Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Page 17

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Page 17
NÝJAR KVÓLDVÓKUR. 143 fall konu minnar ýmsum til mikillar ánægju og fylti marga tóma vasa með peningum. Hún hafði ekki skilið eftir neitt autt sæti í þjóðfé- laginu, sem ekki væri auðgert að skipa aftur — hún var eins og fólk er flest, kanske dá- lítið umsvifameiri og áberandi, en ekki svo, að orð væri á gert. Jeg sagði, að enginn hefði syrgt hana af einlægni, en það var ekki rjett. Mavis Clare var verulega hrygg. Hún sendi engin blóm á kistuna, en hún fylgdi Iíkinu til grafar. Hún stóð ein sjer og beið þangað til búið var að moka ofan í gröfina og þegar líkfylgdin gekk út úr kirkjugarðinum, gekk hún fram og lagði hvítt krossmark úr liljum, er spruttu í hennar eigin blómagarði, á nýupp- hlaðið leiðið. Jeg veitti henni eftirtekt og ásetti mjer að segja henni upp alla sögu áður en jeg færi til Egiptalands með Lúcíó (þeirri ferð var frestað um vikutíma sökum andláts konu minnar.) Loks kom að því, að jeg ljet verða af þess- um ásetningi. Rað var seinni part dags og rigningarveður. Jeg hitti Mavis í vinnustofu sinni. Hún sat fyrir framan eldstóna með hvolpinn í kjöltunni og St. Bernharðshundinn liggjandi við fætur sjer. Hún var að Iesa í bók og fyrir ofan hana var líkneski Pallasar, þungbúið og alvörumikið. Hún stóð upp, þeg- ar jeg kom inn, lagði frá sjer bókina og slepti hvolpinum. Svo gekk hún á móti mjer — samúðin skein úr augum hennar og með- aumkunardrættir voru kringum munninn. Það var átakanlegt að sjá, hversu hún vorkendi mjer — og ekki var það síður einkennilegt, að jeg skyldi ekki finna til neinnar hrygðar. Jeg settist niður, þegar jeg hafði heilsað henni og horfði á hana þegjandi, meðan hún var að skara í eldinn og leit þannig undan. Jeg tók þegar til óspiltra málanna og sagði: »Jeg býst við, að þjer vitið, að þetta fleipur um svefnlyfið er uppspuni einn og annað ekki. Þjer vitið að kona mín drakk eitur viljandi ?« Mavis leit á mig sorgbitnum meðaumkun- araugum. »Jú, mig grunaði, að það væri eitthvað þess háttar — — * svaraði hún. »Pað er ekki að fást um það,« greip jeg fram í. »H ú n gerði það, en getið þjer giskað á hvers vegna? Af því að hún var trylt af munaðarfýsn — af því að hún bar óleyfilega ást lil Lúcíó Rímanez, vinar míns.« Mavis hljóðaði upp yfir sig og settist niður náföl og titrandi. »Þjer eruð sjálfsagt fljót að lesa,« hjelt jeg áfram. »Pað er eitt einkenni rithöfnnda, að þeir geta hlaupið yfir handrit og bækur á örstutt- um tíma og skilið efni þeirra — lesið þjer þetta,« sagði jeg og rjetti henni kveðjuorð Síbyl. »Lofið mjer að vera hjer á meðan þjer lesið það. Af því getið þjer sjeð, hver kona hún var og segið svo álit yðar um, hvort hún var verð þess, að hún sje hörmuð, þrátt fyrir fegurðina.« »Fyrirgefið þjer,« sagði Mavis blíðlega, »en jeg vil ekki lesa það, sem mjer er ekki ætlað að sjá.« »En það er nú einmitt það sem það er,« sagði jeg óþolinmóður. »Pað er ætlað til þess að koma fyrir hvers manns augu og er ekki stílað til neins sjerstaks. Pjer eruð nefnd þar sjálf. Jeg bið yður, nei, jeg skipa yður að lesa það. Jeg vil fá að heyra skoðun yðar á því og leita ráða yðar. Pegar þjer eruð búin að fara yfir það, þá getið þjer eflaust sagt mjer, hvað jeg á að láta letra á minnisvarðann, sem jeg ætla að reisa í minningu hennar!« Jeg hjelt annari hendinni fyrir andlitið til þess að láta hana ekki sjá, að jeg brosti og ýtti handritinu til hennar. Hún tók það hik- andi og fór að lesa, og heyrðist fyrst ekkert annað en snarkið í eldinum og andardráttur hundanna, sem báðir lágu nú fyrir framan eld- stóna og teygðu letilega úr sjer. Jeg starði á þessa konu í laumi, þessa konu, sem jeg hafði öfundað af frægð sinni, á þessa grannvöxnu konu með mikla og mjúka hárið, svipmikla andlitið og litlu, hvítu hendurnar, sem hjeldu á skrifuðu blöðunum fast og jafnframt innilega

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.