Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Page 18

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Page 18
136 UM AUÐNIR OG ÁRHEIMA færi Hver myndin tekur þarna við af ann- arri, og allar þó með líku svipmóti, svip hinnar ægilegu orku, sem í árdaga mann- kynsins eða ef til vill löngu fyrr, já, eða kannske líka löngu síðar, ristu þessa tröll- elfdu rún í jarðskorpuna. Hér er allt feikn- stöfum ritað og fegurð, og má segja, að um- gerð árinnar, eftir að hún fellur niður í djúpið, hæfi tign fossins. Hrikalegir hamra- veggir, stórbrotið stuðlaberg, syRur, berg- hleinar, trjónur og gapandi gjár. Og þess á milli gróðurgeirar, blómstóð og birkikjarr þá norðar dregur. En miðdepillinn í allri þessari ferlegu og íurðulegu sýn, er þó ef til vill áin sjálf, þar sem hún brýzt um og áfram óstöðvandi niðri í djúpinu. Knúin fram af sínum eigin þunga og mætti, hefur hún, endur fyrir löngu, rutt úr vegi öllum hindrunum. Nú er að miklum mun þrengra um hana en uppi á hálendinu, og má ætla að hún kunni því illa. Hún skeyt- ir skapi á öllu sem fyrir verður, brýtur á boðum, löðrungar, mótar og mylur eitil- harðar klappir, grefur skonsur og skessu- lcatla, rís í freyðandi rastir eða hægir á sér í hyldjúpum kerjum. Og þarna er hver fossinn af öðrum norð- ur eftir gilinu: Hafragilsfoss, Réttarfoss og Vígabergsfoss. En enginn þeirra er líkur Dettifossi að fallhæð, þótt tilkomumiklir séu. r A sumum stöðum fer svo lítið fyrir ánni, ofan af hágilbarminum séð, að mörgum myndi áreiðanlega finnast ótrúlegt, að þarna sé sama fojraðið á ferð, og er hjá Grímsstöðum á Fjöllum, eða við Jökulsár- brú í Öxarfirði, ef hann eklci vissi. Slíkum klettaböndum er áin reyrð þarna, og hæðin miki] ofan af brúninni og niður í botn gils- ins. Eg þramma út gilbarminn, og hraða för- N.Kv. inni eins cg ég get, til að hafa birtu sem lengst norður. En nú var þreytan farin að segja til sín í fótleggjunum. Þó er leið mín ekki nema vel hálfnuð hjá Dettifossi. Lítill gróður er þarna uppi fyrst í stað, en fer þó fljótlega nolckuð vaxandi. Það vakti athygli mína, að þarna var gnægð sæniilega þroskaðra krækiberja, hin einu er ég sá á þessu sólríka sumri hjá okkur Norðlendingum. Hefur vetrarsnjór efalaust legið hér yfir þegar maíhretið gerði um vor- ið, og nægilegur raki haldizt svo í jörðinni fram eftir sumrinu. Því vart er þess að vænta, að úðinn frá fossinum liafi borizt svo langt norðureftir í hinni ríkjandi suðvestan- átt sumarsins, að hann hafi getað veitt lyng- inu þá vætu, sem berin þurfa til vaxtar sér. Á fyrra hluta 10. tímans fór að bregða birtu, enda var nú heiðríkjan horfin, og iiiminninn orðinn skýjaður. Þó var veður enn hlýtt og kyrrt. Eftir rúmlega 1% stundar göngu frá Detti- i'ossi birtist mér nýtt útsýni, og einkar fag- urt norður með Jökulsá. Austurgilbarmur- inn, sá er ég hafði gengið eftir, vísar nú nokkuð norðaustur á við, hækkar lítið eitt og hverfur að lokum inn í hæðadraga heið- arinnar. Jafnframt þrjóta hér hamrarnir að mestu leyti, svo að þarna norður eða norð- austur, myndast fjallshlíð, gróðri prýdd og skógi skrýdd upp undir brún. Og þar sem áin heldur sönm stefnu og áður eða jafnvel vestlægari, þá verður þarna undirlendi nokkurt, breikkandi til norðurs, eftir því -sem hlíðin fjarlægist og smáhækkar einnig í sömu átt með því, að brátt myndast nýir klettar að ánni, sem ná fullri hæð allmiklu utar. Heita þarna Forvöð, með og næst ánni, skjólríkui staður, og einn hinn fegursti við jökulsá, gefa Hólmatungum lítið eftir, hvað það snertir, en þær eru nær andspænis þar,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.