Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Page 18

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Page 18
144 NÝjAR KVÖLDVÖKUR. — og jeg hugsaði með sjálfum mjer, hve skammsýnir heimskingiar sumir þessir bók- lærðu menn geta verið, sem halda, að þeir geti varnað slíkri konu sem Mavis Clare þess, að öðlast alt það, sem frægð og vinsældir geta veitt. Slíkt höfuð sem hennar er ekki skapað til þess að lúta öðrum miður gefnum oflátungum, hvort sem það er karl eða kona. Jeg sat í Ieiðslu og mjer flaug margt í hug, sem átti Iítið skylt við líf mitt, bæði fyr og síðar. Jeg skildi það, að guð lætur stöku sinn- um fæðast konu með spekings höfði og eng- ils hjarta og að slíkri konu er ællað að bera af öllum, sera síðri eru að öllu atgerfi og að hún er sómi þjóðar sinnar. í þessum hugleið- itlgum var jeg að virða fyrir mjer ásýnd og svip Mavis Clare og sá, að augu hennar fylt- ust tárum, meðan hún var að lesa handritið. Hvers vegna grjet hún yfir þessari síðustu kveðju, sem ekki hafði haft nein slík áhrif á mig? Jeg hrökk við, næstum eins og jeg hefði sofið, þegar jeg heyrði skjálfandi tödd hennar. Hún spratt á fætur og starði á mig eins og eitlhvað voðalegt hefði borið fyrir hana. »Ó, eruð þjer svo blindaður,« spurði hún, »að þjer skiljið ekki, hvað þetta þýðir? Gfíp- ið þjer það ekki? Vitið þjer ekki, hver er versti fjandmaður yðar?« »Versti fjandmaður minn,* endurtók jeg undrandi. »Rjer gerið mig forviða, Mavis. Hvað kemur þessi seinasta játning konunnar minnar við vinum mínum eða óvinum? Hún var hamstola. Eitrið og ástríðurnar gerðu það að verkum, að hún gat ekki, eins og þjer sjá- ið á niðurlagsorðunum, gert sjer grein fyrir, livort hún var lifandi eða dauð — og það er merkilegt, að hún skyldi yfirhöfuð geta skrif- að nokkuð; sjálfum mjer kemur það ekkert við.« »í guðs bænum — verið þjer ekki svona harðbrjósta,* sagði Mavis. »Mjer fyrir mitt leyti finnast þessi seinustu orð hennar hræði- leg og skelfileg. Ætiið þjer virkilega að telja mjer trú um, að þjer trúið ekki á annað líf eftir þetta ?« »Já, það ætla jeg reyndar,* svaraði jeg með sannfæringu. »Pá er þetfa e'nkis vert í yðar augum. Pjer trúið því ekki þó að hún fullyrði það hátíðlega, að hún sje ekki dauð, heldur lifi enn þá og taki meira að segja út óumræðilegar kvalir. Rjer trúið því ekki ?« »Tekur nokkur maður mark á óráðsorðum deyjandi rnanns?* svaraði jeg. »Hún þjáðist bæði af kvölum eitursins og ástarinnar, eins °g Íeg þegar befi sagt, og skrifaði undir áhrif- um þeirra kvala.« »Er ómögulegt að sannfæra yður? Eruð þjer svo andlega sljór, að þjer vitið ekki með vissu, að þessi heimur er ekki annað en skuggi af öðrum heimum, sem bíða okkar? En þjer neyðist einhverntíma til að kannast við þenn- an hræðilega sannleika, sem jeg er lifandi manneskja. Jeg þekki skoðanir yðar — og koria yðar var iömu trúar eða rjettara sagt vantrúar sem þjer sjálfur — og samt sem áð- ur sannfærðist hún þó um síðir! En jeg ætla ekki að reyna til að rökræða þetta við yður. Fyrst að þessi seinustu kveðjuorð frá hinni ógæfusömu konu, sem þjer eignuðust, geta ekki flett skýlunni frá augurn yðar, þá er það ekki á neins manns færi. Rjer eruð á valdi fjandmanns yðar.« »Við hvern eigið þjer, Mavis?« spurði jeg undrandi, því að alt í einu tók jeg eftir, að hún stóð eins og stytta og starði út í bláinn með titrandi vörum. »Við fjandmann yðar — fjandmann yðar!« endurtók hún með áherslu. »Mjer fanst skuggi hans slanda hjá yður rjett í þessu. Hlustið á rödd hinnar framliðnu, á rödd Síbyl! Hvað segir hún? »Ó, guð! Miskuna þú mjer. — Nú veit jeg liver krefsi dýrkunnar minnar og dregur mig með sjer niður í hál og toriim- ingu. — — Nafn hans er — — —« »Jæja,« sagði jeg óþolinmóður. »þarna end- ar hún. Nafn hans er — — —« (Framh.).

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.