Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 49
N. Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 167 Já, svaraði presturinn. Maður þessi fór ungur af landi burt til Ameríku •— og ílend- ist þar. Hann hefur ort mikið af fögrum kvæðum. Og ennfremur: Hann er á undan samtíð sinni um marga hluti. Það skildi drengurinn elcki. Þeir gengu út. Ræðan prestsins lá hálf- skrifuð á borðinu. I fjallshlíðinni var stór, bjartur regnbogi og prestkonan kom að ut- an með moldugar hendur. Hún hafði verið að reyta arfa úr garðinum. Á neðsta þrep- inu nqest hlaðinu sat blindur maður, hvítur fyrir hærum, faðir prestkonunnar. Hann þekkti fólkið á fótatakinu og sneri nú blind- um augum sínum í þá átt er þeir komu úr. Er það litli stúfur, spurði Iiann. Drengurinn sagði til sín. Presturinn tal- aði nokkur orð við gamla manninn, sagði Lonum frá regnboganum og skýjafarinu. Hinn kinkaði kolli. Hendur hans voru hvít- ar og visnar og hann fálmaði eftir stafnum sínum. Dóttir hans kom að í þessu og sagði: Þú æltir nú að fara að liátta, afi nrinn. Það segir þú satt. Gamli maðurinn stóð upp með erfiðismunum, strauk kuldatár af sollnum hvörmunum með handarbakinu og studdist við arm dótturdótturinnar upp þrepin. Drengurinn hafði ekki af þeim aug- un. Presturinn sag ði: Hann hefur verið blindur í fimmtán ár. Þetta varð drengnum ærið umhugsunar- efni fyrst á eftir. Hann var tvo daga um kyrrt, eins og um var talað. Presturinn talaði við hann um bækur og þá menn, sem skrifað höfðu bæk- urnar. Drengurinn fékk fleiri bækur að láni og bjó um þær í selskinnstöskunni litlu, sem hann svo spennti fyrir aftan sig í hnakkinn. Það var enginn merkishnakkur, dálítil púta, sem faðir hans hafði keypt á uppboði um vorið. Það rigndi inn til fjallanna þennan dag, og einhvers staðar þar inni í regnblám- anum var telpa, sem hét Björk Ingólfsdóttir. Hún átti nýjan lmakk. Hún var löngu löngu orðin læs, en hún skildi samt ekki lesa eins margar bækur og hann. Hann kvaddi prestskonuna og gamla manninn og þakkaði henni fyrir sig, kvaddi allt heimilisfólkið. Blesi stóð söðlaður í varpanum og reif í sig grængresið, eins og hann hefði soltið þessa daga. Svo var þó ekki, því kjarngresi var í hlíðinni og mó- arnir við túnið loðnir. Blesi hafði verið heftur rækilega og sátu för eftir haftið á báðum framfótum hans. Þarna var og reið- hestur prestsins söðlaður, því kennimaður- inn ætlaði að fylgja gesti sínum úr garði. Veðrið var blítt. Þeir riðu ofan tröðina og drengurinn leit þakklátum augum til baka. Vegurinn var ósléttur. Blesi Imaut um stein og þar kom hæð, sem fal hvíta húsið sjónum drengsins. I hvíta húsinu bjuggu þau, hún með blórn sín, æsku og fegurð og hann með bækur sín- ar og þekkingu. Drengurinn tók fastar í tauminn og þar kom lækur og Blesi vildi drekka. Idann fékk að drekka nægju sína. Þeir stigu af baki hestum sínum við ann- an læk, skannnt frá bænum Á. Þarna ætlaði presturinn að skilja við drenginn og bað hann fyrir bréf að A. Presturinn mátti ekki slóra lengur, messudagur að morgni og ræð- an ósamin, eða ekki vissi drengurinn til þess að prestur hefði setið við skrift, meðan þeir dvöldu undir sama þaki. Blöðin, sem dreng- urinn sá á skrifborði hans fyrsta kvöldið voru gamalt þing. Það vissi drengurinn síð- ar. Þeir sátu um stund í grashvammi við lækinn og horfðu á strauminn, sem braut á nokkrum steinum skammt frá bakkanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.