Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Page 7

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Page 7
N. Kv. BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON 53 Samt verður þunglyndið alltaf fylgja lista- mannsins, gleðin og sorgin haldast í hend- ur, ljósið og myrkrið. Það er spennan milli þessara andstæðu skauta, sem oftast verður kveikjan að listaverkum. Fyrst krossfesting- in, svo upprisan. Ef vér höfum þetta í huga skiljum vér betur listamenn eins og Björgvin Guð- mundsson. Andstæðan milli hins innra og ytra í lífi þeirra er ekki annað en spennan milli fagnaðar og örvæntingar, og hið síðara er skugginn af hinu fyrra. Sá Björgvin Guð- mundsson, sem vér þekktum hversdagslega var að vísu sérkennilegur persónuleiki, mik- ill fyrir sér, stórorður, hreinlyndur og gam- ansamur, en umfram allt einlægur og ástúð- legur vinum sínum. Samt var þessi Björg- vin ekki annað en skugginn af hinum innra manni, sem aðeins er unnt að kynnast af tónverkum hans. Og það verður sá Björgvin, sem lifir. Það verður alltaf innri maðurinn, hinn huldi maður hjartans, sem rís upp af brest- andi bárum hverfleikans, maðurinn, sem sumum tekst svo vel að dylja fyrir öðrum, hinn sanni maður. # # # Björgvin Guðmundsson fæddist að Rjúpnafelli í Vopnafirði 26. apríl 1891. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi þar og kona hans, Anna Margrét Þor- steinsdóttir frá Glúmsstöðum í Fljótsdal. Hafði hún flutzt ung mær úr Fljótsdalnum til föðurbróður síns og konu hans, er bjuggu á Merki á Jökuldal, en hörfað með þeim hjónum austur í Vopnafjörð undan ösku- fallinu, sem varð af Dyngjufjallagosinu ár- ið 1875. Hún var af ætt Þorsteins jökuls á Brú, en sá ættleggur var vel að sér gerr og hamrammur, enda sagður vera kominn af Guðbjarti flóka, galdrapresti í Laufási, sem orti dansa og kvað við raust. Ætt föður hans má rekja til Möðruvallapresta og séra Ólafs Guðmundssonar, sálmaskálds á Sauðanesi. Eru þeir Björgvin og Jón Árnason banka- stjóri bræðrasynir. Annars er mér ekki kunnugt um lista- gáfur í ætt Björgvins hið næsta honum, nema faðir hans mun liafa verið mjög söngvinn og lagvís. En auðvitað er það ekk- ert að rnarka, slíkar gáfur geta legið í lág- inni, þar sem engin tækifæri eru til listiðk- unar og allir eiga fullt í fangi með að bjarga lífinu. Á uppvaxtarárum Björgvins lá Vopnafjörður mjög utan við alfaraveg og var eins og veröld fyrir sig. Sími var ekki lagður þangað fyrr en 1906, og segir Björg- vin í Minningum sínum, að svo lygilegt hafi það þótt í ungdæmi sínu, að skáld gætu fæðzt í Vopnafirði, að kæmist kvis á um það, að unglingar færu að leggja sig eftir tón- smíðum, þá hafi verið um það rætt í hálfum hljóðum, hvort ekki myndi vera að búa um sig geðbilun í þeim. í þennan tíma var litið á kirkjuorganista og menn, sem eitthvert skynbragð báru á nótur, sem hálfgert veraldarundur, enda var tónmenning þjóðarinnar á frumstigi. Með sönglagaheftum sínum hafði Jónas Helgason að vísu unnið mikið og gott brautryðjanda- Haraldur Sigurðsson pianisti og hjónin Hólmfriður og Björguin Guðmundsson i skógi utan við Kaup- mannahöfn.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.