Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Síða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Síða 20
66 SÍÐASTA ORRUSTAN N. Kv. maður, eins og viðurnefnið bendir til. En lýst er honum sem fríðum og föngulegum og flestum mönnum sterkari. Hrafn Oddsson var dóttursonur Hrafns Sveinbjarnarsonar að Eyri í Arnarfirði, nú Rafnseyri, sem þótti einn hinn merkasti hérlendra manna, og fjölhæfastur, sinnar tíðar. Hann mun nú hafa átt heimili vest ur í Dölum, líklega að Sauðafelli. Allir voru menn þessir nálægt þrítugu, eða vart það, utan Sturla, sem var rúmlega fertugur. Auk þessa foringja fimm, voru í báðum flokkum ýmsir garpar, kunnir frá fyrri vopnaþingum. Rætur bardagans á Þveráreyrum má í raun og veru rekja langt aftur í tímann. Óöld hafði verið í landi hér undanfarna áratugi, eins og alkunnugt er, hin illræmda Sturlungaöld. Ofbeldisverk ýmis höfðu ver- ið framin, og sérhvert þeirra fól í sér fræ til annars, eða annarra, oft enn verri, og svo koll af kolli. Fáeinir ofurkappsmenn réðu yfir fjöldanum. Vopnin voru oft látin skera úr í stað laga, sem voru mjög fótum- troðin, og líf manna var að litlu metið. Goðavaldið gamla var í upplausn, eða orð- ið að spémynd, og ekkert komið í staðinn. Allsherjar framkvæmdarvald, sem ríkið réði yfir, var ekki til, — og hafði reyndar aldrei verið til, og hlaut það að leiða til veilu í okkar forna þjóðskipulagi, fyrr eða síðar. — Það var því engan veginn auðvelt að stöðva þá skriðu ógna og ódáðaverka sem á stað var komin. Þetta gat naumast endað nema á einn veg, þann sem farinn var, og þarf ekki að greina frá hver hann var, eða hvert hann lá. Og bardaginn á Þveráreyrum færði þjóðina feti nær því marki en orðið var. Sem vita má, er enginn kostur þess að segja þá sögu alla hér, og skal borið niður við víg Odds Þórarinssonar í ársbyrjun 1255, en hann var albróðir fyrrnefnds Þor- varðar. Hafði Gissur Þorvaldsson fengið hann til að vera fyrir ríki sínu í Skagafirði, og megin hluta Húnavatnssýslu, þá er hann fór utan á fund Há'konar gamla Nor- egskonungs sumarið 1254. Var það allt annað en vinsælt starf, eða vandalaust, því Gissur átti skæða óvini, sem búast mátti við að beindu skeytum sínum að meira eða minna leyti að umboðsmanni hans, á með- an ekki náðist til hans sjálfs. Oddur Þórarinsson var ungur maður og miklum gjörvuleik búinn, talinn einna bezt vígur allra þeirra manna sem þá voru uppi á íslandi. Náði hann brátt vinsældum í Skagafirði, og virðist hann hafa verið meir við alþýðu hæfi en Þorvarður bróðir hans. — Hann gerði og strax um vorið, 1254, harða hríð og óvæga að ýmsum brennu- mönnum frá Flugumýri, frá því haustið fyrr, og það líkaði Skagfirðingum vel, því þeir töldu það hafa verið hið versta verk. En hann fór jafnframt ógætilega með vald sitt. Hann egndi volduga og vanstillta andstæðinga upp á móti sér að þarflitlu. Meðal annars tók hann, í öndverðum sept- ember um haustið, fastan biskupinn á Hól- um, norskan mann, Heinrek að nafni, og hafði í haldi hjá sér nokkurn tíma. En þá þótti Norðlendingum nóg komið. Þó að þeir, ef til vill, hafi ekki harmað handtöku biskupsins, út af fyrir sig svo mjög, því hann átti litlum vinsældum að fagna, enda manna óþarfastur sjálfstæði voru, — þá báru þeir þá lotningu fyrir trú sinni og kirkju, og hinum fræga Hólastól, að þessar aðfarir þoldu þeir ekki. „Þann tíma sem biskupinn var f haldi voru hvergi tíðir sungnar upphátt, og hvergi hringt klukk- um í biskupsdæminu,“ — segir sagan. Með ö. o.: allur kennilýðurinn lagði niður vinnu og þjónustugerð í mótmælaskyni. — Mun þetta eina dæmið í allri sögu vorri, að kirkjunnar þjónar, í heilu biskupsdæmn hafi gert verkfall til að knýja fram réttlætis- mál, að þeirra dómi. Varð nú Oddur að láta undan síga, enda

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.