Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Síða 52

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Síða 52
38 DALURINN OG ÞORPIÐ N.Kv. hann gæti, þá sendi hann hana út í yztu myrkur. Mamma! — Hann grúfði andlitið í kodd- ann. Hann sá gröfina hennar í kirkjugarð- inum á Mörfelli, ■— ógróið leiði og visinn lilómskúf. Það rigndi, og loftið var þung- búið, bara einn lítill sólargeisli í fjallshlíð, lengst, ■—t lengst burtu. Mamma hans var dáin. Hann heyrir fólk- ið segja, að hún húi í sumarlandinu bak við gröf og dauða, að hún eigi skínandi klæði og sé alsæl. Hann trúir því ekki, að hún sé alsæl, ef þeim hörnunum hennar líður illa, ef þau eru barin, og ef þau skæla, — nei, svo mikið getur hún ekki hafa hreytzt. Hún gæti komið gangandi í dögginni, lyft klinkunni frá hæjardyrahurðinni og strokið af þeim tárin. Leyfði guð ekki slíkt? Þá var hann vondur. -—- Allir voru vondir. Sigga litla svaf vært fyrir ofan hann, en Valdi til fóta. Þau gerðu sér allt að góðu, létu herja sig án saka, voru hlýðin við stjúp- una. Mikið vildi drengurinn gefa til, að þau væru eins og hann. Stundum finnst honum þau ekki vera systkini sín, lieldur er hann einn í veröldinni, á hvergi athvarf. Stund- um sló hann móður sína og sparkaði í hana. Það er leiðinlegt að verða að kannast við það, en fyrst það er satt verður það ekki umflúið. — Hann átti erfitt með að biðja fyrirgefningar, en mamma vissi samt, að honum þótti vænst um hana af öllum. Ef það væri hjart núna, skyldi hann læð- ast í fötin sín og skóna og laumast út. Hann heyrir ekki til lóunnar lengur, en hann heyrir í fossi. Hvar skyldi þessi foss vera? Fyrir ofan bæinn, í fjallinu á móti? Eða enn lengra burtu? Hann ætlar að gæta að því á morgun. Er þá ekkert gaman að flytja burt? í marga, marga daga hefir hann hlakkað til og vonað, að bak við fjöllin yrði allt miklu hetra, meira frelsi, minni agi, jafnvel bjart- ara sólskin. Og svo liggur hann hér og getur ekki sofið, fyrsta kvöldið sitt á nýja heimil- inu, sárhryggur og einmana og á hvorki föð- ur eða systkini. Það er eftir allt saman kannske ekki svo fjarri sanni, sem hún Helga gamla sagði: að það væri bezt að hafa aldrei verið til.....Þér hefði verið bezt að vera ekki til garmurinn, sagði hún og hún sagði þetta svo oft, hann mundi ekki hvað oft, •— hún, sem var þó alltaf góð við börn. Þá hrökk drengurinn allt í einu við, því að hann fann hreyfingu í rúminu. Eitthvað var að fikra sig áfram eftir sænginni og rétt á eftir fann hann mjúka tungu sleikja sig í íraman. Þetta var hvolpurinn, litli vinurinn hans, sem kunni ekki við sig á köldu gólf- inu og haðst ásjár. Drengurinn opnaði faðm- inn og seppi skreið í velgjuna, en hélt áfrarn að sleikja drenginn í framan. Það voru lians vinarhót, og svo stakk hann köldu trýninu inn undir vanga drengsins. Það var eins og eitthvað þiðnaði, ■— eins og stífla væri tekin úrlæk. Drengurinn fór að gráta, fyrst ákaft, en svo smádró úr því, unz tárin streymdu sjálf- krafa, lieit og stór. Hvolpurinn sleikti þau burt, en svo gafst hann upp við þessa ógnar- sorg, kúrði sig niður og sofnaði. Hann var léttlyndari en sonur mannsins. Þannig lágu þeir lengi. Svo hljóðnaði grátur drengsins smátt og smátt. Hann var orðinn þreyttur á að liggja í sömu stellingum og hreyfði sig lítið eitt. Þá fann hann eitthvað undir handleggnum og þreifaði eftir því. Það var brauðsneiðin hennar Siggu, sem hún átti að borða um kvöldið, en hafði ekki lyst á. Eða voru það ekki tvær brauðsneiðar, klesstar saman og kjöt á milli þeirra. Smjörið var bráðnað. Þegar drengurinn sá brauðið, fann hann til

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.