Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Page 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Page 34
20 SKÖPUNARSAGA SLÉTTUFYLKJANNA í CANADA N. kv. Víðáttuhámarki náði „Cretacco“ sjórinn, er hann flæddi inn frá heimskauti til Mexikó, og í Canada frá Klettafjöllum til stórvatnanna. Þessir miklu innlandssjóir höfðu að vonum mikil áhrif á veðurfar þeirra tíma; heita mátti, að hitabeltis- loftslag ríkti við norðurheimskaut. Stein- gervingar frá þeim tíma sýna, að þá uxu pálmatré og fíkjutré í Alaska og brauðtré og kaneltré í Grænlandi. í hinu raka og heita loftslagi uxu þéttir skógar og hitabeltisgróður. Eftir 40 milljón ára dvöl byrjaði hafið enn að hopa á hæli til strandgrynninganna. Trén féllu og drukknuðu og mynduðu þétta flækju af gróðri í botninum, en gátu ekki rotnað af því að vatn og sandur útilokaði loftið. Á þennan máta breyttist þetta botn- lag í mó og sumt í kol, á sama hátt og dýra- leifar urðu að olíu á fyrri tíma. Kolin í Alberta, Klettafjöllum og Este- van mynduðust 40 milljón árum síðar, en af því að þau eru 200 milljón árum yngri en þau frá Pennsylvaníu og Martimes og hafa af þeim ástæðum hlotið minni umbrot og pressu, eru þau linari og lakari tegund en hin. í Banf námunum hafa yngstu kolategund- ir verið í svo stórfelldum umbrotum neðan- jarðar, að þau eru með beztu tegundum þrátt fyrir hinn lága aldur, sem er 100 millj- ón ár. Estavan kolin eru aðeins 25 milljón ára og því mjög léleg og hitalítil. Sama tímabil og framleiddi kolin í Al- berta skapaði skilyrði hinum smærri skrið- dýrum til að vaxa og myndbreytast á 100 milljón árum í hina risavöxnu ófreskju, sem kölluð er „dinosaurus“. Eitt hið stærsta þessara dýra var 90 feta langt og vó 20 tonn. Þetta dýr þurfti að vonum gífurlegt magn af fæðutegundum sér til viðhalds og þarfir þess í þeim efnum voru auðveldlega upp- fylltar í mýrarflákunum í Alberta, er þá voru vaxnir suðrænum gróðri árið um kring. En sakir hinnar miklu stærðar ■— sem enginn jafnaðist við nema hvalurinn -— höfðu þau aðeins einn óvin og það var þeirra eigin þyngd. Sum þeirra voru svo þung að fæturnir gátu naumast haldið þeim uppi nema stutt- an tíma á þurru landi. Á sama máta og hvalurinn leysti úr því vandamáli með því að lifa í hafinu, tók di- nosaurinn það ráð að hafast við í grunn- um vötnum og fenjum, þar sem hans eigið flotafl var til aðstoðar. Víðáttumiklir fenjaflóar voru heimkynni þessara dýra um langt tímabil; sönnun þess eru steingervingar, sem fundizt hafa og bera þess vitni, að hvergi hafa staðhættir verið þeim hentugri en í Alberta. Á tuttugu og fimm mílna spildu hafa fundizt á annað hundrað beinagrindur, þar af þrjátíu í heilu lagi. Ein ferhyrningsmíla auðgaði fornminja- söfn með þrjátíu og einni beinagrind. Slík- ar leifar hafa einnig fundizt meðfram Milk River og Cypress Hills. Dinosaurinn náði hámarki sínu fyrir hér um bil einni milljón ára. Á þeim tíma hefði ekki verið gætilegt að fara í gönguför eða róðrarferð á þeirra slóðum. I upphafi voru þessi dýr aðeins plöntu- ætur og að öllum líkindum gæf og friðelsk- andi eins og kýrnar okkar, en brátt skiptu þau um fæðutegund og urðu grimmar kjöt- ætur, sem engu eirðu. Vafalaust hefur það verið mikil heppni, að þá var enginn mað- ur á jörðinni til að standa andspænis þeim. Framhald.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.