Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Side 60

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Side 60
46 DALURINN OG ÞORPIÐ N.Kv. sofnaðir. Drengurinn var þreyttur, augna- lok lians þung. Það var heitt í baðstofunni og móða á gluggunum. Hann hlustaði á regnið falla fyrir utan, hljóðlátt regn. Hann settist upp og hlustaði. Jú, nú voru þau sofnuð. Hann sparkaði í gaflinn, en þau hreyfðu sig ekki, rumsk- uðu ekki hót. Hann náði í kjólinn, leitaði l.engi eftir skærum og fann þau um síðir, laumaðist fram í bæjardyr og fór að öllu sem hljóðlegast. Þó að það kosti líf hans, þá skal Finna ekki koma oftar í þennan kjól. Hann klippti kjólinn sundur í smábætur, þennan fallega kjól. Eitt augnablik grúfði hann sig niður að grófgerðu efninu, áður en hann byrjaði að klippa, snerti það með vörunum. Það mátti enginn vita þetta. Hann leit flóttalega kringum sig. Síðan rölti hann með tætlurnar af kjólnum og kastaði þeim í ána. Hann var berfættur í leðurskónum, ökklarnir grannir og hvítir. Áin átti að hera þetta fyrir hann á haf út. Tveim dögum seinna var hann flengdur fyrir tiltækið. Stjúpan lofaði honum því að flengja liann aftur mjög bráðlega. Enginn, sem þekkti hana, efaðist um, að hún stæði við það. III. Það var fátt um gesti í Reykjaseli. Það vakti því furðu mikla, er guðað var á glugga kvöld eitt, er menn voru gengnir til náða og yngri börnin sofnuð. Bjössi var svipstundis glaðvakandi. Hver var að koma? Það reynd- ist vera Jón frændi, kátur að vanda og dálít- ið við skál. Það lifnaði yfir heimilisfólk- inu, húsmóðirin reis úr rekkju og bar frarn mat, drengurinn reis upp í rúmi sínu og kyssti frænda sinn opnurn munni. Komdu hlessaður og sæll. Jón þóttist ekki svangur, en heimtaði kaffi. Finna fór óðara að lífga við eldinn, og skömmu síðar var kaffi á borðum. Steini hýrnaði í bragði við að heyra frétt- ir að heiman, og svo fékk hann hýru út í bollann sinn. Jón var í essinu sínu. Þú ert þó ekki farinn að þykkna undir belti, sagði hann og leit á Finnu, þú mátt nú ekki draga það lengi úr þessu, ef þú átt ekki að lenda í rassinum á tímanum, kelli mín. Hún svaraði: 0, ekki held ég, að liggi nú mikið á. Þá sagði Steini: Ég segi fyrir mig, að ekki vantar mikið á, að ég kveðji kóng og prest og flytji mig til sveitarinnar aftur. Maður lifnar allur við, við að heyra fréttir úr byggð. 0, ég held maður sé nú í byggð, bæði hyggð og sveit, sagði konan og hellti aftur í bollana þeirra römmu kaffi. Gerið þið svo vel. Hvað ætli það sé í sveit, harðbalakotið að tarna. að tarna. Það er á afrétti, sagði Steini, og hvergi í heimi er önnur eins fjallasýn og á Mörfelli. Menn úr öðrum sýslum hafa dáðst að því. Drengurinn lá uppi í rúmshorninu og hlustaði. Hann undraðist, hve föður hans var létt um málbeinið, að hann virtist yngri. Yar Jón frændi með töfradrykk í flöskunni? Það langaði drenginn til að vita. Þá lang- aði hann í kaffi og sneið af hveitikökunni, I íka í sykurmola, allra stærsta molann. Átti hann að biðja? Honum leið vel í hlýju rúm- inu, dögg á rúðunum. Það rigndi úti fyrir, rigndi í logni, yfir græna jörð. Drengurinn sá hvítar tröppurn- ar húsmóðurinnar á Mörfelli, þær, sem lágu upp að húsinu hennar, sá vatnið og kirkju- garðinn og gullrautt hár Maídísar litlu, sá

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.