Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 56

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 56
174 DALURINN OG ÞORPIÐ N.Kv. liinni heilögu sorg í ilmi hinna góðu bökun- ardropa. Það skal enginn geta sagt með sanni að honum hafi verið holað eins og rakka ofan í jörðina, sagði Finna. Konan á A gaf efnið í líkklæðin og saum- aði þau framfrá. Hún klippti út rósir og laufaskurði í koddaverið og lakið. Dreng- urinn stóð þögull og horfði á, rneðan verið var að búa bróður hans út í kistuna. Hann íékk ekki varizt þeirri hugsun, að eiginlega hefði Valdi átt að fá þetta hvíta yndislega ver fyrr, meðan hann var lifandi. Nú virt- ist hann enga hugmynd hafa um, hvað ver- ið var að gera fyrir hann og var svo fölur og alvörugefinn að eldri bróðirinn sneri sér undan. Harm leit á konuna frá Á, en hún virtist ekki taka eftir honum. Þá hljóp dreng- urinn út. Þegar kistulagt var, voru sungnir sálmar, en fólkið var óvant að syngja. Raddir þess litruðu óframfærnar á tónunum og fylgdust ekki að. Þá var það að Bjössi reyndi enn á þolrifin í stjúpu sinni og öðru skikkanlegu fólki. Hann stóð fram í bæjardyrum út við vegg, reytti úr honum smátætlur þver á svip og fékkst ekki til að koma inn fyrr en gest- irnir voru farnir. Fólkið skildi eklci, hvað honum gat þótt. Hann grét ekki við jarðarförina og kom ekki þannig fram að neinn gæti dáðst að. Stjúpan andvarpaði, hann er engu barni lík- ur og fólkið sá nú að eitthvað var hæft í því. Konan frá A hélt þó alltaf heldur í hönd með honum. Þá var ræðan prestsins ekki eins og hún átti að vera. Þarna fór hann að ræða um basl og strit fátæklinganna í stað þess að lýsa himnaför Valda og dýrðlegum móttökum þar efra. Presturinn talaði nógu einarðlega um baslið og hversu úr því mætti bæta, en var það nokkurt guðsorð að tarna? Fólkið hélt ekki. Presturinn var orðhægur, gróska í máli hans og áherzlurnar fallegar, en fólkið beið endalaust eftir guðsorði. Að halda líkræðu og þess utan yfir saklausu ]jarni, án þess að tala nokkuð um blómin á eilífðarenginu og engla guðs í paradís, það var meira en fólkið gæti þolað. Þó var það ekki fjarri því, að lífskjör Valda litla hefðu kannski verið lakari en skyldi og skapað honum aldurtila, en fyrst og fremst var þó fólkið þar komið til að heyra frá því sagt, hve miskunnsamur sá faðir væri, sem ætl- aði hverjum sitt skapadægur. Vonbrigðin voru mikil. Bjössi hlustaði með athygli á ræðuna og hafði ekki augun af prestinum. En hún var svo stutt og allt í einu kipptist drengurinn við í sætinu. Það var byrjað að syngja sálm- inn um blómið og sláttumanninn, þann sálm sem hann vildi aldrei að eilífu hlusta á, því að hann var sunginn í kirkjunni þegar hún móðir hans dó og var jörðuð í kirkjugarð- mum á Mörfelli. Hann sneri sér út að glugg- anum, tók húfuna sína milli handanna og kreisti hana. Hann deplaði augunum ótt og litt, en um munninn kom hinn strangi svip- ur, sem minnti á fullorðinn mann. Eg skal ekki. — Þarna var lítill ralcki fram á hlað- inu og annar stærri, sem ætlaði að bíta hann, þarna var heygrind og sleði og sólskinsblett- ur fjær upp í hlíðinni. Svo ætlaði prestskon- an að gróðursetja blóm á leiðið hans Valda, og þegar sunnanblærinn kemur aftur í vor, inan hann eftir því. Drengurinn stóð við gröfina meðan hún var að fyllast. Að end- ingu gerði hann klaufalegt krossmark yfir dökka moldarþústina með kaldri hendi, — af því hinir gerðu það. Það var milt haust- veður, hlíðin bliknuð og engjalitirnir horfn- ir, rauða engjarósin dáin, forarpollar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.