Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Side 25

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Side 25
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 151 þjónunttm; leist mjer í verra Iagi á þelta alt. Enda líka var mjer svarað því, er jeg spurði eltir Iávarðinum, að honum liði í besta lagi, en hann tæki ekki heimsókn nokkurs manns, hver sem í hlut ælti. »Er föðurbróðir minn hjer?« spurði jeg þjóninn. »Já, herra,« svaraði þjónninn og leit á mig með [^ýðingarmiklu augnaráði. »Hanti er flutt- ur hingað með alia fjölskyIdu sína.« »Eruð þjer viss um, að jeg fái ekki að heilsa upp á afa minn?« »Jeg skal skýra frá komu yðar, enda þótt það sje þvert ofan í fyrirskipanir mínar,* sagði þjónninn. Jeg hafði ekki sjeð föðurbróður minn síðan jeg var barn, og mundi mjög lítið eftir hon- utn. Eftir nokkrar mínútur var mjer fylgt inn í lestrarstofu lávarðarins. Sat hinn aldraði lá- varður þar á sfnum vana stað, og hjá honutn stóð hár maður og þrekinn; sá jeg strax að þar mundi vera föðurbróðir minn, því honum svipaði mjög mikið til föður síns. »Hjer er h'nn ungi herra kominn, yðar tign.c mælti hann við lávarðinn, og leit á mig hálf- ásakandi. »Ha! hvað þá? Ójá, nú man jeg það. Hvað er þetta, barn, þú hefir hegðað þjer ósæmi- lega; það þykir mjcr Ijótt að heyra! Vertu sæll!« »Hefi jeg hegðað mjer ósæmi!ega?« svaraði jeg. »Rað er eitthvað bogið við þetta.« »Ójá, það hafa heyrst ýmsar miður fallegar sögur af yður, bróðursonur sæll,« svaraði föð- urbróðir minn þurlega. »Afa yðar hafa verið sagðar einhverjar sögur um yður, sem honum hafa fallið tnjög þungt að heyra. Annars veit jeg ekkert um þetta.« »Þá hlýtur eitihver fantur að hafa fært hort- um þessar lygasögur,« svaraði jeg. Föðurbróðir minn kiptist við, er jeg sagði þetta, en hann áttaði sig fljótt og sagði: »Segið mjer nú erindi yðar, því jeg geri ráð fyrir, að þjer hafið ekki heimsótt afa yðar áu þess að eiga eitthvert brýnt erindi.* »Svo er það, herra minn. Fyrst og ftemst er erindi mitt það, að færa afa mínum þakkir fyrir það, að hafa sluðlað að því, að jeg var hækkaður í tigninni og gerður að undirfor- ingja, og í öðru lagi ætlaði jeg að biðja hann að auðsýna mjer þá góðvild að stuðla að því, að jeg fái pláss á flotanum strax, eins og stöðu minni sæmir. Til þessa mun eltki þurfa annað en nokkrar línúr frá hans hendi.* »Ekki vissi jeg það, að þjer væruð orðinn undirforingi. En jeg skil það, að það er um að gera fyrir yður að vera sem mest á sjón- um. Hans tign tnun undirskrifa brjefið. —■ Fáið yður sæti.« »A jeg ekki að skrifa brjefið, föðurbróðir? Jeg veit, hvernig best er að stíla það.« »Jú, skrifið það bara, og færið mjer það svo.« Jeg var þess fullviss, að ástæðan til þessarar velvildar föðutbróður míns var sú, að hann vissi að jeg var í meiri hættu staddur á sjó úti, ef til vill af og til í orustum, en ef jeg væri frjáls í landi, og þar að auki var jeg þá ekki að flækjast fyrir honum. Jeg tók mjei því pappírsörk og skrifaði svohljóðandi brjef: »Hjermeð leyfi jeg mjer að fara þess á leit við yður, háttvirti herra flotamálastjóri, að þjer, eins fljótt og ástæður leyfa, látið brjefberann fá stöðu á flotanum, því mig langar til að hann æfist og framist á braut sinni.« »Hversvegna látið þjer ekki nafns yðar getið?« »Rað gerir ekkert tii sakir þess, að jeg fer með brjeíið og afhendi það sjálfur, og er jeg viss uni, að það flýtir fyrir því að jeg fái stöðuna.« Föðurbróðir minn lagði því næst bréfið 'fyrir afa minn til undirskriftar og gerði honum skiljanlegt, að liann þýrfti að skrifa undir það, því hann var nú orðinn enn þá sljótri en hatm hafði verið síðast, er jeg heimsótti hann. Er hann hatði skrifað nafn sitt, stakk jeg brjef- inu í vasann. Afi minn leit þá á nn'g og var eins og alt í einu rifjaðist upp fyrir honum hver jeg var.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.