Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Page 20

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Page 20
146 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. voiuð það þjer sem biörguðuð hermanninum, seni fleygði sjer út af hafnargarðinum ?« Jeg sagði sem var, og það væri orsölrin til þess, að jeg væri nú svona til reika. Breyttist nú mjög svipur þeirra og þóttist jeg nú geta lesið það á andlitum þeirra, að mjer mundi nú óhætt það sem eftir væri p; ófsins, og hvarf mjer nú allur ótti. »Standið nú upp, herra Simple, það er að segja, ef þjer eruð búinn að ná yður, annars skulum við bíða enn stundarkorn, því það er óslc vor, að þjer fallið ekki í gegn.« Jeg fann nú ekki lengur til neins óstyrkí og stóð strax upp. Jeg svaraði öllum spurningum hiklaust, og lögðu þeir þá fyrir mig aðrar þyngri. »Pjer hafið staðíð yður ágætlega, herra Simple; einungis ætla jeg nú að spyrja yður einnar spurningar uin atriði, er að vísu sjald- an kemur fyrir í sjóherþjónustu, og má því vel vera, að þjer getið ekki svarað henni: Vitið þjer hvernig farið er að staghverfa skipi með hjálp akkerisins?« »Já, herra minn, það veit jeg,« svaraði jeg, því eins og lesandinn kanske man, sá jeg þetta gert meðan jeg var undir stjórn Savage sáluga kapteins; enda útskýrði jeg þelta til fullnustu. Pelta ljetu þeir sjer lynda og hrósuðu mjer mjög iyrir fi ammistöðuna. Voru svo prófskír- teini mín undirskrifuð og afhent mjer og jeg gekk hinn ánægðasti upp á þiljur; held jeg að þar hafi enginn getað sjeð, hvílíkar hörmungar jeg hafði liðið um stund, meðan á prófinu stóð. Seytjándi kafli. Brjef frá O’Brian. Jeg heimsæki afa minn. Óðara en jeg var kominn heim í gistihúsið útvegaði jeg mjer eitt af Plymouth-blöðunum og klipti úr því frásögnina um atburðinn, er mestu hafði um það ráðið, hve giftusamlega prófið tókst. En daginn eftir hjelt jeg heim- leiðis og meðtók þar hamingjuóskir fjölskyldu minnar í tilefni af prófmu, og þar beið mín brjef frá O’Brian, sem var á þessa leið: Kæri Pjetur! Sagt er, að sumir sjeu hamingjusamir af því, að [aeir eiga íöður, er fæddist á undan þeim og hjálpar þeim í lífsbaráttunni. En víst er um það, að sje þetta algild regla, þá hefir faðir minn fæðst töluvert síðar en jeg. En það verður nú víst svo að vera. Öll fjölskyldan var við bestu heilsu, en hvernig hún var til fara — ja, það er víst best að tala sem fæst um útganglnn. Jeg sá þá sjálfur, að eigi hafði M’Grath að ástæðu- lausu kvartað urn, að slitin væri hempan. Pau litu bókstaflega öll úí eins og rægsnis- legustu aflurgöngur, en með guðs hjálp og aðstoð ársfjórðungslaunanna minna, þá tókst að gera við skrokkatia og má nú segja, að fjölskyldan O’Brian frá Ballyhinch sje nú öll með nýjum seglum og öllum reiða frá stafni og aftur í skut. Báðar systur mínar átíi að »splæsa« við tvo jungherra í ná- grenninu og leit út fyrir að þær hefðu ein- ungis verið að bíða eftir sómasamlegum kjól td að fara til kirkju í. Á föstudaginn kemur ætla þær að gifta sig, og þess vildi jeg óska, að þú litir hingað til að dansa í brúðkaupinu, — en það gerir sama gagn, þó að jeg dansi fyrir okkur báða. En nú er best að jeg segi þjer hvað við sjera M’Giath höfurn áorkað gagnvart rummungs- þjófnum honum föðurbróður þínum. Reynd- ar hafði sjera M’Grath lítið getað gcrt fyr en jeg kom, því að hann sá, að hempan hans O’Tooles var ný, en hans eigin gat- slitin, svo eklci tjáði að reyna sig í svo ójöfnum skrúða. Samt sem áður hafði sjera M’Grath snuðrað upp ýmislegt, sem þó, þegar öllu var á botninn hvolft, hafði sára- litla þýðingu. En síðan jeg kom heim, höf- um við ekki legið á liði okkar, því að klerkur var hvergi hræddur hjörs í þrá, þegar hann var kominn í nýju hempuna.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.