Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Side 42

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Side 42
88 SJÁLFSÆVISAGA N. Kv. mín og mömmu. Hið eina sem breyttist til hins lakara var það að nú lifði ekki lengur á litlu næturtýrunni uppi á hillunni — en því hlaut maður að venjast. BLINDUR ER BÓKLEYSINGI. Ekki var fjölskrúðugt bókasafnið á Mið- sitju á þessum árum. Bækur foreldra minna mátti telja á fingrum sér. Vídalínspostilla var eina helgidagalestrarbókin. Kvöldlestr- arbók Péturs biskups var lesin á hverju virku kveldi frá veturnóttum til langaföstu. Yfir föstuna voru Vigfúsarlrugvekjur lesnar dag hvern og einn sálmur úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar, var sálminum skipt þannig að meiri hlutinn var lesinn á undan hugvekjunni, en tvö til þrjú vers á eftir. Tvö bænakver voru til, annað Þórðar- bænir en titilblaðið vantaði á hitt kverið. Oftast las pabbi bæn eftir Péturslesturinn, en á föstunni lét hann sálmavers duga. Miss- iraskiptaoffur átti pabbi. Á því voru lestrar á fyrsta og síðasta sumardag, fyrsta vetrar- dag og hinn síðasta, einnig aðfangadag jóla og gamlárskveld. Mamma átti Nýja sálma- bók, sem nú var reyndar farin að reskjast. Henni hafði verið gefin bókin, því nafn hennar stóð á titilblaðinu, með þökk fyrir dygga þjónustu, en ekki getið frá hverjum gjöfin var. Mamma hafði laglega söngrödd og kunni töluvert af sálmalögum. Hún söng stundum við húslestra ef einhver var við- staddur, sem gat og vildi taka undir. Sturms- liugvekjur voru til, en aldrei leit ég í þá bók og aldrei var hún notuð til húslestra. Ekki man ég eftir biblíunni, en Nýja testa- mentið átti mamma í góðu bandi með stóru latínuletri. Á þá bók lærði ég að lesa og varð henni vel kunnugur. Ekki var um auðugan garð að gresja, þeg- ar komið var að veraldlegu bókmenntun- um. Svarfdælasaga var eina sögubókin, sem ég man eftir fyrstu árin eftir að ég var orð- inn lesandi, enda lærði ég hana bókstaflega. Þá var til rifrildi af Reimarsrímum, lærði ég þær einnig og enn þá kann ég mikið úr þeim. Einnig man ég eftir Bernótusarrím- um, en í jTær vantaði bæði upphaf og endi. Eftir að ég lærði að pára, rispaði ég upp það sem heillegt var af þeirri skruddu. Auðvit- að lærði ég það sem ég skrifaði upp. Sú rit- mennska er nú löngu týnd og tröllum gefin, en stökurnar þyl ég oft fyrir sjálfan mig á löngum andvökunóttum ellinnar jjangað til bróðir dauðans nriskunnar sig yfir mig. Endurnærður af værum blundi raula ég þá með Þorsteini: Þær eru rnargar lærðar lítt, leita skammt til fanga, en þær klappa undurjrýtt eins og börn á vanga. Einu sinni á fyrstu árum okkar á Mið- sitju fór pabbi á uppboð, ekki man ég nú hvar það var haldið. Eitthvað kom hann með smávegis af búshlutum er hann van- hagaði um og hreppti á uppboðinu; en hann kom með bók, sem átti eftir að stytta mér marga stundina og velgja mér innan rifja. Þetta voru sögur úr Þúsund og einni nótt, þýddar af Benedikt Gröndal, að mig minnir. Sögurnar voru: Borgin sokkna, Parisade, Aladín, Sagan af Alí og hinum 40 ræningjum og Sesam, Sesam opnast þú. Ég var fljótur að slá eign minni á bókina þá og las og las meðan nokkur friður fékkst. Það er of fátæklega til orða tekið, að ég hafi verið hrifinn. Ég var hafinn upp í sjöunda himin sælunnar, vissi bókstaflega ekkert hvað tímanum leið, gekk eins og í leiðslu og fann ekki til svengdar þó komið væri fram yfir venjulegan matmálstíma. Sögurnar las ég upp aftur og aftur þangað til ég kunni þær næstum utanbókar. Það voru unaðslegir tímar. Ég bókstaflega þjáð- ist af lestrarhungri á þessum árum. Maginu var ekki ávallt ánægður með sinn skerf, en livað var það á móti sultinum eftir ævin- týraheimum bókanna. Annað haustið okkai á Miðsitju hljóp heldur en ekki á snærið fyrir mér.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.