Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Side 15
N. Kv.
ÍSLENZKIR ÆTTSTUÐLAR
61
Gunnar Guðmundsson os: Guðrúnu Teits-
o
dóttur, móður hans, á Breiðabólsstað í
Fljótshlíð. Mæðginin seldu og gáfu síra
Jóni 40 hundruð í jörðinni Kollabæ í
Fljótshlíð og 2 hundruð betur gegn því,
að Guðrún fengi ævinlegt framfæri hjá síra
Jóni og erfingjum hans, og því, að síra Jón
gyldi Gunnari 5 hundruð í þarflegum pen-
ingum.77)
Víst er, að erfingjar síra Jóns frá Haga
áttu Kollabæ og því er eflaust hér um hann
að ræða.
Það er líklega síra Jón frá Haga, sem
fer jörðina Vindás í Landeyjum til fullrar
eignar hjá Magnúsi á Krossi í Landeyjum
Magnússyni fyrir þá peninga, sem Magnús
varð Grími Jónssyni og síra Jóni Gíslasyni
jáza. Gerningurinn fór fram á Krossi 25.
maí árið I500.78)
Ti! er skrá um eignir Breiðabólstaðar-
kirkju í Fljótshlíð þegar síra Ögmundur
Pálsson tók við af síra Jóni Gíslasyni, og
niun það hafa verið um 1504.70) Eftir því
hefur síra Jón fyrst haldið Breiðabólsstað,
en síðan tekið Holt.
Síra Jón Gíslason er meðal dómsmanna á
hreiðabólsstað í Fljótshlíð 11. marz 1510,80)
°g enn er prestur með því nafni vottur
1 Skálholti 14. apríl 1519.81) 30. septem-
ber 1521 er síra Jón Gíslason, prófastur,
meðal dómsmanna á Breiðabólsstað f Fljóts-
hlíð.82)
Síra Jón Gíslason er meðal votta að
skiptum milli Hólmfríðar Erlendsdóttur og
barna hennar og er það eflaust síra Jón í
Flolti.83) Tveir Jónar Gíslasynir prestar
eru í prestadómi á Reykjum á Skeiðum 16.
febr. 1523, og er annar þeirra sennilega
Slra Jón í Holti.84) Það er e. t. v. hann, sem
77) D. I. VII, bls. 316.
78) D. I. VII, bls. 483-484.
79) D. I. VII, bls. 735-736.
80) D. I. VIII, bls. 302.
81) D. I. VIII, bls. 681.
82) D. I. VIII, bls. 829.
83) D. I. IX, bls. 88.
84) D. I. IX, bls. 132.
er í dómi á Alþingi 1524.85) Það er eflaust
hann, sem er gerningsvottur að því í Skál-
holti 17. apríl 1526, að Ögmundur biskup
Pálsson fékk Erlingi Gíslasyni, bróður síra
Jóns, Kross og Bryggjur í Landeyjum fyrir
Bíldudal og Dufansdal á Vestfjörðum.80)
Síra Jón Gíslason er meðal dómsmanna
í Lambey 12. sept. 1526, og er það senni-
lega síra Jón í Holti.87)
í bréfabók Ögmundar biskups hefur ver-
ið ódagsett upplýsing um það, að biskup
hafi selt síra Jóni Gíslasyni jarðirnar Aust-
asta-Skála og Miðskála undir Eyjafjöllum
fyrir Gýgjarhól, Keldnaholt og Brú í Bisk-
upstungum. Þetta stendur meðal skjala frá
1526 í bréfabókinni og gæti því verið frá
því ári.88) 22. janúar 1527 er síra Jón Gísla-
son dómsmaður á Kirkjulæk í Fljósthlíð.8°)
7. marz 1530 gengur á Reykjum á Skeið-
um dómur kvaddur af Ögmundi biskupi
um kæru hans til síra Jóns Gíslasonar vegna
kirkjubruna í Holti undir Eyjafjöllum.
Biskup segir, að honum hafi verið flutt, að
síra Jón hafi sjálfur farið með eld þann
dag, sem kirkjan brann í Holti. Enn kveður
biskup síra Jón ekki hafa haft þá hluti, sem
honum bæri að hafa og lögin bjóða til síns
kenniskapar, svo sem ,,handbók og crisma,
brefiere og bækur et cetera.“ Síra Jón
kvaðst hvorki hafa borið eld né farið með
ljós eður látið fara fram þann dag, sem
kirkjan í Holti brann, og enginn hans
heimamaður hefði þangað eld borið á þeim
morgni. Hann var dæmdur til að sverja, að
Holtskirkja hefði ekki brunnið af hans
völdum, viti né vilja. Síra Jón sór og sex
prestar með honum. Hann var þó dæmdur
til að borga kirkjuna og ornamentum henn-
ar að helmingi „af því að oss leizt sem kirkj-
an mundi vissulega brunnið hafa af nokkr-
um vofeiflegum þar heima eldi á staðnum,
85) D. I. IX, bls. 224.
86) D. I. IX, bls. 344-345.
87) D. I. IX, bls. 377.
88) D. I. IX, bls. 392.
89) D. I. IX, bls. 399.