Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Qupperneq 57

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Qupperneq 57
N. Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 175 liiaðinu. Og prestskonan strauk honum um vangann, þegar hann kvaddi og fór. Þá voru þau bara tvö, óskabörn úr gam- alli sögu og drengurinn var systur sinni betri en áður. Honum skildist, hvað hún hafði rnisst. Hann stríddi henni minna fyrst á eftir. Þegar fram liðu stundir, var það Valdi sem var tekinn í tölu dýrlinganna. -— Manstu ekki hvað hann bróðir þinn heit- inn var þægur, sagði Finna, þegar Sigga færðist undan að þvo sokkaplöggin úr köld- um bæjarlæknum. Hún var svo handsmá, að hún átti erfitt með að snúa plöggunum við, ef þau voru stagbætt. — Skammast máttu þín, ef þér yrði nokkurn tíma hugsað lil hans bróður þíns heitins, eins og hann var í alla staði, sagði stjúpan við Bjössa, þegar hann braut lögin. — Ja, það mátti nú segja, að hann Valdi sálugi var gott barn, alveg fram úr skarandi, sagði hún andvarp- andi við grannkonurnar. Og hann var lang- bezt gefinn af þeim systkinunum, bæði íil munns og handa, bætti hún við. Dirfðist Bjössi að rifja upp einhver smávansmíði á þessum litla dýrlingi heimilisins, varð hún æf og sagði, að það væri eftir honum, að ausa svívirðingum á bróður sinn látinn — og það líka annan eins bróður. Samlynd- ið batnaði sízt með árunum, eftir því sem fleiri erjur og meiri þreyta lögðust í skapið. En drengurinn var allt annað en ánægð- ur með minnirigu bróður síns í þessum um- búðum. Idann vildi ekki að smíðað væri aí henni neitt helgilíkneski, neinn lítill heimilisguð og'að allt mannlegt væri þurrk- að úr svip hans. Hann vildi hugsa um Valda, eins og hann var, meðan hann var á lífi, mitt á meðal þeirra, í leikjum og misklíð og takmörkun þess mannlega. Og hann gerði það, hvað sem hún sagði. En er fram liðu stundir var það prestur- inn, sem sagði lausu brauðinu og hvarf lit í víða veröld. Einhver sagði, að hann hefði komizt að sem kennari við eiirhvern skóla í höfuðstaðnum, aðrir að hann ætlaði að sigla sér til heilsubótar. Það kom nýr prestur í brauðið. Sá prédikaði hreint og ósvikið guðsorðið og var ekki að fara í felur með það, hve mikið hann vissi um líðan manna eftir dauðann og allar þær himnesku vistar- verur, sem dauðlegum mönnum eru þar fyr- irbúnar. Það I íkaði fólkinu. Presturinn átti að halda sér við textann, allt raus um ein- stæðingana og ekkjur, tilheyrði því ver- aldlega, enda var þar allt eins og guð hafði íyrirhugað. Svo var prestur þessi mikill bú- maður og átti sauði feita, kona hans var maddömulegri en kona fyrirrennarans og gekk á íslenzkum húningi, en það var einnig talin mikil dyggð. Þá hirti hún lítið um pottaplöntur og annan hégóma og var um fiest manneskjulegri, en kona fyrri prests- ins. Sá var og fljótur að gleymast. Einn var þó sá er. ekki sætti sig við skipt- in og það var Bjössi litli í Reykjaseli. Hann gleymdi ekki vini sínum en hugsaði oftlega til hans. Drengnum hafði ekki gefizt tóm til að skila aftur bókunum, því prestur kvaddi engan. Það var drengnum áhyggjuefni. Það var lítið betra en þjófnaður að halda eftir því sem manni var lánað. Svona fór þá með alla þá er voru drengn- um góðir. Þeir fóru burt. Fyrst móðir hans og Gunnar gamli, þá Helga í Mörfelli og Maídís hin ljóshærða og síðast þessi góði prestur. Drengurinn var alltaf að kveðja og alltaf að sakna. Systkinin gengu á farskólann í dalnum. Það var kennt á tveim bæjum, sína tvo mán- uðina í hvorum stað. Það þótti kappnóg fyr- ir börn, sem áttu að fara að vinna fyrir sér,_
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.