Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Side 16
142
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
mannanna og sjaldgæfari en perla í sorphaug.
— Jeg átti það peningum mínum að þakka, að
alt gekk sljett og felt með þetta sjálfsmorð
konu minnar. Með tilliti til þess, að hún var
greifadóttir, þá vottuðu tveir læknar, sem jeg
borgaði allríflega, að dauða hennar hefði borið
að »vegna slysni«, rneð því að hún hefði feng-
ið of stóra inntöku af sterku svefnmeðali. Rsð
var heppilegasta skýringin og sómdi sjer best.
Blöðin fengu nú tækifæri til að skrifa um það,
hve svefnmeðul væru varasöm, en Tom, D;ck
og Harry settu greinar með fullu nafni í blöð
sín um hættuna við notkun svefnlyfja. Kröfum
laganna, velsæmisins og kirkjunnar var að öllu
leyti fullnægt — allir fengu sína borgun (sem
var aðalatriðið) og jeg held, að allir hafi ver-
ið ánægðir. Jarðarförin varð sjerstakt ánægju-
efni fyrir þá, sem sáu um útförina, því að
hún var afar kostnaðarsöm og hin prýðilegasta.
Blómsalarnir stórgræddu á öllum krönsunum
og krossmörkunum og sást ekki í kistuna fyrir
blómskrúði, þegar hún var borin til grafarinn-
ar. En af öllum þeim skeytum og borðum,
sem voru festir við liljur og rósir, sem sýni-
legt tákn sakleysis og fegurðar hins eitraða
líks, með áletruðu »með kærri kveðju«, »farðu
vel, ljúfa«, og »ekki horfin, heldur farin á
undan«, var ekki eitt einasta, sem var sent af
einlægni, ekki eitt einasta, sem væri vottur
einlægrar hrygðar. Elton lávarður kom fram
eins og föður sæmdi, sem yfirbugaður er af
harmi og þó held jeg ekki, að honum hafi
fallið dauði dóttur sinnar þungt, því að nú
var eini þröskuldurinn úr vegi fyrir giftingu
hans og Díönu Chesney. Hins vegar held jeg,
að Díana hafi verið hrygg, að svo miklu leyti
sem ljettúðaifull amerísk stúlka getur hrygst
af nokkrum sköpuðum hlut. Kanske það sje
rjettara að orði kveðið, að hún hafi orðið
skelkuð við hið skyndilega fráfall Síbyl, en
jeg er ekki viss um, að hún hafi syrgt hana.
Rað er mesti munur á verulegri og einlægri
sorg og einhverjum taugaveiklunarköstum. Ung-
frú Ctiarlotta Fitzroy tók dánarfregn frænku
sinnar með frábærri stillingu og jafnaðargeði,
sem oft einkennir guðhræddar, ógiftar konur,
þegar þær eru farnar að reskjast. Hún lagði
frá sjer prjónana og sagði: »Verði guðs vilji!«
og gerði svo boð eftir sálusorgara sínum.
Hann kom og dvaldi hjá henni nokkrar klukku-
stundir og drakk sterkt te — og morguninn
eftir var hún til altaris hjá honum. Að því
búnu lifði ungfrú Fitzroy kyrlátu og lastvöru
lífi eins og áður. Hún var dapurleg á svip,
eins og hún átti vanda til, en að öðru leyti
bar hún harm sinn í hljóði. Sjálfsagt var jeg
eftirtektaverðasta persónan á sýningarsviðinu,
sem hinn syrgjandi miljónari. Að ytra áliti var
ekkert við mig að athuga, en hið innra með
sjálfum mjer fanst mjer jeg vera miklu meiri
leikari en Henry Irving. Lúcíó var ekki við-
staddur jarðarförina. Hann sendi mjer nokkur
samhrygðar-orð frá höfuðborginni og gaf um
leið í skyn, að hann væri viss um, að jeg
mundi skilja ástæðuna til þess, að hann kæmi
ekki sjálfur. Jeg skildi hana auðvitað og kunni
lfka að meta þá virðingu, sem jeg hjelt að
hann væri að sýna mjer og tilfinningum mín-
um. En þótt ótrúlegt megi virðast, þá hafði
jeg aldrei þráð nærveru hans jafnmikið og þá!
Jarðarför hinnar friðu og fölsku konu minnar
var prýðileg í alla staði. Fjörugir eldishestar
gengu fyrir skrautvögnunum í langri halarófu
eftir Warwickshire trjágöngunum og til hinnar
gömlu og æruverðu kirkju, þar sem prestur-
inn og meðhjálparar hans tóku við blóm-
skrýddri kistunni í nýþvegnum rykkilínum og
ljetu hana síga ofan í jörðina með venjulegum
serimóníum. Frjettaritarar blaðanna voru þar
viðstaddir. Þeir lýstu ekki aðeins jarðarförinni
eins og hún fór e k k i fram, heldur skrifuðu
líka langar og ítarlegar lýsingar á kirkjunni,
algerlega ólíkar henni. Jeg get þessa aðeins til
að sýna fram á, að alt fór fram eftir nýjustu
tísku! Þegar athöfninni var lokið, fór líkfylgd-
in aftur til Willowsmere og settist þar að
snæðingi og man jeg vel eftir því, að Elton
lávarður sagði mjer þá nýja hneyklissögu yfir
borðum. Líkmönnunum var veittur beini í
borðstofu vinnufólksins og yfir höfuð varð frá-