Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Qupperneq 26

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Qupperneq 26
152 NÝJAR KVÖLDVÖKOR. »Ójá! Pað varst þú sem slapst úr frakk- neska fangelsinu, barnið gott. Hvernig líður vini þínum? Hvað heitir batin nú aftur?« »0’Brian, herra minn.« »0’Brian!« hrópaði föðurbróðir minn. »Er það vinur y ð a r? Pá er það líklega ekki fjarri lagi, a3 jeg megi þakka yður allar njósnirnar, fyrirspurnirnar og kviksögurnar, sem svo vand- lega og samviskusamlega hafa verið útbteiddar um mig í írlandi, — og alt leynimakkið við vinnufólk milt og fleiri álíka ósvífnispör.« Jeg vildi ekki bera á móti sannleikanum, jafnvel þótt ntjer yrði dálítið felmt við og svaraði því snúðugt: »Jeg hefi aldrei neinskonar sambönd við annara Jajóna eða vinnufólk, herra minn.c »Nei, en þjer notið aðra til þess starfa. Jeg komst að öllu athæfi yðar, þegar þo-parinn var farinn til Englands.* »Par eð þjer, herra minn, leyfið yður að kalla O’Brian kaptein þorpara. verð jeg fyrir hans hönd að tr.ótmaela slíkri ósvífni.« »Alveg eins og þjer viljið,« sagði föður- bróðir minn fokvondur. »En þjer gerðuð mjer mikinn greiða, ef þjer hypjuðuð yður á stund- inni út úr þessu húsi, og ekki þurfið þjer neins góðs að vænta, hvorki af hinum núver- andi nje tilvonandi Privilege lávarði, utan verðugs endurgjalds fyrir ósvífni yðar.« Jeg var orðinn mjög reiður og svaraði því í bitrum róm: »Pess vænti jeg heldur ekki af hvorugum ykkar, en þess vænti jeg af þeim, er á eftir yður kemur, að hann verði mjer hliðhollur svo sem mest má vera — og verið þjer nú sælir, föðurbróðir góður!« Ofsareiði tindraði í augum föðurbróður mins, er jeg hafði sagt þetta, sem bæði var allbert og óhyggilegt undir núverandi kring- umstæðum. Enda kom það mjer í koll seinna. Jeg flýtti mjer út, því jeg óttaðist bæði að mjer yrði fleygt á dyr fyrir augum allra þjón- anna og að frá mjer yrði tekið brjefið til flotamálastjórans. En aldrei gleymi jeg heift- inni í augum hins nýja lávarðar, þegar jeg leit á hann um leið og jeg lokaði hurðinni. Pegar jeg kom út úr anddyrinu, tók jeg á rás heim á leið og hljóp alt hvað af tók. »0’Brian!« hrópaði jeg, er jeg sá hann heima. »Nú er ekki til setunnar boðið; þú verður að flýta þjer alt hvað aftekur og koma þessu brjefi til skila, því þú mátt vera þess viss, að föðurb: óðir minn gerir mjer nú alla þá bölvun, er hann má.« Sagði jeg honum því næst alla ferðasöguna. Urðum við svo ásáttir um, að hann skyldi fara með brjefið, því það hljóðaði upp á handhafa, Jeg var líka viss um það, að ef hann fengi skip til umráða, væri mjer opin staða sem foringi á skipi hans. O’Brian hraðaði sjer á stað og var svo heppinn, að ná strax áheyrn hjá flotamálastjór- anum, sem tók honum alúðlega og lofaði mjög framgöngu hans og hreysli. Kvaðst hann fús að gera hinum háaldraða lávarði allan þann greiða, er hann mætti; væri sjer það líka tvö- föld ánægja, er svo hraustur drengur ætti í hlut. Bað hann svo O’Brian að líta inn til sín eftir tvo daga. Mundi hann þá fá fullnaðarsvar. Petta skrifaði O’Brian okkur strax sama daginn og kvaðst mundu senda okkur línu óðara og hann hefði fengið svarið. En í þess stað kom hann sjálfur á þriðja degi. Fleygði hann sjer fyrst i fang mjer, tók svo systur mína í fang- ið og dansaði og hoppaði með hana um her- bergið. »Hvað gengur að þjer, maður?« hrópaði jeg, en Helena systir mín hörfaði kafrjóð og óttaslegin út í horn. O’Brian tók nú skjal upp úr vasa sínum. »Líttu nú á, hjerna, Pjetur — elsku Pjelur minn! Af stað — strax — til heiðurs og frægðar! Atján fallbyssu briggsnekkja, Pjetur! — »Skellinaðran« — Kapleinninn O’Brian — varðstöð Vestur-Indíur. Heilagi faðir! Jeg er viðutan af gleði!« Og nú ljet hann fallast niður í hægindastól. — »Jeg held annars að jeg sje ekki með fullu ráði,« bætti hann við. »Að minsta kosti held jeg að Helena sje á

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.