Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Qupperneq 29

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Qupperneq 29
N. Kv. GAMALÍELS ÞÁTTUR 75 eða tíund, ekki heyrt hnýtt við nafn hans „hinn ríki“, og ekki ólíklegt, að honum hafi verið þungur róðurinn á harðbýlli jörð, þó hlunnindi fylgdu, svo sem silungs- veiði. Helga kona hans var fínbyggð gáfukona, sem ekki er ólíklegt, að hafi búið að æsku- heimilisörðugleikum með heilsulausri móð- ur og veikum og vangefnum bróður. Heyrði ég á tali gamalla kvenna í æsku minni, að Gamalíel hefði ekki verið henni eins nákvæmur og skyldi, og bendir til þess gömul sögn um orðaskipti Gamalíels og sr. Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð í veizlu einni; má vera, að þeir hafi verið við skál. Á Gamalíel að hafa spurt sr. Jón i gamni, hvort þeir ættu ekki að hafa konuskipti. Hafi þá sr. Jón sagt: „Eigðu sjálfur þitt niðurbrot." Þá var það eitt, er honum var lagt til lýta, að hann var nízkur talinn og ráðríkur og hefði þar á meðal litið eftir smjörbirgð- um heimilis síns. Þá var það eitt sinn, að hann skrifaði stafrófið ofan á smérkvartil, er geyma átti til vetrarins, en hann var skrifari góður, en er að var gáð, var staf- rófið horfið, og hafði eitthvað lækkað í kvartilinu. Gerði þá dóttir hans þessa vísu: Upp er komið óorð enn, á þó lítið beri. Stafrófinu stálu menn, stíluðu á sméri. Sagt var, að sá væri háttur hans, er gestir homu í Haganes, að segja við þá: „Þú kem- Ur tnn, ekkert geri ég þér gott, en fáein orð af viti get ég talað við þig.“ Var honum lagt þetta út til nízku og svo hvað hann þættist af vitsmunum sínum. Kenna má glöggt svona orðalag hjá niðjum hans, og mun þetta sýna meira gamansemi hans en vitsmunahroka og nízku, og líklegra, að gestum og gangandi ha-fi verið bugað nokkru fleiru en andlegu góðmeti í Haga- nesi. Eitt sinn hittust þeir á förnum vegi Jón Jónsson á Sveinsströnd og Gamalíel, og er þeir höfðu heilsazt, segir Gamalíel: „Ógn er hann sníkjulegur skórinn þinn núna, Jón minn,“ en Jón var á skóm með bilaðan tásaum (nasbitinn). „Engan biður hann um í nefið, Gamli minn,“ svaraði Jón. En Gam- alíel tók í nefið og þótti tamt að biðja um nefdrátt. — Jón var orðlagður fyrir fyndni, og eru til um hann nokkrar sagnir. Þá er ein sögn enn, er átti að sýna, hvað Gamalíel þættist af vitsmunum sínum. Þeir hittust við kirkju, Jón í Garði og Gamalíel, og voru þá báðir orðnir gamlir og sköll- óttir. Á þá Jón að liafa sagt: „Það eru að verða líkir á okkur kollarnir." Gamalíel svaraði: „Já, utan, en ekki innan.“ Ég set þessar sagnir hér til gamans; þó kannske eitthvað séu brenglaðar orðnar eftir meira en öld, þá geyma þær eitthvert sannleikskorn, og við vitum meira um karl- ana eftir en áður. Þær eru skyndimyndir, sem brugðið er upp á tjald fortíðarinnar og sýna, að víðar en hjá Goðmundi á Glæsi- völlum hafa hnútur og hógvær orð flogið um borð. Gamalíel var talinn vera með betri al- þýðuskáldum sinnar tíðar, en sérvitur nokkuð og gjarn á að fara sínar eigin leið- ir. Sagt er, að hann hafi brennt syrpu sína, þegar hann var orðinn gamall, hafi ekki fundizt ljóð sín nógu guðrækilegs efnis. Fyrir vikið verður verra að sanna, hvað hann á með réttu af því, sem honum er eignað, og það, sem frá honum er tekið og öðrum eignað. Og þrátt fyrir svona brennu er það ekki örugg leið að þurrka sig út fyr-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.