Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Síða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Síða 6
52 BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON N. Kv. Hólmfriður, Björgvin og Margrét dóttir þeirra í samsœti í Winnipeg 1955. bara ekki augu til að sjá. Veröldin er full af hljómlist, en vér heyrum hana ekki. Tón- skáldið kennir oss að heyra. Öll tilveran er full af dýrð guðs. Vitur maður hefur sagt: Fegurðin er ljómi sannleikans. Og franska skáldið Baudelaire mælti eitthvað á þá leið, að í Ijóðlist og tónlist skynjum vér eitthvað af fegurð eilífðarinnar. Því hygg ég, að allir miklir listamenn gangi á guðs vegum, enda þótt þeir geri sér ekki alltjent grein fyrir því sjálfir. Af hverju er þessi list sprottin nema af ofsalegri leit andans að fegurð upphæðanna? Hún er draumur hinna jarðbundnu um stjörnur himinsins. Skáldin reyna að höndla hin gullnu augnablik yndisleikans og fá þau til að nema staðar og hvergi skynjum vér þessa hamslausu þrá greinilegar en í tónlist- inni. Hún er sprottin af tilfinningunni fyrir hinni óumræðilegu, yfirskilvitlegu fegurð, sem setur hugann í uppnám og endurvekur sömu tilfinningar í annarra brjóstum. Eins og glöggt kemur í Ijós bæði í kvæð- um Matthíasar Jochumssonar (Söngtöfrar) og Einars Benediktssonar (Svanur) ber öll- um stórskáldum saman um það, að tónlistin sé tungumál æðra vitundarlífs og gagn- þrungin af heimþránni til guðs: Öll helgisvör heilags anda, öll tilbeiðsla í tónum lifir. Hvert er þá hlutverk listamannsins annað en það að lyfta tilfinningum mannkynsins og vitundarlífi upp í hærra veldi, til æðri menningar, nær guði? Engir hafa því gefið oss dýrmætari gjafir en þeir, sem gert hafa oss skyggnari á fegurð, og skilið hafa eftir hjá oss listaverk í litum eða orðum eða tón- um, sem fyllt geta oss unaði, er verður vor ævarandi eign í lífi og dauða. Björgvin Guðmundsson lifði án efa marga daga, sem honum voru merkilegir fyrir það eitt, að á þessum dögum skynjaði hann og skrifaði niður hrífandi tónlist. Allir aðrir dagar voru honum ekki annað en skugginn af þessum leiftrandi augnablikum, já, jafn- vel angist og þjáning meiri en menn vita. „Hverf eigi, þú Ijómandi augnablik," lætur Goethe eina af söguhetjum sínum segja, og sama bæn stígur frá brjóstum allra, sem ganga listinni á hönd. Þeir lifa í rauninni ekki á öðrum stundum en þeim, þegar sköp- unarandinn er yfir þeim, meðan innblástur- inn varir. Hinn tíminn er eins og myrkrið fyrir utan, bylgjudalurinn, magnleysið og svefndrunginn undir fjallsrótunum. Þeir fyllast örvænting, ef þeim finnst gáfa sín vera að þverra, og verða stundum fyrir það óþolinmóðir og viðskotaillir, finnst allt ganga á móti sér og öll veröldin andstæð og óþolandi. Slík augnablik gátu komið fyr- ir Björgvin eins og marga aðra listamenn, þó að venjulegast væri hann manna ástúð- legastur, einlægastur og skemmtilegastur og óþrjótandi brunnur fyndni og gamanyrða.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.