!t þangað
til að endalokin koma, »Sá slungni sláttumað-
ur«, sem nefndur er Dauðinn, er eflaust ná-
lægur, reiðubúinn að taka hár mitt eins og
heyvisk í beinagrindarkrumlur sínar — vesa-
lings fallega hárið mitt! Óököp þótti mjer
vænt um þessa skínandi lokka — jeg burstaði
þá og vafði þeim utn fingur mjer — og nú
liggja þeir bráðutn í moldinni eins og hver
önnur illgresishrúga! — — — — — — —
Pað er eins og eldur læsi sig um höfuð mitt
og allan likamann og jeg örmagnast af hita
og þorsta. Jeg hefi slokað í mig köldu vatni,
en það svalar mjer ekki. Sólin skín inn til
mín eins og glóandi eldstó — jeg hefi reynt
að rísa á fætur og draga gluggatjaldið fyrir,
en jeg hefi ekki mátt til að standa upprjett.
Birtan blindar mig. Silfurdósirnar á náttborð-
inu glitra eins og sverðsoddar. Jeg verð að
taka á öllum mínum kröftum, til þ.ss að geta
haldið áfram að skrifa — alt hringsnýst fyrir
augum mjer og mjer finst jeg ætli að kafna.
Rjett áðan hjelt jeg, að jeg væri að deyja.
Jeg engd;st sundur og saman af óþolandi kvöl-
um og það var að mjer komið að kalla á hjálp,
og jeg hefði Iíka gert það, ef jeg bara hefði
getað. £n jeg get aðeins hvíslað og jeg tauta
mitt eigið nafn með sjálfri mjer: »Síbyl, Síbyl!«
Móðir mín stendur hjá mjer og er auðsjáanlega
að bíða eftir mjer. Mjer heyrðist hún segja
áðan: >Komdu, Sibyl! Komdu til elskhuga
þíns!« Nú er alt kyrt og hljótt og jeg finn
ekkert til, en jeg sje andlii mitt í speglinum
og veit, að dauðinn hefir sett innsigli sitt á
það. Bráðum er alt búið — nokkur andar-
tök enn — og svo fæ jeg friðinn. Jeg er
fegin því — því að jeg hefi aldrei getað sætt
mig við heiminn. — Jeg er viss um, að ef við
vissum fyrir fæðinguna, hvernig lífið er í raun
og veru, þá þætti okkur ekki tilvinnandi að
lifa! — — — — — — — — — — — —
Ógurleg hræðsla hefir gripið mig skyndilega.
Ef dauðinn væri nú ekki eins og vísindamenn-
irnir fullyrða — ef hann væri nýlt líl! Ætli
jeg sje að missa bæði vit og kjark — eða hvaða
skelfileg hugboð eru þelta, sem ásækja nng?
18*