Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Síða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Síða 30
148 ÚR ENDURMINNINGUM GÍSLA Á HOFI N.Kv. lega, en Lann kvaðst hafa gegnt í sama tón. Hefði þá Jón verið búinn að þrífa skófluna og slegið henni flatri ofan á hausinn á sér fyrir aftan og ofan heyrað. Ekki kvaðst hann svo muna neitt eftir sér fyrr en hann befði raknað við inni í rúmi. Var hann þá mjög ringlaður og vissi varla í þennan heim eða annan. Þó hráði fljótlega af honum, en eftir það fór hann að fá þessi brjálsemisköst. Þau gátu orðið svo alvarleg, að oft og tíðum braut hann margt lauslegt, og í eitt sinn munaði litlu að hann yrði tveim mönnum að bana, 2. des. 1897. Var hann þá staddur á Ytra-Hvarfi, og einhver var að kveða rímur, þar sem mikið var um stríðs- og bardaga- írásagnir. Rýkur hann þá upp, nær í gæru- hníf, sem þar var upp undir, og bregður á háls Sólveigar húsfreyju. Vinnumaður, sem þar var, þrífur til Björns, en hann skellir hnífnum á kjálkann rétt fyrir neðan eyrað og risti skurð framaf, og svo fast fylgdi hann eftir, að hnífurinn skar gegnum prjóna- peysu og þykka prjónaskyrtu og inn í brjóst. Svo hafði viljað til að skurðurinn á hálsi Solveigar hafði hvorki lent á hálsæð né skorið gat á barkann. Skurðurinn var þó ná- lega fimm þumlunga langur, og rnikið hafði hún einnig skorizt á hendi, því að hún þreif um hnífinn, er hún sá, hvað verða vildi. Jóhann bóndi var ekki heima, var suður á Syðra-Hvarfi og ætlaði að vera þar um nótt- ina. Var svo sent óðar suður í Syðra-Hvarf og Jóhanni sögð tíðindin. Fór ég með honum út eftir, og reyndum við að búa um áverk- ana, eftir því sem föng voru til. Sár þeirra greru sæmilega og höfðu ekki aðrar afleið- ingar en stór ör, en það er af Birni að segja, að eftir tilræðið rauk liann á dyr með hníf- inn í hendinni, og morguninn eftir var hann í fjóstóftinni á Sökku, og nokkru seinna íannst hnífurinn þar á vegglægju. 10. og 11. des. var réttarhald í þinghúsi hreppsins. Kallaði sýslumaður Björn fyrir rétt, og var ekki mikinn bilbug á honum að finna. Mælti hann ýmis ókvæðisorð. Segir þá sýslumaður við hann: „Veizt þú ekki, að þú ert hér fyrir rétti, eða þekkir þú mig ekki?“ Þá segir Björn: „Það held ég þekki þig, sonur hans Jóns Borgfjörðs, sem stal frá mér hundrað tímaritum, og varst fluttur hreppaflutningi í mykjukláf suður á land.“ Dómur féll svo í málinu, og var Björn dæmdur í tukthúsvist, ekki man ég hvað lengi, en ekki voru það margar vikur. Flutti hreppstjóri hann íil Ak- ureyrar, sem þá var Halldór Hallgrímsson á Melum, ásamt fleiri mönnum. Komu þeir síðla um kvöld til Akureyrar og fengu að- setur fyrir Björn í heyhlöðu, og vöktu þar þrír eða fjórir menn yfir honum um nóttina. Um morguninn komu þeir með Björn á veit- ingastofu að fá sér og honum einhverja Iiressingu. Var hann þá óbundinn, en Hall- dór hreppstjóri ekki hjá þeim staddur í bili. Brá hann þá snögglega á sig, lirinti öllu frá sér og þaut út. Halldór varð þessa fljótt var

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.