Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Side 52

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Side 52
170 DALURINN OG ÞORPIÐ N.Kv. finna og nú hvíldust þau, meðan merinirnir sváfu. Drengurinn Ijrosti ekki lengur. Hlakkar pabbi mikið til, þegar dreng- irnir hans eru orðnir stórir? Hann settist í hlaðvarpann. Hann undi hinni gullnu kyrrð, hinni móðurlegu hvíld, sem vornóttin bauð. Skúraskýið læddist liægt yfir hlíðinni á móti, en kögur þess roðnaði skymdilega, breyttist í sindur regn- Jjogans í hinni miklu deiglu allra lita. Nú sváfu allir. Nei, þar kom kötturinn, steig ofur varlega út fyrir þrepskjöldinn, því bær- inn var í hálfa gátt. Kisa lygndi augunum rnóti birtunni, brá svo annarri löppinni yfir augun, eins og manneskja, sem þurrkar móðu af gleraugunum sínum, eða tár af hvarmi. Svo læddist hún suður hlaðið og út á varpann. Hún tók upp lappirnar til skiptis og hristi þær, því varpinn var votur en kisa þrifin. Hún sló út löppinni eftir flugu, sem ílaug rétt við trýnið á henni, eldsnöggt, og veiðiviss missti kisa ekki marksins. Síðan brá hún sér upp í bæjarsundið og skimaði að húsabaki, þar sem hún heyrði tísta í smá- fugli. Búrgluggakrílið varð fyrir henni liálft á kafi í grasi. Hún læddist áfram, með rófuna upp í loftið, á votum þófum og í veiðihug. Drengurinn horfði á eftir henni, þar til hún hvarf bak við bæinn. Skemman snéri skökku þili fram á hlað- iö. Viðirnir í henni voru fúnir og norður- veggurinn að hruni kominn. Það lá haugur af mold inni á gólfinu. Bæjardyrnar voru litlu skárri. Það byggir enginn upp í Reykjaseli. Það voru kannski gerðar áætl- anir urn að byggja stórar kirkjur og gengið með samskotalista um dalinn eins og í fyrra, en þessi bús vorn látin eiga sig, eins og vetrarveðrin skildu við þau. Faðir drengsins var búinn að ditta mikið að húsuin í Reykjaseli þessi ár. Hann Jjyggði nýtt fjós, hlóð vegg í búrið, keypti árefti ntan frá sjó og dittaði að báðum fjár- Lúskofunum. keypti maskínu í baðstofuna o. fl. I vor hafði hann hugsað sér að rífa skemmuna, eða að minnsta kosti þakið og norðurvegginn. Einu sinni stóð drengurinn hjá honum og spurði: Hvað færðu fyrir að gera allt þetta, pabbi minn? Þá hafði faðir hans rétt sig upp sem snöggast og tekið hendinni aftur fyrir bakið, eins og hann kenndi til. Hann svaraði: Og ætli það verði nú ekki lítið. Þetta svar líkaði drengnum ekki. Honum fannst sanngjarnt að slegið væri af eftir- gjaldinu, svo faðir hans hefoi eitthvað fyrir sína vinnu. En eigandinn var á öðru máli. Hann sasði, að ekki væri sín þægðin. Hann sagði ennfremur, að sér væri ekki kunnugt nm annað, en byggingin í Reykjaseli væri forsvaranleg, þegar inn væri komið, þó ekki væri konunglegt heinr að líta. Hann sagði að fátæklingar ættu ekki að gerast of heimtufrekir, heldur hugsa meira um að standa í skilum. Hann sagðist ekki kæra sig um að byggja sínar jarðir upp á að fá eftirgjaldið greitt í dútli. Ekkert af þessu hafði farið fram hjá drengnum Hann undraðist þolinmæði föð- ursins og skildi ekki að hún kom af nauð- syn. Hann borgaði öll prestsgjöld, öll eftir- gjöld upp í topp og lét sinn síðasta pening, þegar skuldunautarnir kröfðu. Drengurinn tók upp bækur sínar og fletti þeim. Flóra vakti athygli hans. Hann lagðist á magann, með hönd undir kinn, olnbogana i grasinu og las urn ættir blómanna, athug- aði myndir af þeim. Hann dáist að þeim manni, manni, er svo mikið vissi um blómin. Hann las af kappi, meðan vornóttin tendr- aði eld sinn yfir fjöllunum. Gráar hlíðarn-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.