Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Síða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Síða 27
N. kv. SKÖPUNARSAGA SLÉTTUFYLKJANNA í CANADA 13 Sér yjir Argyle-byggðir. urnar til og hvernig mýndaðist samruni þeirra og form, við fjöllin að vestan? Hvers vegna óx gras upprunalega á sléttuiium, þar sem mest af meginlandinu var skógi vaxið? Hvers vegna eru slétturnar þaktar þykkum feldi af hinni ríkustu gróðurmold, þegar yfirborð landsins tvö hundruð mílurn norð- ar er gróðurlaust, klettótt land, þar sem mosi festir naumast rætur? Og hvers vegna er regnfall ekki nægilegt á sléttunum miklu, svo nálægt hinni regnsælu Kyrrahafsströnd? Nú fyrst eru jarðfræðingar farnir að átta sig á og skilja sögu hinna miklu lyftinga frá iðrum jarðar og framkalla svör við hinum áður óleystu spurningum og vandamálum. En vegna hinna óljósu svara, sem náttúr- an gefur í þessu efni, eru fræðimenn ekki enn á sama máli í öllum atriðum, en svörin eru smám saman oð koma í sambandi við hina æðisgengnu leit eftir olíu á síðustu árum; þar hefir skapazt ný og sannfærandi hugmynd um jarðfræði í Vestur-Canada. Dag eftir dag grafa jarðborar olíufélag- anna gegnum lag eftir lag af bergundir- stöðu landsins, langt fyrir neðan hina þykku ábreiðu gróðurmoldar og jarðvegs, er þekur slétturnar miklu. Borar þessir flytja til yf- irborðsins bergsýnishorn af svo fornri teg- und, að tímabil hinna tröllauknu „dinos- aura“ sem til voru fyrir hundrað milljónum ára, gæti til tímalengdar-samanburðar hafa verið í gærdag, svo miklu fyrr mynduðust þessar fornu bergtegundir. Á hinni milljón ára löngu sköpunarsögu hafa slétturnar í Canada verið sjávarbotn sex sinnum. Fjöll hafa myndazt og síðan liðið undir lok. Landið hefir borið suðrænan gróður, það hefir einnig verið hulið jökli eins og suður- póllinn. Slíkar hafa andstæðumar verið. Canada hefir lengur verið sævi hulið heldur en þurrt land, vegna þess að áður en Klettafjöllin mynduðust, lagði hafið það undir sig um lengra eða skemmra tímabil, en hörfaði til baka á milli. Hvert sjávarflóð bar með sér sand og sjávarleðju, sem settist í botninn sem gróð- urhella, lag ofan á lag, og í þessi jarðlög,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.