Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Page 33

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Page 33
N. Kv. ÚR ENDURMINNINGUM GÍSLA Á HQFI 151 Jiátt manna, þeirra er hann orti um. Sumir voru jafnvel í öllum fánalitunum: Jóna er rauð um andlit auð og kolblá í framan, livít á kinn er sérbvert sinn.* Um aðra konu er þetta: Blá í framan Alla er oft með hárið flókið, les á kvöldin, líkar mér, lifrauð er á skrokkinn hér. Um Sigurhjört á Urðum kvað hann þetta: Hjörtur hvítur hermir frá, hans er andlit bjart að sjá. Guð ákalla gjörir sá, glöggt hann lofar himnum á. Um Þorstein á Urðum þetta: Uppi í rúmi liggur langur loftsuppgangur. Allur livítur er og rangur eggteins hangur. Rúm Þorsteins var við stigann upp á loft- ið. Um ungling, sem hljóp út í öskrandi stór- Jiríðarbyl, kvað hann þessa vísu: Angantýr í eldinn fór, af Jjví grænn liann verður. Iíeyrðist þá í lijarnakór, hríðarstrokan stendur. Um mig orti hann þetta: Gísli á Hvarfi, grerinn karfa ullar, stilltur, djarfur stangaver, smíðastarfi vanur er. Stundum kom að Birni þvílíkt æði, að honum þótti sem hann þá herðist við bjarn- dýr, forynjur og tröll. Braut hann þá allt og bramlaði. Undan fjárhúsi á Syðra-Hvarfi hafði hann í einu slíku kasti slegið nær all- ar stoðir, er að var komið, og mátti kalla heppni, að eigi hryndi húsið á hann ofan. Oðru sinni var það á Syðra-Hvarfi á sunnu- degi skömmu fyrir jól, að ég kom að hlöðu- * Ilér er sleppt úr óskiljanlegri hraglínu, sem liöfð er á fleiri en einn veg. dyrum. Þá hamast Björn þar með heymeis- ana, sendir þeim af afli á stoðir í lilöðunni og mölvar þá hvern af öðrum. Talaði ég þá til hans af nokkrum þjósti. Rýkur hann þá upp og út úr hlöðunni og sýnir sig í því að ráðast á mig. Þar var fleira fólk úti á hlað- inu. Eg var viðbúinn, ef hann skyldi ráðast á mig, en þegar hann á svo sem faðm til mín, stanzai hann og lætur dynja yfir mig skammir og ókvæðisorð. En þá ögra ég hon- um að koma, ef hann þori, en hann hikar við og hopar heldur undan. Ég fylgi honum eftir og segi honum, að nú reki ég hann burt af heimilinu, hanri þurfi ekki að hugsa sér að koma framar, ef hann liagi sér svona. Fylgi ég honum svo eftir ofan fyrir hlað- brekkuna, en hann heldur áfram niður fyrir lún. Þar staðnæmist hann og gengur þar um gólf nokkurn hluta dags eða jafnvel fram undir rökkur, kemur þá upp undir hlað- hrekkuna, kallar til einhvers, sem er heima á hlaðinu og biður að skila til Ingibjárgar konu minnar, að sig langi til að fá að tala við hana. Kom hún þegar út. Þá segir Björn: „Blessuð góða, Ingibjörg mín, reyndu nú að hafa allra mestu ósköpin úr honum Gísla, svo að ég fái nú að vera hérna yfir jólin.“ Þetta varð svo að ráði, og var þá karl mjög Ijúfur alllengi þarna á eftir. Aldrei vildi hann vera inni við húslestur, meðan sungið var, en ræður og prédikanir vildi hann gjarna heyra. Við ekkert var hann jafn- hræddur og skotvopn. Mátti hann naumast sjá byssu, svo að ekki ryki hann hurt af heimilinu. Miklar líkur eru á, að hann hafi einhvern tíma verið hræddur með skot- vopni. Björn andaðist í hlöðu á Tungufelli 27. janúar 1907, ég lield úr lungnabólgu.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.